Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Í morgun settist lítill fugl í gluggakistuna mína ...

 

Í morgun settist lítill fugl í gluggakistuna mína og söng undurfagra söngva sína. Ég veit ekki hvers vegna, en þannig er náttúran. Fuglinn var agnarsmár, en söng af ótrúlegri snilld. Aftur og aftur söng hann sönginn sinn af öllu hjarta en flaug að lokum í burtu. Hvernig er þetta gert? Með öðrum orðum hvernig getur maður sýnt hjarta sitt? Hvernig er hægt að vera hér og nú af öllu hjarta, hvar sem er, hvenær sem er og hver sem maður er? Hvernig er því skilað til annarra?

 

Jakusho Kwong-roshi - No Beginning, No End


Fyrirlestur um karma í Lífspekifélaginu á föstudaginn

 

 

Gylfi Aðalsteinsson með erindi um Karma. Vestrænir búddistar virðast almennt leggja minni áherslu á karma í sinni fræðslu en gert er í austurlöndum, líklega vegna framandleika hugmyndarinnar. Með dýpri skoðun sést þó að karma er grunnur sem Búddískir iðkendur þurfa að skilja til að rækta með sér þau viðhorf sem iðkunin krefst til að verða árangursrík.

There's No Such Thing as Enlightened Retirement

Viðtal við Jack Kornfield: https://www.beliefnet.com/faiths/buddhism/2000/06/theres-no-such-thing-as-enlightened-retirement.aspx

 

What are your biggest sticking points when it comes to meshing spiritual practice with the rest of your life? Oh, I've got so many! [laughing] Buddhism talks about the possibility of transforming greed, hatred, and delusion. But sometimes need turns into greed. When I get angry or unmindful, it really helps having a teenage daughter around to say, "Dad, aren't you supposed to be a meditation teacher?" She is my teacher.

   There's a wonderful story from Pir Vilayat Khan, the 84-year-old head of the Sufi Order in the West, where he says, "Of so many great teachers I've met in India and Asia, if you were to bring them to America, get them a house, two cars, a spouse, three kids, a job, insurance, and taxes...they would all have a hard time." It's not that life is supposed to be all pleasure and no pain. It's difficult, and with understanding, it's very easy.


Not a dead one

 

An Emperor asked the old Zen master, “What happens to an enlightened man after death?”
The master replied, “I would not know.”
“But you are a Zen Master!” exclaimed the shocked Emperor.
“Not a dead one!” quipped the old man.


Lífspekifélagið á laugardaginn


Á laugardag kl. 15 verður leiðbeining
í hugleiðingu / hugleiðslu og spjall á
eftir úr fræðum Sigvalda Hjálmarssonar.
Grímuskylda.
Enginn fundur á föstudag.

Lífspekifélagið um helgina - Shamanismi, súfismi og Rumi

Á föstudag kl. 20 verður erindi í húsi félagsins. Elva Ýr Gylfadóttir heldur erindið. Heimsmynd shamanismans Í erindinu verður fjallað um þá heimsmynd shamanismans að í vöku og í draumum sköpum við heiminn með draumum og ímyndunum okkar. Þessi heimsmynd verður m.a. borin saman við heimsmynd búddismans, en Búdda sagði: "Við erum það sem við hugsum. Allt verður til úr hugsunum okkar. Með huganum sköpum við heiminn." Þá sjáum við ýmsar birtingarmyndir úr hugmyndaheimi shamanismans t.d. í talnaspeki og spádómum auk þess sem shamanir líta til þess að orð og tákn hafi sérstakan mátt. Í lok erindisins verður síðan fjallað um siðfræðina og viðhorf nýrri trúarbragða til shamanismans. Minnum á að það er grímuskylda. 

 

Á laugardag kl. 15 er fundur. Kristinn Árnason fjallar um Rumi og sitthvað um súfisma. Dregur etv. inn í erindið súfísk áhrif í verkum annarra ljóðskálda, t.a.m. hjá Pessoa, hinum portúgalska. Kristinn er m.a. þýðandi bókarinnar: Ljóðasafn Rumi - Söngur reyrsins sem kom út sl. haust.


Blaðvarp - Haraldur Erlendsson hjá Sölva


Lífspekifélagið um helgina - Lærdómur lífsins eftir sjö ára tímabilum og kiirtan

Lærdómur lífsins eftir sjö ára tímabilum. Á föstudag kl. 20 mun Melkorka Freysteinsdóttir fara í gegnum kenningu um sjö ára tímabilin á mannsævinni út frá mannspekilegu sjónarhorni. En við erum að læra heilmikið á hverju tímabili.

Á laugardag kl. 15 verður Þórgunna Þórarinsdóttir með Kiirtan og hugleiðslustund.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband