Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Lífspekifélagið 12. og 13. nóvember - Gunnar Kvaran kynnir nýútkomna bók og hugleiðing/hugleiðsla og spjall á laugardeginum

 

Föstudagurinn, 12. nóvember

Gunnar Kvaran kynnir nýútkomna bók sína sem ber heitið Tjáning og inniheldur hugleiðingar um lífið og tilveruna.

 

Laugardagdagurinn, 13. nóvember

Hugleiðing/hugleiðsla og umræður á eftir

 

www.lifspekifelagid.is 


Dagskrá Lífspekifélagsins um næstu helgi - Birgir Bjarnason og Tolli verða með erindi

 

 

Föstudag 5. nóv. kl 20.00

Tolli heldur erindi: Hvað hefur Buddhisminn gefið mér? Fjallar um lífið og tilveruna í ljósi buddhismans.

 

Laugardagur 6.nóv kl 15.00

Birgir Bjarnason: Hugleiðing og síðan samræða um andleg mál.

 

 

http://lifspekifelagid.is/


Sama hvernig við hugsum um það, fortíðin er nú þegar farin ...

 

Sama hvernig við hugsum um það, fortíðin er nú þegar farin, það sem við köllum „eftir“ er ekki komið enn og við vitum ekki einu sinni hvar nútíðin er af því hún er sífellt að breytast. Allt er í ástandi flæðis. Laufin sem falla eru svona. Allt er að breytast. Að vissu leyti er það fullkomið frelsi. Sagt er að það séu 6,5 milljarðar augnablika í einum sólarhring. Og að í einni sekúndu séu sjö þúsund augnablik. Á meðan við sitjum hérna eru þau stanslaust að koma og stanslaust að fara, alveg eins og þegar ég slæ prikinu mínu í gólfið: bamm-bamm-bamm-bamm. Er það ekki dásamlegt? Þetta er fullkomið frelsi.

-Jakusho Kwong-roshi


Dagskrá Lífspekifélagsins 29. og 30. október


Föstudaginn 29. október, kl. 20.00 heldur Anna S Bjarnadóttir erindi: Heilari í hverri fjölskyldu og heimur án sársauka og þjáningar.

Laugardaginn 30. október, kl. 15.00 fjallar Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur og rithöfundur um dáleiðslu.


Dagskrá Lífspekifélagsins um helgina



22. okt.kl 20.00

Jón E. Benediktsson heldur erindi: Fyrstu ár Lífspekifélagsins og dulræn fyrirbrigði

23. okt. kl 15.00

Ragnar Jóhannesson spjallar um kynni sín af Lífspekifélaginu


Kriya yoga kennsla helgina 18. - 20. mars


Swami Mangalananda Giri heldur kynningu á Kriya Yoga í Art of Yoga, Skipholti 35 Reykjavík. Kynningin verður föstutudaginn 18. mars kl. 20.

Þeir sem hafa áhuga á að læra meira um kriya Yoga geta fengið innvígslu og kennslu í Kriya Yoga tækninni hjá Swami Mangalananda Giri.


Er lífið á verkefnalistanum? - Fyrirlestur 2. október, kl. 9:15

 

Næstkomandi laugardag 2. október 2021 mun Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn ,,Er lífið á verkefnalistanum?" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.

 

,,Í okkar annasama lífi er engu líkara en við höfum gleymt því hvað það er sem skiptir í raun máli. Við nefnum það ef til vill af og til, svona í framhjáhlaupi: „Auðvitað skiptir öllu máli að vera á lífi, hafa góða heilsu og njóta samvista við fjölskyldu og vini.” En svo taka annirnar yfir og við gleymum okkur í erli daganna, tíminn líður og við tökum æ sjaldnar eftir lífinu okkar. Hvernig við öndum og erum til, hvernig hjartað slær allan sólarhringinn. Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera.

Hversu lengi getum við búist við að njóta samvista fjölskyldu og vina? Hversu lengi komum við til með að njóta góðrar heilsu? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli? Það er auðvitað ekkert sem við vitum ekki nú þegar en samt virðist það vera svo fjarri okkur í dagsins önn. Rótleysi, ótti og kvíði eru eðlilegir fylgifiskar okkar nútíma lifnaðarhátta þar sem hraði og ráðaleysi virðist oft og tíðum ráða ríkjum.

Lífið á ekki heima á verkefnalistanum því það er ekki eitthvað sem við gerum heldur eitthvað sem við erum.

Er lífið þitt á verkefnalistanum þínum?"


Hugleiðsla/hugleiðing í húsi Lífspekifélagsins

Í húsi Lífspekifélagsins verður boðið upp á leiðbeiningu í hugleiðingu (stýrð hugleiðing) á fimmtudagskvöldum í september. Byrjað verður 2. sept. kl. 18:30. Allir velkomnir, frítt og grímuskylda.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 96684

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband