Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Námskeið í innhverfri íhugun


Næsta námskeið í innhverfri íhugun hefjast á föstudaginn 26. janúar kl.19:30
Kennsla fer fram í Þórunnartúni 2.
Skráining er á www.ihugun.is

Lífspekifélagið á laugardaginn - Stjörnuspeki. Hvert stefnir heimurinn? Gunnlaugur Guðmundsson flytur erindi kl. 15 þann 27. janúar

 

Hinn landsþekkti stjörnuspekingur Gunnlaugur Guðmundsson heldur erindi um stöðuna í dag og hvert við stefnum.


Dagskrá Lífspekifélagsins - Hvað varð um sálina? Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði flytur erindi föstudaginn 26. janúar kl. 20:00

 

Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði, flytur erindi hjá Lífspekifélaginu um breytingar á hugtakanotkun og hugsun um andlegt líf.


Zen-hugleiðslunámskeið 18. janúar - 10. febrúar 2024

 


Dagskrá Lífspekifélagsins 1. og 2. desember

Föstudagur 1. des. kl. 20:00 

 

Tíminn á milli tíma - Aðventan og hinir 13 heilögu dagar og næstu

Erindi byggt á bók sem Úa Von (Sigrún Gunnarsdóttir) skapaði og hefur unnið með síðustu 10 árin og er stöðugt í þróun. Bókin er að mestu leyti byggð á persónulegri forvitni, tilraunum með efnið, rannsókn á fornum siðum og sögu, vedískri stjörnuspeki og antrópósófíu Rudolf Steiners. Hún er í senn fróðleiksrit, tilraun, dagbók og draumadagbók; verkfæri til að vekja spurningar, forvitni og meðvitund. Á þessum tíma árs verður til möguleikinn á innra ferðalagi og vakandi meðvitund. Eins konar lok eins kafla og fræ byrjar að mótast fyrir nýjum kafla, nýjum ásetningi. Þáttaskil eiga sér stað. Möguleikarýmið verður frjótt til þess að rækta upp á nýtt.
Hægt verður að kaupa draumadagbókina sem styður við efnið á 4.900 kr.
Bókin er handgerð og er hver bókakápa einstök, árituð og í 1/1 upplagi.
 
Laugardagur 2. desember kl. 15:30 
 
Séra Gunnlaugur Garðarsson - Íhugunarstund um aðventu, jól og tímann.

Lífspekifélagið í kvöld kl. 19 - Ævintýrin og hvernig þau tala til sálarinnar

 

Annar fundur ævintýrahópsins verður fimmtudaginn 16/11 2023 kl. 19. Leiðbeinendur eru Helgi G. Garðarsson, Kristján Sveinsson og María Anna Garðarsdóttir.


Dagskrá Lífspekifélagsins 10. og 11. nóvember - Gervivitund og hugleiðslutónleikar

< Föstudagur 10. nóvember, kl. 20 Gervivitund? Hugleiðingar um sköpun, atbeina og huga á tímum gervigreindar. Hvað er að gerast í skapandi gervigreind?

ÐEru tölvur farnar að semja ljóð, tónlist og myndlist? Eða eru þetta sálarlausar eftirlíkingar byggðar af statistík sem aldrei væri hægt að kalla list? Þetta eru eðlilegar spurningar sem margir spyrja sig í dag. Gallinn er að við erum ekki með á hreinu hvað mörg þessara orða merkja og ennfremur að merking þeirra er að breytast með þessari nýju tækni. Hvað er sköpun? Hvað er greind? Hvað er sál? Og hvað er list? ÞAð lokum verða skoðaðar spurningar um huga, líf og vitund í sambandi við sköpun í spunagreind. Þórhallur Magnússon er rannsóknarprófessor vil Listaháskóla Íslands og prófessor í framtíðartónlist við University of Sussex í Bretlandi. Hann stýrir verkefninu Intelligent Instruments sem er styrkt af Evrópska rannsóknarráðinu og hýst við LHÍ. Þórhallur er með bakgrunn í tónlist, heimspeki og tölvuvísindum. Nýlega gaf Bloomsbury Academic út bók hans   Writing: Technologies of Material, Symbolic and Signal Inscriptions

 

11. nóvember. Hugleiðslutónleikar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - &#2384;

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 95283

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband