Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Lífspekifélagið um helgina - Shamanismi, súfismi og Rumi

Á föstudag kl. 20 verður erindi í húsi félagsins. Elva Ýr Gylfadóttir heldur erindið. Heimsmynd shamanismans Í erindinu verður fjallað um þá heimsmynd shamanismans að í vöku og í draumum sköpum við heiminn með draumum og ímyndunum okkar. Þessi heimsmynd verður m.a. borin saman við heimsmynd búddismans, en Búdda sagði: "Við erum það sem við hugsum. Allt verður til úr hugsunum okkar. Með huganum sköpum við heiminn." Þá sjáum við ýmsar birtingarmyndir úr hugmyndaheimi shamanismans t.d. í talnaspeki og spádómum auk þess sem shamanir líta til þess að orð og tákn hafi sérstakan mátt. Í lok erindisins verður síðan fjallað um siðfræðina og viðhorf nýrri trúarbragða til shamanismans. Minnum á að það er grímuskylda. 

 

Á laugardag kl. 15 er fundur. Kristinn Árnason fjallar um Rumi og sitthvað um súfisma. Dregur etv. inn í erindið súfísk áhrif í verkum annarra ljóðskálda, t.a.m. hjá Pessoa, hinum portúgalska. Kristinn er m.a. þýðandi bókarinnar: Ljóðasafn Rumi - Söngur reyrsins sem kom út sl. haust.


Blaðvarp - Haraldur Erlendsson hjá Sölva


Lífspekifélagið um helgina - Lærdómur lífsins eftir sjö ára tímabilum og kiirtan

Lærdómur lífsins eftir sjö ára tímabilum. Á föstudag kl. 20 mun Melkorka Freysteinsdóttir fara í gegnum kenningu um sjö ára tímabilin á mannsævinni út frá mannspekilegu sjónarhorni. En við erum að læra heilmikið á hverju tímabili.

Á laugardag kl. 15 verður Þórgunna Þórarinsdóttir með Kiirtan og hugleiðslustund.


Lífspekifélagið í dag, 27. febrúar

 

 

Leiðbeining í hugleiðingu kl. 15:00 og spjall á eftir úr fræðum Sigvalda Hjálmarssonar.


Stefnumót við lífið FYRIRLESTUR NÆSTA LAUGARDAG ​27. FEBRÚAR KL. 9:15

Stefnumót við lífið FYRIRLESTUR NÆSTA LAUGARDAG ​27. FEBRÚAR KL. 9:15

Næstkomandi laugardag 27. febrúar 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Stefnumót við lífið" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.

"Ert þú tilbúin/n til að sjá skýrt það sem er hér og nú og býrðu yfir mildi og hugrekki til að líta ekki undan? Að setjast í zazen hugleiðslu er stefnumót við lífið, þitt eigið líf hér og nú. Með öllu því sem fylgir, ekkert undanskilið, bara þú og lífið."

-Ástvaldur Zenki

​Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar.


Lífspekifélagið um helgina - Leiðbeining í hugleiðingu/hugleiðslu og talað um líkindamál kristindómsins

 

Ekkert erindi verður á föstudeginum.

Laugardag kl. 15 er leiðbeining í hugleiðingu/hugleiðslu. Um kl. 15:30 talar Birgir Bjarnason um  líkindamál kristindómsins.


Tímaritið Gangleri

 

Tímaritið Gangleri kemur út einu sinni á ári og er 196 bls. í hvert sinn.

Það hefur komið út samfellt frá árinu 1926.

Netfang: timaritidgangleri(hjá)gmail.com


Efnisskrá Ganglera frá upphafi  finnast á: hér

Sími Ganglera er 896-2070

Það er hlutverk Ganglera að beina athygli manna að nauðsyn þess að taka manninn sem lifandi veru, andlega veru, til jafn samviskusamlegrar rannsóknar og beitt hefur verið við heim efnisins. Því aðeins að það fáist dýpri skilningur á eðli mannsins er þess að vænta að það finnist betri lausn á vandamálum hans.

.

Efnisyfirlit Ganglera 2020

Af sjónarhóli
Jón E. Benediktsson


Með Herdísi í duftinu til Indlands
Tinna Gunnlaugsdóttir


Guð einn veit
Jay Kinney


Símon Stylites
Sigurveig Guðmundsdóttir


Innra líf Krishnamurtis
David Edmund Moody


Sjálfsþekking
Sigurlaugur Þorkelsson


Oneida eldserimónían
Russel Foureagles


Jóga og framtíðarvísindi vitundarinnar
Ravi Ravindra


Heilun í Kabbala
Albert Amao, PH. D


Æviskeiðin
Carl Gustav Jung


Pílagrímslíf
Lama Anarika Govinda


Sjálfsrækt
Guðjón B. Baldvinsson


Jung og; Vatnsberaöldin
Liz Green


Glampi af Gnosis
Ray Grasse


Líf og dauði
N. Sri Ram


Æðri hugleiðing
Sigvaldi Hjálmarsson

Afhjúpun Ísisar
David Reigle


Til hvers eigum við að biðja?
Jeff Cosby


Við arininn


Lífspekifélagið um helgina - Leiðbeining í hugleiðingu/hugleiðslu

 

Spjall og leiðbeining í hugleiðingu/hugleiðslu laugardaginn 30. janúar, kl. 15:00. Grímuskylda og 20 manna takmörkun.

Enginn fundur á föstudag.

 

http://lifspekifelagid.is/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband