Lífið er eitt

Lífið er eitt

Á rúmum hundrað árum hafa orðið markverðar og víðtækar breytingar á viðhorfum til andlegra mála. Um aldaraðir töldust þau vera einkamál trúarstofnana á Vesturlöndum og þegar svokölluðum raun- eða efnisvísindum óx fiskur um hrygg voru viðbrögð geistlegra yfirvalda á þann veg að gjáin á milli anda og efnis í vitund manna dýpkaði enn frekar. Þrátt fyrir tilkomu og vöxt fjölbreytilegra þekkingargreina þá einskorðaðist „andinn“ við rótgrónar trúarstofnanir sem lög og reglur veittu víðtækt vald yfir öllum þorra mann. Ekki er fjarri lagi að tala um ríki í ríkinu.

   En uppgötvanir í vísindum hafa nú breytt við-horfum manna til „efnisins“ að miklu leyti svo hvað er þá átt við þegar rætt er um anda annars vegar og efni hins vegar? H.P.Blavatsky var á meðal þeirra sem gagnrýndi ofangreinda sundurgreiningu og benti á að könn-un á hinum helgu ritum mannkynsins sýndi að grunntónn þeirra væri í raun réttri samþætting alls lífs eða sameiginleg uppspretta alls sem er og að það væri hina eiginlegu forsendu siðrænnar boðunar að finna. Eðlilegt væri því að leitast við að koma auga á það sem sameinar en ekki það sem sundurgreinir.

   En er þá þessi eining ekki bara einskonar fræðikenning eins og svo margt annað? Staðreyndin er sú að fjöldi fólks hefur greint frá upplifun á dýpri og víðtækari veru og vitund sem einkennist af einingu og leiðir í ljós að dagsdagleg vitund, sem er öll í brotum, er í raun réttri afar mikil takmörkun á veruleikanum. Þessari reynslu fylgir mikill fögnuður og eigindir, eins og fegurð og gæska, öðlast nýtt gildi. Eðlilegur ávöxtur þessarar upplifunar er aukin ábyrgðartilfinning og starf í þágu einingar og betra jarðlífs.

 

Jón E. Benediktsson

 

http://lifspekifelagid.is/


Bloggfærslur 19. september 2019

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 94237

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband