Í húsi mínu rúmast allir

Í húsi mínu rúmast allir - allir
 
Guðspekifélagið opnar öllum faðminn, býður alla velkomna, án þess að spyrja um þjóðerni, kynstofn, trúarbrögð, stétt eða skoðanir. Engum er vísað á bug, ef hann aðeins ber í hjarta sínu þrá eftir ljósinu og sannleikanum og kannast við bræðralag mannkynsins. Það er einasta skilyrðið, en það er líka ófrávíkjanlegt. Án þess gætum við ekki unnið saman í eindrægni og bróðerni, eins sundurleitar og skoðanir okkar eru í einstökum atriðum. En þegar öllu er á botninn hvolft sýnir það sig, að þetta er einmitt aðalatriðið, bandið, sem tengir okkur alla saman, að við viðurkennum, að við séum allir sameiginlegs eðlis og af sameiginlegum uppruna og því allir eitt. Ef við höfum þetta fyrir trúarjátningu og leiðarstjörnu og breytum eftir því, þá komumst við fljótt að raun um, að hitt er aðeins aukaatriði, hverjar trúar- eða lífsskoðanir við höfum að öðru leyti. Kærleikur og umburðarlyndi eru hyrningarsteinarnir undir allri starfsemi vorri. Kærleikur og umhurðarlyndi voru og eru aðaleinkenni Krists og meistaranna. Kærleikur og umburðarlyndi hafa verið og eru aðalkröfurnar í öllum fegurstu, göfugustu og fullkomnustu trúarbrögðum heimsins. Og eg fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um, að vegur okkar og velgengni í framtíðinni fer eftir því, hvernig vér rækjum boðorð kærleikans og umburðarlyndisins. Þess vegna á eg heldur enga alvarlegri og innilegri ósk okkur til handa en þá, að við guðspekifélagar hér á landi, getum í sannleika tekið undir með skáldinu og sagt: ,,Mitt kærleiksdjúp á himins víðar hallir, í húsi mínu rúmast allir - allir“.
 
Tekið úr Ganglera, tímariti Lífspekifélags Íslands (áður Guðspekifélagið) frá árinu 1929. Grein eftir Jakob Kristinsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband