Krishnamurti um hugleiðslu


Krishnamurti átti eftirfarandi spjall við nemanda í einum af skólum sínum í Indlandi:

Krishnamurti: Veist þú eitthvað um hugleiðslu?

Nemandi: Nei.

Krishnamurti: En þeir sem eldri eru vita þeir eitthvað um hugleiðslu? Þeir sitja út í horni, loka augunum og einbeita sér, eins og skólastrákar að einbeita sér að námsbók. En þetta er ekki hugleiðsla. Hugleiðsla er eitthvað mun stórkostlegra ef þú veist hvernig á að hugleiða. Nú ætla ég að ræða lítillega um hugleiðslu. Fyrst af öllu, sittu hljóður, ekki þvinga þig til þess, sestu eða leggstu og vertu alveg hljóður án nokkurar þvingunar. Skilur þú hvað ég á við? Veittu því svo athygli sem þú ert að hugsa um. Þú sérð að þú ert að hugsa um skóna þína, föt, hvað þú ætlar að fara að segja, fuglana fyrir utan. Fylgdust með þessum hugsunum og kannaðu hvers vegna þessar hugsanir koma upp.
Ekki reyna að breyta hugsun þinni á neinn hátt. Sjáðu hvers vegna ákveðnar hugsanir koma upp í hugann þar til þú ferð að skilja merkingu hverrar hugsunar og hverja tilfinningu. Þegar hugsanir koma upp, skaltu ekki dæma þær, ekki segja þetta er rétt eða rangt, gott eða slæmt. Veittu þeim bara athygli þar til þú ferð að hafa vitund um hverja hugsun og tilfinningu. Þú ferð að sjá hulin leyndarmál hugans, duldar ástæður, hverja tilfinningu, án afbökunar, án þess að dæma þær réttar, rangar, góðar eða slæmar. Þegar þú ferð svona djúpt inn í hverja hugsun verður hugur þinn afar næmur og vakandi. Ekki slævður. Hugurinn er algjörlega meðvitaður og vakandi.
Þetta er undirstaðan. Nú er hugur þinn algjörlega hljóður. Svo ferð þú djúpt inn í þennan hljóðleika. Þetta ferli er hugleiðsla. Hugleiðsla er því ekki að stija út í horni og endurtaka einhver orð, eða að hugsa um mynd, eða fara inn í einhverjar ímyndanir.
Þegar þú skilur allt ferli hugsunar þinnar og tilfinningar ertu frjáls frá hugsunum þínum. Öll tilvera þín verður þögn. í gegnum þessa þögn getur þú svo horft á tré, horft á fólk, himininn og stjörnurnar. Þetta er fegurð lífsins.


Bloggfærslur 19. janúar 2023

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband