Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Dagskrá Lífspekifélagsins 9. og 12. nóvember

 

9. nóvember. kl. 20:00

Arnar Þór Jónsson hdl.
Í frjálsu samfélagi er einstaklingurinn kallaður til ábyrgðar.
Valdhöfum ber að hlusta á fólkið, einnig þá lægst settu, og virða val þeirra.
 
 
12. nóvember kl. 15

Gunnlaugur Garðarsson flytur erindið: Rætur ábyrgðar og siðgæðis.

Hvaðan koma hugmyndir okkar um ábyrgð og siðgæði? Hvaða breytingum hafa þær tekið í tímans rás?

 


Lífspekifélagið laugardaginn 5. nóvember kl. 15 - Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir fjallar um skoðun á ævintýrum sem leið til að heila sálina.

 

 

 

Helgi Garðar Garðarsson fjallar um skoðun á ævintýrum sem leið til að heila sálina.
Helgi er geðlæknir og útskrifaðist frá læknadeild HÍ og lærði svo geðlækningar í Danmörku ásamt frekara nám í Jung og hópmeðferðum. Hann er yfirlæknir geðþjónustunnar á Akureyri FSU

Dagskrá Lífspekifélagsins 19. og 22. október - Fjallað verður um fræði Martinusar

Hilmar Sigurðsson heldur fyrirlestur í Lífspekifélaginu miðvikudaginn 19. október kl. 20.00, um fræði Martinusar og er efni fyrirlestrarins um þróun mannsins.

Fyrirlestur: Þróunarstigi hinnar eilífu veru og hin eilífa vera handan dauðans.

Mannkynið stendur á mismunandi þróunarstigi og þess vegna verða árekstrar í samskiptum einstaklinga. Stór hluti mannkyns skilur ekki eða jafnvel neitar tilvist jarðvista. Sú afstaða skapar neikvætt viðhorf til lífsins og er í hrópandi mótsögn við raunveruleikann eða þá staðreynd að við fæðumst aftur og aftur og við það fáum við þá tilfallandi reynslu sem við þurfum til að þroskast og verða betri manneskjur í hinu eilífa verkstæði Guðs í átt að tindum ljóssins og að upplýstri tilveru. Ekki er hægt að ætlast til að manneskja bregðist við á ákveðinn hátt, ef hún hefur ekki næga reynslu, en sú reynsla sem veran öðlast eykur skilning hennar smátt og smátt. En í hinu daglega lífi milli jarðvista öðlast hún reynslu sem verður að efniviði sem við köllum minniseiginleika. Milli þessara jarðvista fáum við hvíld sem er nauðsynleg og þannig má segja að hinn andlegi heimur sé land gleðinnar og hamingjunnar, á meðan efnisheimurinn er verkstæði Guðs til sköpunar ,,manneskjunnar í mynd Guðs og líkingu“

Finnbjörn Finnbjörnsson heldur fyrirlestur í Lífspekifélaginu laugardaginn 22. október, kl. 15.00 um fræði Martinusar og er efni fyrirlestrarins um þróun mannsins.

Fyrirlestur: Dómsdagur og hið deyjandi afl - Myrkrið og fæðing ljóssins.


Mannkynið stendur á tímamótum. Sjúkdómar, siðleysi, byltingar, sjálfsvíg, morð og limlestingar, sálrænir sjúkdómar sem og skortur á framfærslu og lífsviðurværi eru allt þættir sem einkenna stóran hluta mannkyns okkar. Og ekki bætir úr skák framleiðslugeta vopnaframleiðenda, þar sem flestar þjóðir heimsins eyða risafjármunum í þessi vopnakaup, meðan stór hluti mannkyns býr við rýr kjör. Martinus líkir mannkyninu við einstakling, þ.e.a.s ef mannkynið væri einstaklingur sem myndi haga sér líkt og mannkynið gerir í dag þá myndum við sjá, að í öllum þeim styrjöldum, með þeim afleiðingum, þar sem sprengjuregni er varpað yfir saklausa borga og heilu borgirnar lagðar í rúst og jafnvel heilu þjóðirnar eru arðrændar til að viðhalda lúxustilveru annarra. Þar sem litla eða jafnvel enga hjálp er að finna handa þeim sem bágt eiga, þá myndum við komast að þeirri niðurstöðu, að ef mannkynið væri einstaklingur þá væri hann sennilega mjög andlega veikur.


Lífspekifélagið 12. og 15. október

Völuspá - Helgasta kvæði Heiðninnar og helstu upplýsingar sem við höfum um jóga Íslendinga.

Pétur Pétursson og Haraldur Erlendsson fjalla um nýja bók um Völuspá Miðvikudaginn 12. október kl. 20 og laugardaginn 15. október klukkan 15. Leyndardómar um andlega iðkun heiðinna manna.  


100 ára afmæli Lífspekifélags Íslands 4. október, kl. 14:00-18:00

Laugardagurinn 8. október 2022 klukkan 14:00 til 18:00. Gestir eru hvattir til þess að styrkja félagið um 4000 kr eða bara eins og hver og einn getur. Þetta þarf til að standa straum af afmælinu og afgangurinn fer til að styrkja starfsemina. Það verða sex stutt erindi (hver í um 15 til 20 mínútur) og á milli verður lifandi tónlist, hreyfing og hugleiðingar. Þá verða veitingar allan tíma upp á loftinu. Haraldur Erlendsson hefur dagskránna, þakkar þeim sem á undan komu og þeim sem yfir vaka og segir frá nokkrum leiðtogum félagsins. Pétur Pétursson rekur sögu félagsins. Bjarni Randver Sigurvinsson segir frá sögu jóga á Íslandi. Melkorka Edda Freysteinsdóttir og Hrafnhildur Fjóla Júlíusdóttir segja frá sjáandanum Erlu Stefánsdóttur. Hilmar Sigurðsson segir frá danska heimspekingnum Martinus. Hilmar Örn Agnarsson organisti leiðir kórinn Söngfjelagið og Björg Þórhallsdóttir óperusöngkona syngur. Arnmundur Ernst Backman syngur eigin tónlist og spilar á gítar og leiðir nokkra Indverska bhakti söngva. Óli Ben Ólafsson slær trumbu og leiðir söngva frá Suður Ameríku. Anna Bjarnadóttir verður með nokkrar æfingar (Spring Forest Qigong), Anna Katrín Ottesen verður með æfingar. Sigurður Gunnarsson leiðir nokkrar hatha yoga æfingar. Haraldur lýkur hátíðinni með þökkum um kl. 18.


Lífspekifélagið 28. september og 1. október

Miðvikudagur 28. september, kl. 20: Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur fjallar um erkitýpur, náttúrulögmál og orkuflæði.
 
Gunnlaugur fæddist árið 1954 í Ytri Njarðvík. Hann hefur starfað við þróunarvinnu og nýsköpun. Hann byrjaði að kynna sér stjörnuspeki 15 ára gamall og byrjaði 27 ára gamall að lesa kort og vera með námskeið. Hann rak Stjörnuspekimistöðina í 12 ár. Hann stofnaði Constellation og AstrologyIS í NorðurAmeríku og Telenstar gsm leikinn sem varð alþjóðlegur og rak stjörnuspeki skóla frá 2012 til 2016.
Gunnlaugur er þekktasti stjörnuspekingur Íslendinga frá upphafi. Hann hefur áður haldið erindi í félaginu.
 
 
Laugardagur 1. október, kl. 15: Hrafnhildur Sigurðardóttir fjallar um tákn í draumum og hugleiðslu
 
 

Viðtal við Ken Wilber - Listening in with … Ken Wilber Slouching Toward Satori

Another big part was my involvement with Buddhism. I studied Zen Buddhism for about 15 years and then Tibetan Buddhism for another 30 or so. In the second to third year of my Zen practice, I had a fairly strong satori or awakening experience. When that happens, you don’t see the mountain; you are the mountain. You don’t walk on the earth; you are the earth. You’re not aware of the sun; you are the sun. It’s a oneness with every single thing in existence. That’s the real purpose of Zen, and I think having that type of mystical experience is the main driver behind most of the world’s really great religions.

Satori carries with it the feeling that you’re truly getting in touch with reality. Many traditions call this the two truths doctrine, referring to relative truth and ultimate truth. The study of science gives you relative truth, but satori gives you an ultimate truth. That became part of my inspiration to tie these things together and find an approach that used both truths. I wanted to take relative truth, like psychotherapy, and fit it together with an ultimate truth, like Zen Buddhism or Tibetan Buddhism or Christian mysticism or any of those approaches that had some sort of genuinely mystical experience at their core. It struck me that science and mysticism were essentially trying to do the same thing—change your state of consciousness.

Viðtalið í heild:
https://www.unity.org/article/listening-ken-wilber


Hlédrag (Retreat) í Skálholti í ágúst

 

Þann 16. – 21. ágúst n.k. mun Clive Holmes leiða okkur í gegnum Dharma kennslu um sex búddískar leiðir í nútíma samfélagi (The Six Paramitas: _ Ancient Wisdom for Modern Living).

Clive er frá Samye Ling í Skotlandi og hefur áður komið til Íslands og kennt okkur á hlédragi, síðast við Meðalfellsvatn hjá Tolla Morteins.

Hluti af hlédraginu verður þögult (silent).

Kostnaður verður á biliniu 80 – 90 þús krónur og fer eftir fjölda þátttakenda (lækkar því mun fleiri sem koma). Innifalið í verðinu eru 6 dagar í gistingu í Skálholtsbúðum, fullu fæði og kennslu.

Helmgur plássa er nú þegar bókaður.

Allar nánari upplýsingar og skráningar eru á hugleidsla@hugleidsla.is

 

Sjá: https://hugleidsla.is/hledrag-retreat-i-skalholti-i-agust/


Sumarsamvera Lífspekifélagsins - Laugardagurinn 25. júní

 

Laugardagur 25. júní að Hótel Kríunesi,Vatnenda


10:00 Hugleiðing.


10:30 Kristinn Ágúst Friðfinnsson: Tengsl.

12:00 Hádegisverður.


13:30 Gönguferð um nágrennið.


14:30 Atriði í umsjá Önnu Valdimarsdóttur,
sálfræðings og Valdimars Sverrissonar: Ljós í
myrkri.


16:00 Síðdegiskaffi.


16:30 Anna Bjarnadóttir leiðir æfingar í Spring
Forest Qigong.


17:30 Smiðja: Að mæta áskorunum lífsins.


19:00 Kvöldverður.


20:00 Adrian Sydenham: Krishnamurti and
rethinking Education (Krishnamurti og menntun
hugsuð upp á nýtt).


21.30 Almennar umræður.


Sumarsamvera Lífspekifélagsins - Fyrirlestrar í húsi félagsins í kvöld

 

Föstudagur 24. júní í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22

18:00 Bjarni Sveinbjörsson: Hvað er að sjá þig maður? Hefur þú verið afhelgaður? Kaffi og meðlæti.

20:00 Adrian Sydenham: Madame Blavatsky and the Wisdom Tradition (Blavatsky og viskuhefðin). Umræður um efnið á eftir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband