Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Zen is a special transmission outside the scriptures ...

 

Zen is a special transmission outside the scriptures, not based on words and letters, a direct pointing to the heart of man in order that he might see into his own nature and become an enlightened being.

 

Bodhidharma


Thoughts are always on a journey ...


Thoughts are always on a journey into a past or future, but Awareness never takes the journey with them.

Rupert Spira


Guðspeki/Lífspeki

 

Orðið ,,guðspeki" er þýðing á gríska orðinu "Theosophia". Það er eignað Ammoníusi Saccas (í byrjun 3. aldar). Frá þeim tíma hefur það verið þekkt um hinn vestræna heim og alltaf verið sömu merkingar. Í sanskrít, forntungu Indverja, er tilsvarandi orð yfir sama hugtak: "Bhrama Vidya" eða "Atma Vidya", guðleg viska eða andleg viska.


Þegar lengst er seilst, er guðspeki hin hinstu sannindi um eðli tilverunnar, þekking á hinum hinsta veruleika og allri þeirri margbreytni, sem er upp runnin í honum - ekki hugmyndir um þessi sannindi, heldur sannindin sjálf, eins og þau eru reynd og lifuð.

Guðspekisinnar ímynda sér ekki, að þeir hafi tileinkað sér þessi sannindi. Þeir segja aðeins að þeir séu að reyna að nálgast þau.



GUÐSPEKILEGAR KENNINGAR

Ávöxturinn af tilraunum manna til að skilja þessi sannindi, uppgötva þau og gera að veruleika í lífi sínu, er það sem kallast guðspekikenningar eða guðspekilegar kenningar.

Öllum er auðvitað í sjálfsvald sett hvað þeir aðhyllast af þeim. Þær ber að taka einungis sem hugmyndir einstakra guðspekisinna um lífið og tilveruna, einungis skerfur þeirra til þeirrar viðleitni, sem færir mennina smátt og smátt nær sannindunum sjálfum, þ. e. hinni eiginlegu guðspeki.

Guðspekilegar kenningar eru t. d.: Kenningin um einingu alls lífs, kenningin um andlega þróun, endurholdgun, karma, mannlega fullkomnun, fullkomna menn, önnur tilverusvið o. fl.


ALLT LÍF EITT LÍF

Guðspekilegar kenningar fela í sér eftirfarandi meginatriði:

Allt líf er í innsta kjarna sínum eitt og ósundurgreinanlegt. Ekkert er til, sem hægt er að kalla "dauða náttúru", allt er líf. Vitundin og hinn ytri heimur, efni og andi, líf og form eru ekki ósættanlegar andstæður, heldur ólíkar hliðar hins sama veruleika. Allar verur eru það, sem þær eru, vegna þróunar og eiga framundan óendanlega framtíðar- og framfaramöguleika, engin í eðli sínu annarri fremri, allur mismunur aðeins þroska eða aðstöðumunur.



ÖNNUR TILVERUSVIÐ

Skynsvið mannsins er takmarkað eins og vísindin færa glöggar sönnur á.

Sú mynd, sem þau gefa af hinum ytri heimi er ófullkomin fyrir utan það, að ýmis svið eru skynjunum manna hulin. Á þeim sviðum lifa aðrar verur, auk þess sem menn og aðrar skynjanlegar lífverur í hinum jarðneska heimi eiga þar líka líf og starf. Öll tilverusviðin fylla sama rúm líkt og vatni má hella í flösku, sem er full af sandi, og eru þau úr mismunandi þéttu efni gerð. Þau eru frábrugðin hvert öðru á sama hátt og teningurinn er frábrugðinn fletinum.



KARMA OG ENDURHOLDGUN

Órjúfandi jafnvægi ríkir í tilverunni. Hverjum verknaði fylgir gagnverkun, nákvæmlega jafn stór og upphafsverknaðurinn og kemur niður á sama stað. Þetta er karma, lögmál athafnarinnar. Allt líf þróast í hringrásartímabilum (sbr. líf jurtanna og árstíðirnar). Það tekur sér gervi í þéttari tilverusviðum (holdgast), en skilar þeim svo aftur í sömu röð og það íklæddist þeim og dvelur um skeið á innri sviðum. Slík endurtekin hringför niður í þéttara efni kallast endurholdgun.



ÞRÓUN MANNSINS

Í öllum lífverum býr óforgengilegur neisti hins eina lífs. Maðurinn hefur einhverntíma þróast upp úr þroskastigi dýranna, stigið yfir það mark, sem aðgreinir dýr og menn. Á sama hátt eru dýrin komin upp úr þroskastigi jurtanna. Maðurinn endurholdgast hvað eftir annað og bætir við sig reynslu og þroska í hverri jarðvist.

Líkaminn, þær eigindir, sem eru aðsetur fyrir persónulegar tilfinningar og þrár, svo og hin hlutræna hugsun, eru eins konar starfstæki eða gervi, sem innri maðurinn, hinn raunverulegi maður, (sá sem endurholdgast) tekur sér fyrir hverja jarðvist. Starfstækin eru forgengileg, hinn innri maður óforgengilegur (sál, andi). Á milli jarðvista dvelur hann á tilverusviðum, sem eru úr smágervara (fíngerðara) efni, þar sem fleiri víddir ráða skynmöguleikum. Jarðlífið er skóli. Maðurinn er alltaf í öllum atriðum ábyrgur gerða sinna, skapar sér með framkomu sinni og athöfnum algerlega örlög sín og skilyrði, skammtar sér sjálfur algerlega sælu og þjáningu. Karma, lögmál athafnarinnar, sér um það. Karma er þó ekki refsari, heldur kennari. Það, sem vanrækt er í þessari jarðvist, verður að bæta fyrir í þeirri næstu. Sár, sem veitt eru, verður að græða



ÞROSKAVIÐLEITNI

Þannig verður maðurinn smátt og smátt göfugri vera, fjarlægist meira þroskastig dýrsins. Meðan hann hefur annað hvort enga eða mjög óljósa tilfinningu fyrir göfgi og þroska, knýja alheimslögmálin hann áfram, þótt hægt fari, hvort sem honum líkar betur eða verr. En þegar hann vitkast, opnast honum möguleikar til að vinna með alheimslögmálunum og hraða þannig þroska sínum og auðvelda hann til mikilla muna. Tilraunir hans í þá átt kallast þroskaviðleitni. Til eru allgreinileg fyrirmæli um meginatriði skipulagðrar þroskaviðleitni. (Yoga, hugrækt bænalíf, hvítigaldur, að leita guðs ríkis, hinn göfugi áttfaldi vegur o. fl.)

 


MANNLEG FULLKOMNUN

Að því hlýtur að koma, að maðurinn stigi yfir mark mannlegrar fullkomnunar, yfir í einhverja æðri og göfugri þróun, sem væntanlega er þroskastigi mannsins álíka miklu æðri og það er æðra þroskastigi dýranna. Þeir, sem náð hafa þeim þroska, eru fullnumar. Sumir fullnumar velja sér það starf að halda áfram að starfa í líkamsgervum mannsins meðal mannanna til þess að leiðbeina þeim og fræða. Þeir kallast meistarar. Þótt þeir starfi meðal manna, ber sjaldan neitt á þeim, því að þeir vinna vegna starfsins, algerlega óháðir hvers konar launa- eða ábatavon.



GUÐSPEKILEGT VIÐHORF

Félagsmenn í Guðspekifélaginu mega algerlega ráða afstöðu sinni til þessara kenninga. Þeim er auk þess bent á að aðhyllast ekkert - og ekki heldur hafna neinu - fyrr en að samviskusamlega athuguðu máli, vera alltaf á verði gagnvart þeim möguleika að ný reynsla afhjúpi ný sannindi eða sýni þau í algerlega nýju ljósi. Þetta eru skýringartilraunir.



Sigvaldi Hjálmarsson


Vefur um þróunarheimspeki - dulheimar.is

 

Þessi vefur er á ábyrgð Áhugamanna um þróunarheimspeki og er ætlað að koma á framfæri því besta sem má finna um efnið og það sem komið hefur út á íslensku.  Þróunarheimspeki er þýðing á enska orðinu Metaphysics sem er rannsókn á uppruna lífs , grunngerð, eðli og öflum Alheimsins.

Sjá frekar hér: https://dulheimar.is/ 


Kennsla og hugleiðsla með Lama Yeshe Rinpoche nk. sunnudag 28. nóvember kl. 8:00

Heil og sæl kæru hugleiðendur,

Við viljum kynna ykkur spennandi kennslu og hugleiðslu með Lama Yeshe Rinpoche nk. sunnudag 28. nóvember kl. 8:00.

Lama Yeshe er ábótinn í móðurklaustrinu okkar Kagyu Samye Ling í
Skotlandi. Hann stendur fyrir mánaðarlegri kennslu á þessum tíma á sunnudögum. Þetta er í boði fyrir okkur núna og við erum svo spennt að fá tækifæri á svona kennslu heima í stofu.

Kennslan fer fram á Zoom og hér eru allar upplýsingar sem þið þurfið til að vera með:

Kagyu Samye Ling Scotland is inviting you to a scheduled Zoom meeting.

Topic: Meditation with Lama Yeshe Losal Rinpoche
Time: Nov 28, 2021 08:00 AM London

Join Zoom Meeting
https://zoom.us/j/91468578204?pwd=eTNjR0NXSUlqM1p4dFlDckwrTjdTdz09

Meeting ID: 914 6857 8204
Passcode: 142266

 

Sjá: https://hugleidsla.is/kennsla-og-hugleidsla-med-lama-yeshe-rinpoche/


Dagskrá Lífspekifélagsins um helgina - Fyrirlestur og umræður um kenningar Martinusar

 

 Lau.27.nóv.kl.15Hilmar SigurðssonStutt hugleiðing um Míkrókosmos, í tengslum við fyrirlestur frá föstudeginum. Kaffi og samræður á eftir.
 Fös.26.nóv.kl.20Friðríkur Róbertsson BoulterÞú skalt ei drepa. Fyrirlestur um kosmískar greiningar Martinusar á afgerandi þýðingu þessa fimmta boðorðs úr Bíblíunni í allri örlagagerð mannverunnar.

Dagskrá Lífspekifélagsins um næstu helgi

 

DögunLau.20.nóv.kl.15Þórgunna ÞórarinsdóttirHugleiðing og síðan spjall um bókina, Um hjartað liggur leið, eftir Jack Kornfield.
DögunFös.19.nóv.kl.20Sigurður SkúlasonSigurður Skúlason fjallar um Eckhart Tolle og hans verk einkum þó Nýja jörð.

You are an aperture through which the universe is looking at and exploring itself.


"You are an aperture through which the universe is looking at and exploring itself. Through our eyes, the universe is perceiving itself. Through our ears, the universe is listening to its harmonies. We are the witnesses through which the universe becomes conscious of its glory, of its magnificence."

Alan Watts


Æfing í hugleiðingu er alltaf tilraun ...

Æfing í hugleiðingu er alltaf tilraun, ferlið skiptir mestu, hvort hugleiðing tekst eða ekki er túlkun hugans og á ekki að trufla. Tilraunin er gerð án fyrirfram niðurstöðu og árangur eða persónulegur ávinningur er ekki hafður meðferðis. Það er ekki verið að ná hugrænum markmiðum. Það er ekki verið að reyna að ná einhverju sem er ekki fyrir hendi. Það er verið að fanga það sem er, fjarlægja hugrænar hindranir þannig að það sem er veruleiki komi betur í ljós. Óháðri athygli er beitt, öllum hugrænum hræringum er veitt hlutlaus athygli, látnar afskiptalausar og athyglinni beint að því sem er. Ef athyglinni er beint að því sem er ytra fylgja engar túlkanir eða dómar með.
Athyglin á ekki að vera eins og logi logsuðutækis heldur eins og geisli frá sól, víð, mild. Rembingur, einbeiting og áreynsla á að vera fjarri, þar með hugsun um að þetta sé erfitt. Segja má að þessi tegund af athygli sé ekki athygli hugans heldur vitundarinnar, verður verkfæri vitundar. Slík athygli verður svo nærri vitundinni að jafnvel þarf ekki að greina þar á milli. Óháð athygli og handan við persónuleg vitund verða í samhljómi.
En til eru æfingar í hugleiðingu sem leggja áherslu ferli til að ná einhverjum árangri. En slíkur árangur er þá alltaf ótengdur éginu.
Etv. satt þótt þetta séu mínar skoðanir.

Birgir Bjarnason


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband