Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Lífspekifélagið föstudag og laugardag

 

6. nóv. Guðjón Árnason: Ævi og starf Edgar Cayce
E. Cayce (1877-1945) var amerískur
dulspekingur og transmiðill.

 


7. nóv.Guðjón Árnason leiðir hugleiðingu.
Umræðuefni auglýst síðar.

 

http://lifspekifelagid.is/ 


McMindfulness is taking over ...

 

McMindfulness is taking over ...

 

http://www.theguardian.com/commentisfree/2015/oct/20/mindfulness-mental-health-potential-benefits-uk 


Lífspekifélagið um helgina

 

Föstudagur 30. okt. kl. 20:00 heldur Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir og lektor við Háskólann í Reykjavík erindi: 
Andlegt líf og lífspeki mótmælandans.

 

31. okt. Sýnt myndband: Innri veruleiki 
— ytri veruleiki, handan hugsunar. 
Hamingja, kröfur, endir þjáningar. Er á ensku.

 


Lífspekifélagið um helgina og nýr Mundilfari

 

16. okt. kl. 20

Haraldur Erlendsson: Sigurður Fáfnisbani. Fjallað verður um svipaðar sagnir í Egyptalandi og Grikklandi og hvernig þessi saga verður grunn-saga um þroska mannsins í Þýskalandi og þar með varð Ísland tákn um hið guðlega hjá Þjóðverjum. Sýnt er fram á hvernig Norskar konungaættir fluttur frá Noregi og enduðu í Búrgúndí í Frakklandi og hvernig mælingar frá fjöllum og ám voru notaðar til að velja staði fyrir ættirnar

 

Hugleiðsla/hugleiðing er í húsi Lífspekifélagsins kl. 15:30 á laugardögum. 

 

17. okt. kl. 16

Halldór Haraldsson: Rabbað verður um J. Krishnamurti og viðhorf hans.

 

 

 

Hér má nálgast Mundifara: http://www.lifspekifelagid.is/MUNDILFARI%20okt15.pdf 


Starf Lífspekifélagsins fer í gang um helgina

 

9. október, kl. 20. Bjarni Sveinbjörnsson: Um fyrirgefningu.

 

10. október. Hugleiðing kl. 15:30 og kl. 16:00 leiðir Bjarni Sveinbjörnsson hugleiðingu og ræðir andleg mál.

 

http://lifspekifelagid.is/


OM gegn enn­is- og kinn­holu­sýk­ing­um

 

„Hið forna hljóð OM, upp­hafs­hljóð allra hljóða og æðsta mantra jóg­anna er sann­ar­lega mögnuð. Hún róar hug­ann og fær­ir okk­ur inn í núið en hef­ur líka aðrar mjög áhuga­verðar hliðar sem vís­inda­menn við Karólínska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi komust að fyr­ir nokkru. Þeir sem söngla OM reglu­lega halda nefni­lega enn­is- og kinn­hol­un­um hrein­um, segja vís­inda­menn­irn­ir. Gott að vita í miðri kvefpestatíð,“ seg­ir Guðrún Kristjáns­dótt­ir eig­andi Systra­sam­lags­ins í sín­um nýj­asta pistli:

Það er um­fram allt hljóðið eða víbr­arn­ir sem OM-ið/​ym­ur­inn gef­ur sem held­ur enn­is- og kinn­hol­um hrein­um. Vís­inda­menn­irn­ir Jon Lund­berg og Eddie Weitz­berg komust fyr­ir til­vilj­un að því að ymur (humm/​OM) opn­ar eða loftræs­ir enn­is- og kinn­hol­urn­ar. Þetta sáu þeir þegar þeir rann­sökuðu önd­un í tengsl­um við nítríð oxíð, sem einnig skilaði þeirri merku niður­stöðu að þeir sem söngla með þess­um hætti losa köfn­un­ar­efni við út­blást­ur fimmtán­falt meira sam­an­borið þá sem anda út án hljóða. Jafn­framt gáfu mæl­ing­ar á út­önd­un þeirra sem eru með heil­brigðar enn­is- og kinn­hol­ur skýr­ar vís­bend­ing­ar um meira súr­efni flæði á milli enn­is- og kinn­hola og nefs.


Sænsku vís­inda­menn­irn­ir skil­greindu OM-ið sem út­önd­un með hljóði og munn­inn lokaðann. Um leið gerðu þeir grein fyr­ir því að OM hef­ur ná­kvæm­lega sömu áhrif og það að humma og söngla. Því allt í senn OM, ymur, söngl og humm skapa kjör­skil­yrði fyr­ir flæði súr­efn­is fram og til baka um enn­is-, kinn­hol­ur og nef­göng. Þannig nær önd­un­in að opna agn­arsmá­ar hol­ur sem geyma mikið magn bif­hára. Þess­ar hol­ur tengja nefið við enn­is- og kinn­hol­urn­ar. Við það ná bif­hár­in að þorna sem minnk­ar lík­ur á sýk­ing­um.

Fyr­ir þá sem ekki vita eru enn­is- og kinn­hol­urn­ar sett­ar sam­an úr fjór­um pör­um af loft­göt­um sem liggja bakvið og í kring­um nef og augu. Þeirra hlut­verk er að sía loftið og halda sýkl­um í skefj­um og frá því að kom­ast niður í lungu. Til að koma í veg fyr­ir að vírus­arn­ir or­saki kvef bólgna enn­is- og kinn­hol­urn­ar upp en ef slím­húðin þorn­ar ekki byrja sýkl­arn­ir að fjölga sér. Það get­ur valdið þrálátri enn­is- og kinn­holu­sýk­ingu sem er líka þekkt sem skúta­bólga.

Árlega leit­ar ört vax­andi fjöldi Íslend­inga til lækna vegna enn­is- og kinn­holu­sýk­inga og niðurstaðan er gjarn­an ávís­un á sýkla­lyf. Sýkla­lyf hafa vissu­lega kosti, en líka marga galla sem tengj­ast í flest­um til­fell­um rösk­un á melt­inga­flóru. Þó eru marg­ir ís­lensk­ir of­næm­is­lækn­ar meðvitaðir um það og mæla frem­ur með notk­un Nefpotts, sem á líka ræt­ur í ind­versku jóga­fræðunum, en sýkla­lyfj­um. Það er spurn­ing að þeir fari að benda fólki á kosti OM-sins einnig?

Pró­fess­ors Lund­berg mæl­ir alltént með dag­legu OM-i, hummi, söngli eða ymi.

Um Om (Aum):

OM er æðsta og helg­asta mantra (hljóð) aust­rænn­ar speki. Deilt er um merk­ingu henn­ar í smá­atriðum, en til að flækja ekki mál­in er hún ein­fald­lega tákn alls sem var, er og verður. OM sam­an­stend­ur að þrem­ur at­kvæðum sem tákna jörðina, and­rúms­loftið og him­in­inn. Ind­versk­ir heim­spek­ing­ar trúa því að al­mættið hafi í upp­hafi skapað þetta hljóð og að al­heim­ur­inn hafi vaxið af því.

 

Sjá: http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2015/10/05/om_gegn_ennis_og_kinnholusykingum/ 


Umrót

 

Um þessar mundir og á næstu árum og áratugum eru miklar breytingar að eiga sér stað í lífi manna og annarra lífvera. Sumt af því hefur áður sést í mannkynssögunni. Harðstjórar drotna yfir hugsun og hegðun þjóða. Halda þjóð „sinni“ annars vegar í fjötrum stríðs, fordóma, firringar og sjálflægni eða á hinn bóginn fátæktar, hungurs og fávísi, nema hvort tvegga sé. Afleiðingin er ma. vaxandi hópur flóttamanna á barmi örvæntingar. Vígahópar valsa um með slíkri villimennsku að sú hugsun læðist að hvort slíkir eigi yfirleitt tilverurétt meðal manna.

Sameinuðu þjóðirnar sem áttu að stuðla að friði og skilningi meðal manna í heiminum virðast litlu geta breytt.

 Til að gera ástandið enn verra bætist við hlýnun jarðar með viðeigandi veðrabreytingum, ofsa og öfgum, einnig vegna hegðunar manna. Verða þessar breytingar til þess að meirihluti mannkyns muni sýna meiri skilning, betra umburðalyndi, dýpri mannkærleika, víðtækari hjálpsemi, minni sjálflægni eða mun hugsunin um ég og mitt verða meira ráðandi?

Þetta er sá prófsteinn sem bíður allra manna. Viljum við lagast? Getum við það? Eru menn á þroskabraut?

Lítill hluti fólks vill og gerir eitthvað til að bæta almennt ástand og líðan manna, aðeins fleiri vilja það en gera lítið, margir, sennilega um helmingur manna, leiða hugann lítt að því að gera heiminn betri hugsa fyrst og fremst um sig og sitt og tiltölulega fámennur hópur mannkyns gerir ýmislegt til að skaða líf annarra.

Allt á þetta rætur í huga manna. Með huga er hér átt við hugsun og tilfinningalífi manna. Hugurinn er helsta viðfangsefni okkar, lagist hann lagast flest í mann- og jarðlífi.

 En hugann er erfitt að eiga við, hugurinn lagar ekki sjálfan sig. Viðfangsefnið þarf að dýpka. Það er hægt að gera nokkuð sem leiðir til breytinga á huganum. Þær breytingar koma frá „dýpri“ lögum mannverunnar. Þær stafa frá vitundarlögum sem eru handan hugans.

Hugurinn er eiginlega hindrun í breytingum á honum sjálfum. Hann getur auðveldlega orðið betur að sér, aflað sér meiri þekkingar, maðurinn getur orðið gáfaðri en ekki er víst að skynsemin og vilji til betrumbóta gangi í takti. Við þurfum að flysja af huganum fyrirbæri eins og sjálflægni, eigingirni og skammsýni. Það gerum við með því að koma „auga“ á þetta í huganum. Við þurfum að komast upp á lag með að taka betur eftir því sem er að gerast í huganum, viðurkenna það og gefa því skilning og væntumþykju sem er handan hugans.

Skoðum td. skammsýni þegar hún kemur upp í huganum. Við fréttum af einhverju sem samræmist ekki daglegri upplifun okkar. Horfum á þau viðbrögð sem segja „þetta ástand er skelfilegt — en hvað get ég gert“ eða „þetta getur nú ekki verið, þetta eru aðeins blekkingar“. Skoðum hvað hindrar að víðari skilningur komist að. Vanabundin ferli í huganum loka fyrir aðra möguleika. Róum hugann og athugum hvað kemur í ljós. Þegar hægist á starfsemi hugans um stund birtist það sem er handan hans.

Birgir Bjarnason

 

Inngangsorð úr Mundilfara, fréttablaði Lífspekifélagsins, sem mun birtast hér innan tíðar. 

 

 


Swami Rama um Sri Vidya

Swami Rama explains that "the 'first thing that you should do is make full effort to convince yourself, to accept this: 'I am a shrine of the Lord.' First thing. It’s not enough to believe in God. You say, 'I believe in God because I believe in myself. I believe I am a Catholic, I am a Hindu, I am a Buddhist, I am this.' It’s not enough to lead happy life. It’s not enough to make you happy. You all have religions; you all have churches. So what? Still you are suffering. Sometimes I find you suffering more than those who do not have. Because you are not going ahead.

"What actually do you need? You need to go in systematically.... How your body is composed? How is it formed? From here you start going inside. If you have known yourself, you have known the universe. But if you are trying to know the universe, you are lost in bewilderment. You are lost. So you better learn to understand yourself first.

"That vidya which leads you systematically is called Sri Vidya—highest of all vidyas, as mother. And you are fully protected.... You are very close to mother. I’m talking about Divine Mother—the mother in you, the shakti in you, the power in you. Scientists proved that matter is nothing but energy. Matter can be converted into energy, and energy into matter. It’s all energy. But that’s all; nothing beyond that.

"Yoga science has gone to deeper levels explaining that you have shakti within you. And without that shakti, it is not possible for you to survive, it’s not possible for you to act and to function. Any part of yourself—even your brain, your mind, your intellectualization, your convictions, your actions—are not possible without shakti.

"This systematic path, loving path, most glorious, majestic path, is introduced by the teacher when you have enough time. Suppose you say, 'I don’t have time. Swamiji, can you tell me something about Sri Vidya which you do in two minutes time, before I go to my office?' He will laugh at you and say, 'I love you. Okay. Later on when you have time.' So this vidya—there’s a book called Saundarya Lahari—a wave of beauty, a wave of bliss, a wave of wisdom.

"So this mother worship is not the worship of a female deity; it is not.... It’s a systematic leading to the Source of highest consciousness within you, where you find unification with the Brahman, the Absolute One.... 

"There is one thing very wonderful, and that is you don’t have to be in the temple. You can. A student of Sri Vidya can go to synagogue, temple, church, Shiva temple, Krishna temple, any temple—it doesn’t matter. For him or her, everything is one and the same. It’s not the worship of the woman, mother, it’s not worship of man, father; it’s the worship of Brahman; not even worship of neuter gender. The absolute Truth which is changeless, which is not subject to change, death and decay, that which is limitless, that Infinite for whom we do not have words, which is inexplicable."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 96761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband