Hversu ,,andleg/ur" ert þú? - Próf

Hversu andleg/ur ert þú?

Til að finna út hversu andlegur þú ert getur þú tekið próf þetta, en það er tekið úr persónuleikaprófi sem hannað var af Robert Cloninger sem kennir við Wasington-háskóla og er höfundur  bókarinnar:
Feeling Good: The Science of Well-Being
.
01Ég fæ oft þá tilfinningu að ég sé svo tengdur fólki í kringum mig að það er eins og ekki sé um aðskiln- að að ræða á milli okkar.RéttRangt
02Ég framkvæmi oft hluti til þess að hjálpa til við að vernda dýr og plöntur fyrir útrýmingu. RéttRangt
03Ég heillast af mörgum fyrirbrigðum í lífinu sem ekki er hægt að útskýra vísindalega. RéttRangt
04Ég fæ oft óvænt leiftur af innsæi eða skilningi þegar ég slaka á.RéttRangt
05Ég fæ stundum tilfinningu um tengsl við náttúruna þannig að allt virðist sem hluti af einni lifandi veru. RéttRangt
06Ég virðist hafa „sjötta skilningarvitið“ sem stund- um leyfir mér að vita hvað er að fara að gerast. RéttRangt
07Stundum hefi ég fengið þá tilfinningu að ég væri hluti af einhverju sem hefði engin takmörk eða landamæri í rúmi og tíma.RéttRangt
08Ég er oft sagður „utan-við-mig“ vegna þess að ég er svo upptekin af því sem ég er að gera að ég tapa yfirliti yfir allt annað. RéttRangt
09Ég fæ oft sterka tilfinningu um sameiningu við alla hluti í kringum mig.RéttRangt
10Jafnvel eftir að hafa hugsað um eitthvað lengi, hefi ég lært að treysta tilfinningu minni fremur enn rök- hugsun. RéttRangt
11Ég upplifi oft sterk andleg eða tilfinningaleg tengsl við fólk í kringum mig.RéttRangt
12Oft þegar ég er að einbeita mér að einhverju, tapa ég skynjun minni á líðandi stundu. RéttRangt
13Ég hefi fært raunverulegar persónulegar fórnir í þeim tilgangi að gera heiminn að betri stað, eins og að koma í veg fyrir stríð, fátækt og óréttlæti. RéttRangt
14Ég hefi fengið upplifanir sem gerðu mér tilgang minn í lífinu svo ljósan að ég fylltist mikilli hamin- gjutilfinningu og eldmóði. RéttRangt
15Ég trúi því að ég hafi upplifað yfirskilvitlega eða yfirskilvitlegar skynjun eða skynjanir.RéttRangt
16Ég hefi upplifað augnablik af miklum fögnuði þar sem ég fékk skyndilega skýra og djúpa tilfinningu um sameiningu við allt sem er. RéttRangt
17Oft þegar ég horfi á venjulega dauða hluti, gerist eitthvað stórkostlegt. Ég fæ þá tilfinningu að ég sé að sjá hann í fyrsta sinn. RéttRangt
18Ég elska blómgun blómanna á vorin eins mikið og að sjá gamlan vin á ný.RéttRangt
19Fyrir annað fólk virðist ég stundum eins og í öðrum heimi vegna þess að ég er svo fullkomlega ómeð- vitaður um hvað er að gerast í kringum mig. RéttRangt
20Ég trúi því að kraftverk séu möguleg og eigi sér stað.RéttRangt

 

Útkomumat: Gefðu þér 1 punkt fyrir hvert Rétt svar og 0 punkt fyrir hvert Rangt svar.  
            14 punktar og +       =     háandlegur, ekta dulspekingur.
            12 til 13 punktar      =     andlega vakandi, gleymir sér auðvellega.

            08 til 11 punktar      =     andlegt meðallag, getur þroskast andlega ef vill.
            06 til 07 punktar      =     virkur rökhyggjumaður, skortir andlega vitund.

            01 til 05 punktar      =     efasemdamaður, á móti andlegri þróun.

                                            

            Þýðing Páll J. Einarsson

Próf þetta birtist í tímaritinu Time 29. nóvember 2004 ásamt greininni Is God in our genes. Sjá frekari umfjöllun um þessa grein hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er bara háandlegur samkvæmt þessu prófi! Ég fékk 19 rétta. Bráðskemmtilegt próf...

Óskar Arnórsson, 14.3.2011 kl. 02:46

2 Smámynd:                                           OM

Þú ert efni í meistara   Já, það er gaman að þessu.

OM , 14.3.2011 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 95283

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband