Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Þetta er hið sanna takmark karma-yoga

 

Spámenn heimsins er hægt að greina í tvo flokka, en Búddha telst til hvorugs þeirra. Spámenn annars flokksins segjast vera guðir, stignir niður á jörðina, en hinir segjast vera sendiboðar guðs. Báðir eru knúðir fram af öflum utan að og vænta launa þaðan, hversu fagurt sem þeir mæla.

En Búddha er eini spámaðurinn, sem sagði: „Ég hirði ekki um að þekkja hinar og þessar hugmyndir ykkar um guð. Hvert gagn er að því að þrefa um þessar hégómlegu kenningar um sálina? Breyttu vel, og vertu góður. Og fyrir þetta öðlastu allan sannleika.“

Hann var gersamlega laus við ytri hvatir, og hver starfaði meira en hann? Sýndu mér einn einasta mann sögunnar, sem var svo hátt yfir allt hafinn. Gervallt mannkynið hefir aðeins alið einn slíkan, slíka afburða-heimspeki, slíka samúð, slíkan undra-heimspeking, sem kenndi æðstu heimspeki og var jafnframt gæddur samúð með lítilfjörlegustu dýrum og krafðist aldrei neins.

Hann er alfullkominn karma-yogi, sem vinnur gersamlega án persónulegra hvata, og mannkynssagan sýnir, að hann hefir verið mesti maðurinn, sem nokkru sinni hefir fæðst, hin öflugasta sameining heila og hjarta, sem nokkurn tíma hefir til verið, hafinn yfir allan samanburð, voldugasta andans afl, sem nokkurn tíma hefir opinberast.

Hann var fyrsti mikli umbótamaðurinn, sem heimurinn hafði séð. Hann þorði fyrstur að segja: „Trúðu ekki neinu fyrir það, að það stendur í einhverjum gömlum ritum. Trúðu ekki af því, að það er þjóðtrú þín, ekki af því, að þú hefir verið látinn trúa því frá barnæsku, en finndu sannleikann með hugsun þinni, og þegar þú hefir gert þér grein fyrir honum, skaltu trúa honum, ef þér virðist hann vera hverjum og einum til blessunar, lifa fyrir hann og hjálpa öðrum til að öðlast hann.“

Sá starfar bezt, sem starfar án eigingjarnra hvata, sem þráir hvorki peninga né neitt annað, og þegar maðurinn er fær um þetta, verður hann einnig Búddha, og frá honum streymir máttur til þess að starfa svo, að það breyti heiminum. Þetta er hið sanna takmark karma-yoga.

 

Starfsrækt - Vivekananda

 

https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/1879/Svami-Vivekananda-Starfsraekt.pdf?sequence=1 


Lífspekifélagið um helgina - Ahimsa fyrir 21. öldina og núvitund í skólastarfi

 

Föstudagur 22. nóv. kl 20:00

Jón Pétur Þorsteinsson: Ahimsa fyrir 21. öldina.
Hugmyndir um það hvernig forna hugmyndafræðin Ahimsa gæti hjálpað okkur að ná áttum á tímum neysluhyggju, verksmiðjubúskapar og hamfarahlýnunar



Laugardagur 23. nóv. kl 15:00

Leifur H. Leifsson og Íris Arnardóttir leiða hugleiðingu og fjallar um Núvitund í skólastarfi.


Lífspekifélagið - Bahá´í-trú og fræðslubálkur Sigvalda

 

Föstudagur 15. nóv. kl. 20:00
Dr. Margrét Gísladóttir:
Uppruni, staða og boðskapur bahá´í trúar.


Laugardagur 16. nóv. kl. 15:00.
Birgir Bjarnason: Hugleiðing og síðan umfjöllun um
fræðslubálk Sigvalda Hjálmarssonar.


Lífspekifélagið um helgina - Hilma af Klint og framtíð félagsins

 

Föstudagur 8. nóv. kl. 20:00 Haraldur Erlendsson: Hilma af Klint myndlistarkona, musterið, Steiner og guðspekin.

 

Laugardagur 9. nóv. kl. 15:30 Umræður: Nýir tímar — ný sýn á framtíð félagsins. Lífspekifélagið sem lífskoðunarfélag og hvað svo?

 


Lífspekifélagið - Martínus - Hvað er lífið?

 

Föstudagur 1. nóv. kl. 20:00

Tryggvi Guðmundsson: Hvað er lífið?
Um innsta eðli hins eilífa lífs, eilífa þróun lífsins eða vitundar, og samskifti anda og efnis. Fyrirlesturinn byggir á heimsmynd Martínusar, sem kom fram við full þróaðan innsæishæfileika hans, eða alheimsvitund, sem gerði honum mögulegt að sjá inn í eilífðina og þar birtist tilveran honum í allri sinni kosmisku samsetn eílífu lögmálum. Martinus sýnir hvernig vitund okkar, sál og siðferði þróast gegnum endurfæðingu og örlagalögmál eftir rökréttum náttúrulögmálum, sem valda því að öll lífsreynsla – þægileg sem óþægileg – verður af hinu góða fyrir hvern og einn þegar til lengri tíma er litið. Heimsmyndin eilífa myndar heildræn alheimsfræði eða andleg vísindi, sem gefa tilefni til bjartsýni og stuðla að umburðarlyndi og kærleika.

 

Laugardagur 2. nóv. kl 20:00

Tryggvi Guðmundsson: Hugleiðing um bænina og samræður á eftir.


Þegar allt kemur til alls er hugurinn að blekkja þig

 

Þegar allt kemur til alls er hugurinn að blekkja þig þegar hann bútar lífið niður í fortíð, nútíð og framtíð. Fortíð og framtíð eru hug-myndir. Það er engin leið að minnast hins liðna í öðrum tíma en Núinu. Og þess sem við minnumst átti sér líka stað í Núinu. Þegar við svo rifjum það upp gerist það í Núinu. Og þegar framtíðin rennur upp er það hvergi nema í Núinu. Þannig að það eina af þessu sem ekki er hug-mynd, það eina sem á sér stoð í veruleikanum, það eina sem nokkurn tíma er, er Núið.

 

Eckhart Tolle - Kyrrðin talar 


Lífspekifélagið um helgina - Njáluvellir með augum Marðar í Hofi

 

Föstudagur 25. okt. kl. 20:00 Friðrik Erlingsson: Njáluvellir með augum Marðar í Hofi.

 

Laugardagur 26. okt. kl. 15.00. Friðrik Erlingsson: Njáluvellir... umræður frá deginum áður. 


Kynningarfundur hjá Lífspekifélaginu föstudaginn 14. okt.

 

Föstudagur 11. okt. kl. 20. Kynningarfundur. Fjallað um eðli og starf félagins. Ætlað þeim sem ekki þekkja félagið.

 

Laugardagur 12. okt. kl. 15. Hugleiðing og umræður um andleg mál. Umsjá Jón Ellert og Birgir.

 

http://lifspekifelagid.is/

 


James Peebles fær Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir víðtækar kenningar sínar um eðli alheimsins.

 

Kanadíski eðlisfræðingurinn James Peebles, sem er 84 ára heiðursdoktor við Princeton-háskóla, hefur aukið skilningi eðlisfræðinga á sögu alheimsins allt frá Miklahvelli fyrir 14 milljörðum ára til okkar tíma. Rannsóknir hans veita innsýn í eðli alheimsins og hvernig 95 prósent alls efnis alheims eru dularfull hulduefni og hulduorka, það er orka hulin okkur mönnum, sem talið er að tómarúmið geymi og valdi hröðun í útþenslu alheimsins.

 

https://www.frettabladid.is/frettir/nobelsverdlaun-fyrir-ad-uppgotva-fjarreikistjornu-og-kenningar-um-edli-alheimsins/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 96724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband