Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Sama hvernig við hugsum um það, fortíðin er nú þegar farin ...

 

Sama hvernig við hugsum um það, fortíðin er nú þegar farin, það sem við köllum „eftir“ er ekki komið enn og við vitum ekki einu sinni hvar nútíðin er af því hún er sífellt að breytast. Allt er í ástandi flæðis. Laufin sem falla eru svona. Allt er að breytast. Að vissu leyti er það fullkomið frelsi. Sagt er að það séu 6,5 milljarðar augnablika í einum sólarhring. Og að í einni sekúndu séu sjö þúsund augnablik. Á meðan við sitjum hérna eru þau stanslaust að koma og stanslaust að fara, alveg eins og þegar ég slæ prikinu mínu í gólfið: bamm-bamm-bamm-bamm. Er það ekki dásamlegt? Þetta er fullkomið frelsi.

-Jakusho Kwong-roshi


Dagskrá Lífspekifélagsins 29. og 30. október


Föstudaginn 29. október, kl. 20.00 heldur Anna S Bjarnadóttir erindi: Heilari í hverri fjölskyldu og heimur án sársauka og þjáningar.

Laugardaginn 30. október, kl. 15.00 fjallar Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur og rithöfundur um dáleiðslu.


Dagskrá Lífspekifélagsins um helgina



22. okt.kl 20.00

Jón E. Benediktsson heldur erindi: Fyrstu ár Lífspekifélagsins og dulræn fyrirbrigði

23. okt. kl 15.00

Ragnar Jóhannesson spjallar um kynni sín af Lífspekifélaginu


Kriya yoga kennsla helgina 18. - 20. mars


Swami Mangalananda Giri heldur kynningu á Kriya Yoga í Art of Yoga, Skipholti 35 Reykjavík. Kynningin verður föstutudaginn 18. mars kl. 20.

Þeir sem hafa áhuga á að læra meira um kriya Yoga geta fengið innvígslu og kennslu í Kriya Yoga tækninni hjá Swami Mangalananda Giri.


Er lífið á verkefnalistanum? - Fyrirlestur 2. október, kl. 9:15

 

Næstkomandi laugardag 2. október 2021 mun Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn ,,Er lífið á verkefnalistanum?" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.

 

,,Í okkar annasama lífi er engu líkara en við höfum gleymt því hvað það er sem skiptir í raun máli. Við nefnum það ef til vill af og til, svona í framhjáhlaupi: „Auðvitað skiptir öllu máli að vera á lífi, hafa góða heilsu og njóta samvista við fjölskyldu og vini.” En svo taka annirnar yfir og við gleymum okkur í erli daganna, tíminn líður og við tökum æ sjaldnar eftir lífinu okkar. Hvernig við öndum og erum til, hvernig hjartað slær allan sólarhringinn. Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera.

Hversu lengi getum við búist við að njóta samvista fjölskyldu og vina? Hversu lengi komum við til með að njóta góðrar heilsu? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli? Það er auðvitað ekkert sem við vitum ekki nú þegar en samt virðist það vera svo fjarri okkur í dagsins önn. Rótleysi, ótti og kvíði eru eðlilegir fylgifiskar okkar nútíma lifnaðarhátta þar sem hraði og ráðaleysi virðist oft og tíðum ráða ríkjum.

Lífið á ekki heima á verkefnalistanum því það er ekki eitthvað sem við gerum heldur eitthvað sem við erum.

Er lífið þitt á verkefnalistanum þínum?"


Hugleiðsla/hugleiðing í húsi Lífspekifélagsins

Í húsi Lífspekifélagsins verður boðið upp á leiðbeiningu í hugleiðingu (stýrð hugleiðing) á fimmtudagskvöldum í september. Byrjað verður 2. sept. kl. 18:30. Allir velkomnir, frítt og grímuskylda.

Stefnumót við lífið - Zen-hugleiðslunámskeið

Stefnumót við lífið
 
Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum.
Markmið námskeiðsins er m.a.:
Að kenna öndun og vakandi athygli í zazen, sitjandi hugleiðslu.
Að vinna með líkamann og auka líkamsvitund
Að útbúa stað heima hjá sér sem er ætlaður hugleiðslu.
Að byggja upp hugleiðslurútínu í daglegu lífi
Að læra hefðbundin iðkunarform í setusal Zen Búddista og iðka zazen með öðrum
Námskeiðið kostar 15.000,- kr. og verður kennt á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00. Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, darmaræðum og mörgu fleiru.
Hvenær: 28. janúar -18. febrúar.
Allir eru hjartanlega velkomnir í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli.
​
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á zen@zen.is og greiða 15.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins:
Kennitala: 491199-2539
Reikningsnúmer: 111-26-491199

Sannleikurinn

Sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag.

 

Halldór Laxness


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband