Færsluflokkur: Bloggar

Sri Ramakrishna

ramakrishna1
 

Svo sem sól og máni ná ekki að speglast

í gruggugu vatni,

fær ekki heldur almættið speglast

í hjarta sem gruggast

af hugsunum um

,,mig" og ,,mitt"

 

Sri Ramakrishna 


Hatur

shakya1_jp70

Að hata er eins og að taka upp heit kol í þeim tilgangi að henda þeim í annan. Þú ert sá eini sem brennist.

Buddha


3. spors bænin

Guð [samkvæmt skilningi þínum á honum], ég fel mig þér á vald svo að þú getir mótað mig og gert við mig það sem þér þóknast. Leystu migúr fjötrum sjálfshyggjunnar svo að ég megni betur að gera vilja þinn. Taktu frá mér erfiðleikana svo að sigurinn yfir þeim geti orðið þeim semég vil hjálpa vitnisburður um mátt þinn, kærleika og lífið með þér. Hjálpaðu mér að fara ævinlega að vilja þínum. 

 

 AA-bókin

 


Bókin um veginn - Aftur til upphafsins

 

XVI. Aftur til upphafsins

 

1. Þegar maður hefir tæmt sig af öllu,

mun friðurinn mikli koma yfir hann.

   Allir hlutir koma fram í tilvistina, og

menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma

ævinnar fer hvað eina aftur til upp-

hafsins.

   Að hverfa aftur til upphafsins er

friðurinn; það er að hafa náð tak-

marki tilvistar sinnar.

 

2. Að ná þessu er  að öðlast eilífðina. Sá

sem finnur til eilífðarinnar, nefnist vit-

ur. Sá, sem skynjar ekki eilífðina, veit-

ir ástríðum ráðrúm og verður fyrir

ógæfu. Að finna til eilífðarinnar víkkar

sálina og lyftir henni. Víðsýnn andi

hefur samúð með öllu. Í samúðinni

finnst konungdómurinn, í konung-

dóminum himinninn, og í himninum

Alvaldið. Sá, sem dvelur með Alvald-

inu, líður ekki undir lok; þó að líkam-

inn leysist sundur, er engin hætta á

ferðum.

  

Lao-Tse – Bókin um veginn

 


Zen

 

Zen does not confuse spirituality with thinking about God while one is peeling potatoes. Zen spirituality is just to peel the potatoes.

Alan Watts


Ef þetta væri nú grunnhugsun allra trúarbragða ...

interfaithBest
 

Ég segi  mennina boðna og velkomna,

hvern veg sem þeir nálgast mig;

því að vegirnir sem þeir velja sér,

eru mínir vegir,

hvaðan sem þeir liggja ...

                                               

Bhagavad Gita IV, 11

 


Þjónusta

Ein sál getur hjálpað heiminum. Þú segir: “Ég vil gera eitthvað. Notaðu mig, hér er ég!” En barn mitt, þú þarft ekki að koma til okkar og bjóða þig fram. Þjónustan er við fætur þér og bíður í hjarta þínu sérhvern dag. Stórfenglegasta þjónustan sem nokkur getur innt af hendi er að hugsa stöðugt rétt – senda stöðugt kærleika og fyrirgefa.

 

White Eagle - Hinn kyrri hugur

 

 

 

 


Hamingjan

dalai%20lama1

Ég hef þá trú að tilgangur lífsins sé að leita hamingjunnar. Það er ljóst. Hvort sem við erum trúuð eða trúlaus og hverrar trúar sem við erum, leitum við öll að betra lífi. Sjálft lífsaflið knýr okkur áfram í átt til hamingjunnar ...


Dalai Lama - Leiðin til lífshamingju


Munurinn á hugleiðslu og bæn

chaplainyogi

Prayer is when you talk to God; meditation is when you listen to God.

Diana Robinson


Þegar þú byrjar að hugleiða



Að beina vakandi athygli að líkamanum þýðir að þú verður þér meðvitaður um
líkamann. Þegar þú situr ertu þér meðvitaður um hvort þú situr uppréttur eða
hvort þú hallar til hliðar. Þú veist hvort þú andar að þér eða frá þér. Þegar
þú gengur ertu þér meðvitaður um það þegar annar fóturinn fer fram fyrir hinn.
Þú ert meðvitaður um hvert atriði sem á sér stað í athöfninni auk
andardráttarins. Það er kallað að vera sér meðvitaður um líkamann. Í þessari
hugleiðslu ímyndar maður sér ekki neitt, þar er engin fantasía. Við fylgjumst
einungis með líkamanum. Þú sérð ekki neitt fyrir þér eða býrð til eitthvað sem
ekki er þegar til staðar (t.d. gera sér upp samkennd eða ást). Hugleiðslan
gengur einfaldlega út á það að vera eins og við erum.


Að taka eftir því hvað gerist nákvæmlega þegar þú gerir eitthvað er mjög
einföld iðkun. Þegar þú drekkur úr kaffibolla, taktu þá eftir því sem þú ert að
gerra: réttir handlegginn fram, tekur utan um bollann, setur hann upp að
vörunum, bragðar á kaffinu, finnur hvernig það rennur inn í munninn, kyngir -
og síðan hvernig höndin setur bollann aftur á borðið. Allt þetta gerist er það
ekki? Þetta er ekki ímyndun eða tilbúningu, ekkert mystískt, ekki erfitt. Þetta
er heldur ekki venjulegt meðvitundarleysi þar sem við hugsum um eitthvað annaðá meðan við erum að drekka kaffið og tökum ekki eftir því hvað er í gangi. Hér er einfaldlega verið að fylgjast með því sem er að gerast.



Tsoknyi Rinpoche - Carefree Dignity


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 96772

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband