Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Lífspekfélagið um helgina - Tónleikar og umræða um andlega, efnislega og líffræðilega gerð verunnar, næturvitund og paradís.

 

10. mars, föstudagur kl. 20:00

Ómar Einarsson verður með erindi sem kallast: Andleg, efnisleg og líffræðileg gerð verunnar, næturvitund og paradís.

 

 

11. mars, laugardagur kl. 15:00

Tónleikar. Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri og Björg Þórhallsdóttir söngkona


Kennsla í Kriya yoga fer fram dagana 15. - 16. apríl

Kynningarfyrirlestur verður haldinn föstudaginn 14. apríl kl. 20:00 í Art of Yoga, Skipholti 35.

Innvígsla fer fram að morgni laugardagsins 15. apríl.
Þeir sem óska eftir vígslu þurfa að hafa með sér eftirfarandi gjafir:

• Fimm blóm sem tákn fyrir skynfærin .
• Fimm ávexti sem tákn fyrir athafnasemi.
• 35.000.- kr. sem tákn fyrir líkamann.

Kennsla í Kriya yoga fer fram dagana 15. - 16. apríl.
kl. 09:00 - 18:00 í Art of Yoga, Skipholti 35.

Fyrir nánari upplýsingar um kriya yoga:

https://www.kriya.org/kriya-yoga/en


Lífspekifélagið á föstudaginn - Norræn Goðafræði, Snorri Sturluson og Biblían

 

3. mars kl. 20:00 - Norræn Goðafræði, Snorri Sturluson og Biblían

Tryggvi Pétursson heldur áhugavert erindi næsta föstudagskvöld. Aðgangur ókeypis og léttar veitingar á eftir.

 

 

Samanburður á endatímum Biblíunnar og ásatrúar og hvernig það ásamt skjaldamerki Íslands og stjórnarfari hins unga Íslands tengir Ísland við gamla Ísrael.


Fréttabréf Lífspekifélagsins komið út

 

Fréttabréf Lífspekifélagsins er komið út. Þar finnið þið m.a. dagskrána sem verður í boði á vorönn:

https://lifspekifelagid.is/en/documents/1/Mundilfari-feb-23-1.pdf


Lífspekifélagið 16. og 17. febrúar - Erla Stefánsdóttir sjáandi og skólinn hennar.

 

Erla Stefánsdóttir sjáandi og skólinn hennar.
Fjallað verður um hugmyndir og sýn Erlu og hugleiðingar hennar föstudaginn 17. febrúar klukkan 20 og laugardaginn 18. febrúar klukkan 15. Allir velkomnir.
 
Í anda Blavatsky, Leadbeater og Geoffey Hodson lýsir hún árum, minni og stærri náttúrverum, jarðarstraumum, orku húsa og ferðalögum sérlega í hugheima þar sem hún hélt fundi í áratugi og gerir enn. Hún lýsti orkustöðvum og grunnlitum og vísaði í geislafræði lífspekinnar. Einnig lýsti hún orkustreymi milli einstaklinga. Þá lýsti hún 7 áru líkumum frá lífbliki upp í guðdómsneista og svo bikarnum þar sem nýr líkami er í smíðum.

Meditation is one of the greatest arts in life

MEDITATION IS ONE of the greatest arts in life, perhaps the greatest, and one cannot possibly learn it from anybody. That is the beauty of it. It has no technique and therefore no authority. When you learn about yourself, watch yourself, watch the way you walk, how you eat, what you say, the gossip, the hate, the jealousy, if you are aware of all that in yourself, without any choice, that is part of meditation. So meditation can take place when you are sitting on a bus or walking in the woods full of light and shadows, or listening to the singing of birds or looking at the face of your wife, husband or child.

 

J. Krishmamurti


Dagskrá Lífspekifélagsins 3. og 4. febrúar - Guðrún Bergmann með fyrirlestra og spjall

Guðrún Bergmann

3. febrúar 2023 kl. 20:00
Nýir tímar, breytt orka í heiminum

Erindið fjallar um þær umbreytingar sem væntanlegar eru á þessu …

Málshefjandi Guðrún Bergmann

 

4. febrúar 2023 kl. 15:00

 Leið hjartans

 Hvað getum við gert til að verða virkir meðskapendur á …

 Málshefjandi Guðrún Bergmann

 

 


Krishnamurti um hugleiðslu


Krishnamurti átti eftirfarandi spjall við nemanda í einum af skólum sínum í Indlandi:

Krishnamurti: Veist þú eitthvað um hugleiðslu?

Nemandi: Nei.

Krishnamurti: En þeir sem eldri eru vita þeir eitthvað um hugleiðslu? Þeir sitja út í horni, loka augunum og einbeita sér, eins og skólastrákar að einbeita sér að námsbók. En þetta er ekki hugleiðsla. Hugleiðsla er eitthvað mun stórkostlegra ef þú veist hvernig á að hugleiða. Nú ætla ég að ræða lítillega um hugleiðslu. Fyrst af öllu, sittu hljóður, ekki þvinga þig til þess, sestu eða leggstu og vertu alveg hljóður án nokkurar þvingunar. Skilur þú hvað ég á við? Veittu því svo athygli sem þú ert að hugsa um. Þú sérð að þú ert að hugsa um skóna þína, föt, hvað þú ætlar að fara að segja, fuglana fyrir utan. Fylgdust með þessum hugsunum og kannaðu hvers vegna þessar hugsanir koma upp.
Ekki reyna að breyta hugsun þinni á neinn hátt. Sjáðu hvers vegna ákveðnar hugsanir koma upp í hugann þar til þú ferð að skilja merkingu hverrar hugsunar og hverja tilfinningu. Þegar hugsanir koma upp, skaltu ekki dæma þær, ekki segja þetta er rétt eða rangt, gott eða slæmt. Veittu þeim bara athygli þar til þú ferð að hafa vitund um hverja hugsun og tilfinningu. Þú ferð að sjá hulin leyndarmál hugans, duldar ástæður, hverja tilfinningu, án afbökunar, án þess að dæma þær réttar, rangar, góðar eða slæmar. Þegar þú ferð svona djúpt inn í hverja hugsun verður hugur þinn afar næmur og vakandi. Ekki slævður. Hugurinn er algjörlega meðvitaður og vakandi.
Þetta er undirstaðan. Nú er hugur þinn algjörlega hljóður. Svo ferð þú djúpt inn í þennan hljóðleika. Þetta ferli er hugleiðsla. Hugleiðsla er því ekki að stija út í horni og endurtaka einhver orð, eða að hugsa um mynd, eða fara inn í einhverjar ímyndanir.
Þegar þú skilur allt ferli hugsunar þinnar og tilfinningar ertu frjáls frá hugsunum þínum. Öll tilvera þín verður þögn. í gegnum þessa þögn getur þú svo horft á tré, horft á fólk, himininn og stjörnurnar. Þetta er fegurð lífsins.


Námskeið í Zen-hugleiðslu

Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum.

Markmið námskeiðsins er m.a.:

Að kenna öndun og vakandi athygli í zazen, sitjandi hugleiðslu.

Að vinna með líkamann og auka líkamsvitund

Að útbúa stað heima hjá sér sem er ætlaður hugleiðslu.

Að byggja upp hugleiðslurútínu í daglegu lífi

Að læra hefðbundin iðkunarform í setusal Zen Búddista og iðka zazen með öðrum

Námskeiðið kostar 25.000,- kr. og verður kennt á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00. Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, darmaræðum og mörgu fleiru.

Kennari á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki, kennari Zen á Íslandi. En hann hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans, og stofnanda Zen á Íslandi - Nátthaga, Jakusho Kwong Roshi síðan 1998 og hefur farið árlega til Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu þar sem Kwong Roshi býr. Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og hlaut í kjölfarið vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji. Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð og hlaut þar að auki dharma transmission frá Kwong Roshi árið 2018. Í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 96682

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband