Færsluflokkur: Bloggar

Zen-hugleiðslunámskeið

savaki3

Námskeið í Zen-hugleiðslu er haldið fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar kl. 19:00 - 21:00. Námskeiðsgjald er kr. 5.000 og gildir jafnframt fyrir þátttöku í allri starfsemi á vegum Zen á Íslandi-Nátthagi út mánuðinn.

Námskeiðin eru haldin að Grensásvegi 8 fjórðu hæð.

Mikhael Aaron Óskarsson - mikhaelaaron@gmail.com - sér um skráningu.

Sjá nánar á www.zen.is

 


Dagurinn í dag (tileinkað alþýðunni)

 

Gæt þessa dags því að hann er lífið, lífið sjálft og í honum býr allur veruleikinn og sannleikur tilverunnar, unaður vaxtar og gróskudýrð hinna skapandi verkaljómi máttarins.

Því að gærdagurinn er draumurog morgundagurinn hugboð en þessi dagur í dag sé honum vel varið umbreytir hverjum gærdegi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonarbjarma.

Gæt þú því vel þessa dags.

 


Zen

roshi1

We should work like the rain. The rain just falls. It doesn't ask, Am I making a nice sound down below? Or, will the plants be glad to see me? Will they begrateful? The rain just falls, one raindrop after another. Millions and billions of raindrops, only falling. This is the open secret of Zen.

Jakusho Kwong-roshi - No Beginning. No End.

www.zen.is


Bergmál frá Eckhart Tolle

Flest okkar eyða ævinni innilokuð í fangaklefa eigin hugsunar. Sjálfsupplifunin, skilyrt af fortíðinni og viðhaldið af misjafnlega sjálfhverfri hugsun, takmarkast við þær hugmyndir sem við gerum okkur um það sem við köllum ,,ég”. 

Samt er í okkur öllum vitundarvídd sem nær miklu dýpra en nokkur hugsun. Og hún er kjarni þess sem við erum. Við getum kallað hana núvist, varurð eða óskilyrta vitund, en líka Búddaeðlið eða Krist hið innra. 

Þegar við finnum þessa vídd frelsum við okkur og heiminn undan þeirri þjáningu sem við bökum sjálfum okkur og öðrum með hugsun og líferni sem takmarkast fyrst og síðast við ,,elsku mig”. Og varanlegan innri frið, kærleik, fögnuð og sköpunargleði öðlumst við ekki nema við hvílum í þessari óskilyrtu vitund. 

Ef þú getur borið kennsl á hugsanir sem hugsanir einvörðungu, þótt ekki sé nema stöku sinnum, ef þú getur þa rað auki verið vitni að tilfinningaviðbrögðum þínum þegar þau eiga sér stað, þá er þessi vitund þegar að verki í þér. Hún er varurðin þar sem hugsanir og tilfinningar birtast, tímalaust innra rými þar sem lífi þínu vindur fram.  

Eckhart Tolle – Kyrrðin talar (Stillness speaks)


Spakmæli

images

Betra er að

kveikja á kerti

en blóta myrkrinu

 

Kínverskt spakmæli


Lahiri Mahasaya

Lahiri_Mahasaya_med

When the sun shines, the wind blows or the rain comes down, they do not discriminate. They are equal to all.

Lahiri Mahasaya (1828-1895)

 

www.kriyayoga.is
 


Sálin og ég-ið

Tveir fuglar, óaðskiljanlegir vinir, hreiðra um sig

í sama trénu. Annar neytir ávaxta trésins, hinn

horfir á og nýtur einskis.

 

Mundaka Upanishad, III. Hluti. I. kafli


Sannleikurinn II

Sannleikurinn er í okkur

en við leitum hans í fjarlægð.

Það er harmsaga okkar.

Við erum eins og menn

sem eru að farast úr þorsta,

en vatnið er alls staðar

í kringum okkur

 

Hakuin (1683 – 1768)

 

 


Sannleikurinn

Múlla Nasrudin var á fjórum fótum undir ljóskeri fyrir utan húsið sitt, með höfuðið niðrí götunni, þegar nágranni hans gekk hjá.

- Hvað ert þú að gera? spurði granninn.

-Ég er að leita að lyklinum, sagði Múlla. Ég er búinn að týna honum.

Svo nágranninn fór á fjórar fætur og leitaði með Múlla langa stund, en án árangurs.

- Ertu viss um að þé hafir týnt honum hérna? spurði granninn.

-Nei, nei ég týndi honum inni, svaraði Nasrudin. Það eru bara miklu betri leitarskilyrði hérna úti.


Guðdómurinn

yogananda 

Guð er eilíf sæla, svaraði Meistarinn. Tilvera hans er kærleikur, vizka og gleði. Hann er bæði persónulegur og ópersónulegur, og Hann gjörir sig sýnilegan á hvern þann hátt sem Honum þóknast. Hann birtist dýrlingum sínum í þeirri mynd, er þeir elska heitast. Kristinn maður sér Krist. Hindúi sér Krishna eða hina heilögu móður og svo framvegis.

Paramahansa Yogananda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 96774

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband