Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er taó í kúamykju?

 

Fyrst taó er hvað sem er, er þá taó þá t.d. í kúamykju?

Já, taó er í kúamykju.

Er taó í þjófum og glæpamönnum?

Já, taó er í þjófum og glæpamönnum.

Hvernig birtist taó í skítnum?

Taó gerir skítinn ómissandi hlekk í lífskeðjunni, hluta af samræmdri heildarmynd.

Hvernig birtist taó í þjófum og glæpamönnum?

Taó vinnur sífellt í hverri lífveru henni til heilla. Taó vinnur hægt en lætur um síðir hið illa eyða sjálfu sér. Taó vinnur hægt en breytir smám saman illum verkum í þjáningu og þjáningunni í skilning. Taó vinnur hægt en vekur um síðir hina sönnu iðrun sem leiðir til andlegrar endurfæðingar. Taó kemur öllu að lokum á rétta braut.

 

Gunnar Dal. 1998. Litla bókin um Tao. Litla bókin um zen


Muddy water

 

Muddy water is best cleared by leaving it alone.

Alan Watts




Lífspekifélagið um helgina - Hamingja og mótlæti og Bókin um veginn

 


11. mars föstudagur kl 20:00 
Elfa Ýr Gylfadóttir: Bókin um veginn.
Rýnt verður í heimspeki og heimsmynd daóismans í Bókinni um 
veginn. Leitast verður við aÄ‘ skýra hugtakið flæði (Qi, Prana eða Flow) og hvernig það birtist í bókinni og í heimsmynd Kínverja. Jafnframt verður fjallað um hugmynd kínverja um yin og yang og þá heimsmynd að það þurfi að vera samræmi allra hluta. Hugmyndin um flæði og samræmi á sér síðan ólíkar birtingarmyndir t.d. í kínverskum lækningum, bardagalistum og heimspeki. Jafnframt verður leitast við að skoða hvað er 
sameiginlegt og hvað er ólíkt með daóismanum og indverskum/ búddískum hugmyndum um dharma.


12. mars laugardagur kl 15:30 
Hugleiðing og síðan
Anna Valdimarsdóttir: Hamingja og mótlæti.


Það liggja margar leiðir upp fjallið ...

 

Á meðan við erum að gera upp hug okkar og velja okkar leið munum við ævinlega rekast á folk sem reynir að fá okkur til fylgis við sína trú, til að mynda bókstafstrúaða búddista, kristna menn og súfa. Trúboðar allra trúarbragða standa fast á því að þeir hafi fundið hina einu sönnu leið til Guðs, til að vakna, til kærleikans. Það er mjög mikilvægt að skilja að margar leiðir liggja upp fjallið – og að engin ein leið er réttari en önnur.

Það liggja margar leiðir upp fjallið og hver og einn verður að velja þá iðkun sem hann finnur í hjarta sér að er sönn. Það er enginn nauðsyn fyrir ykkur að leggja mat á þær leiðir sem aðrir velja sér. Munið að sérhver iðkunarleið er aðeins aðferð til að þroska með ykkur gát, góðvilja og samkennd. Það er allt og sumt.   

 

Jack Kornfield – Um hjartað liggur leið

 


Pétur Pétursson prófessor verður með fyrirlestur í Lífspekifélaginu í kvöld

 

Fyrirlestur í Lífspekifélaginu

Ingófsstræti 22. föstudaginn 4. mars  kl. 20:00.

 

Um Guðspekifélagið og trúarlíf Íslendinga.

Pétur Pétursson, prófessor, fjallar í fyrirlestri sínum um upptök guðspekihreyfingarinnar á Íslandi og helstu leiðtoga hennar. Sýnt verður fram á að Guðspekin hafi  komið eins og gróðararskúr inn í trúarlegt tómarúm aldamótaáranna þegar heðfbundin kirkjutrú var á hröðu undanhaldi og efahyggja og efnishyggja riðu við einteyming í andlegu lífi þjóðarinnar og fáir ef nokkrir tóku lengur mark á kenningum kristninnar um mannseðlið, sköpun, þróun, þroska og lífsgildi. Rakin verða tengsl guðspekinnar við aðrar stefnur og strauma svo sem spíritisma, sálarrannsóknir, nýjalisma, yoga, þjóðernishyggju og sósíalisma.


Lífspekifélagið um helgina

 

4. mars föstudagur kl. 20:00 heldur Pétur Pétursson erindi: Um Guðspekifélagið og trúarlíf íslendinga. 

5. mars laugardagur kl 15:30 
Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson leiðir hugleiðingu 
og spjallar á eftir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 96755

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband