Sálfræði yogafræðanna

 

Yoga eins og Patanjali kynnti það hefur ekkert með teygjur að gera, ekki einu sinni stöður, texti Patanjali fjallar fyrst og fremst um hugleiðslu og hvernig við sem manneskjur höfum hulið augu okkar frá hinni raunverulegu þekkingu um hver við erum!

Hver er sálfræði yoga út frá Patanjali yoga sutra
Hvað er yoga?
Hvað er hugur?
Klesha höfuðdrif innri villu
Lausnin
Iðkuð verður stutt rútína í lok dagsins

Vinnustofan er 3 klukkustundir. Vinnustofan samanstendur af tveimur 50 mínútna kennslustundum og 50 mínútna iðkun.
Hver nemandi fær handbók.
​
Verð: 4.000 krónur fyrir meðlimi yogastöðvarinnar, 6.000 krónur fyrir utan yogastöðvarinnar
Skráning: yoga@yogastodin.is eða 6918565
Fyrir hvern: námskeiðið er opið öllum.
Dagsetning: 3.12.2016, frá 10:00 - 13:00.
Staðsetning: Yogastöðin Heilsubót, Síðumúli 15, 105 Reykjavík


To bring others across

 

Awake or asleep
In a grass hut,
What I pray for is
To bring others across
Before myself.

 

Dogen


Zen-saga

 

A student went to his meditation teacher and said, “My meditation is horrible! I feel so distracted, or my legs ache, or I’m constantly falling asleep. It’s just horrible!”

“It will pass,” the teacher said matter-of-factly.

A week later, the student came back to his teacher. “My meditation is wonderful! I feel so aware, so peaceful, so alive! It’s just wonderful!’

“It will pass,” the teacher replied.


Líf á öðrum hnöttum í Lífspekifélaginu um helgina

 

Föstudagur 25. nóv. kl. 20
Bjarni Sveinbjörnsson: Alheimurinn og íbúar hans.
Fjallað um ýmislegt sem komið hefur fram í UFO
umræðunni og um menningarheima á öðrum hnöttum.

Laugardagur 26. nóv. kl. 15
Bjarni Sveinbjörnsson leiðir hugleiðingu og stýrir umræðum
um líf á framandi hnöttum.

 


This school replaced detention with meditation. The results are stunning.

 

Imagine you're working at a school and one of the kids is starting to act up. What do you do?

Traditionally, the answer would be to give the unruly kid detention or suspension.

But in my memory, detention tended to involve staring at walls, bored out of my mind, trying to either surreptitiously talk to the kids around me without getting caught or trying to read a book. If it was designed to make me think about my actions, it didn't really work. It just made everything feel stupid and unfair.

But Robert W. Coleman Elementary School has been doing something different when students act out: offering meditation.

 

Sjá frekar: http://www.upworthy.com/this-school-replaced-detention-with-meditation-the-results-are-stunning

 

 


Nýr Gangleri er kominn út

 

IMG_0655Tímaritið Gangleri kemur út einu sinni á ári og er 196 bls. í hvert sinn.

Það hefur komið út samfellt frá árinu 1926.
Póstfang: Pósthólf 1257, 121 Rvík.


Netfang:timaritidgangleri(hjá)gmail.com


Efnisskrá Ganglera frá upphafi  finnast á: hér

Sími Ganglera er 896-2070
Það er hlutverk Ganglera að beina athygli manna að nauðsyn þess að taka manninn sem lifandi veru, andlega veru, til jafn samviskusamlegrar rannsóknar og beitt hefur verið við heim efnisins. Því aðeins að það fáist dýpri skilningur á eðli mannsins er þess að vænta að það finnist betri lausn á vandamálum hans.

Efnisyfirlit Gangler 2016

 

Af sjónarhóli

Kristinn Ágúst Friðfinnsson

 

Fylling tómsins

Halldór Haraldsson

 

Alexander Scriabin

René Waldow

 

Bardo

Birgir Bjarnason

 

Samúð í verki - Leið Doru Kunz til heilunar

Kirsten van Gelder og Frank Chesley

 

Kotha Upanishad

Þórarinn Þórarinsson

 

Ég er einfaldlega fæddur með þessum ósköpum

Viðtal Braga Óskarssonar við Sigvalda Hjálmarsson

 

Innri fræðsla í Íslam

Barend Voorham

 

Hamingjupistill

Anna Valdimarsdóttir

 

Leggið við hlustir, börn eilífrar sælu

Shyamali Ghosh

 

Játningar lífspekisinna

Kristinn Ágúst Friðfinnsson

 

Lögmál kraftaverkanna

Paramhansa Vogananda

 

Berkeley og náttúruleg guðfræði

Atli Harðarson

 

Skapandi list

Grétar Fells

 

Dauði og endurburður

Lama Anagarika Govinda

 

Við arininn


Nú bók - Úrval úr Ganglera

 

 

Tímaritið Gangleri hefur komið samfellt út síðan 1926.
Hér birtist í bók valdar greinar úr fyrstu 50 árgöngunum.
Bókin er 306 blaðsíður og kostar kr. 2900.
Hún er til sölu hjá Lífspekifélaginu.

 

www.lifspekifelagid.is

 


Við erum ekki hugsanir okkar


Það fara milli 50.000 og 70.000 hugsanir um hug meðalmanneskju á dag. Þannig er því farið oft og tíðum að við erum þræll hugsana okkar og tilfinninga og látum þær þvælast of mikið fyrir okkur. Við verjum með öðrum orðum alltof miklum tíma í kollinum á okkur – í alls kyns hugsanir, greiningar, dóma og það að gera lítið úr okkur sjálfum. Neikvæðar hugrenningar geta þannig tekið öll völd og lokað dyrunum að áhyggjulausu og eðlilegu lífi.

Rannsóknir Christopher Pepping og félaga við Griffith háskólann í Ástralíu hafa sýnt að núvitund getur hjálpað okkur við að öðlast umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og styrkt sjálfsálitið. Læknirinn og frumkvöðullinn Jon Kabat-Zinn, sem innleiddi núvitundariðkun inn í vestrænt heilbrigðiskerfi, skilgreinir núvitund á eftirfarandi hátt: „Núvitund er að beina athyglinni með ákveðnum hætti; vísvitandi, að augnablikinu, og án þess að dæma.“

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að núvitund stuðlar að betra sjálfsáliti:

1. Að setja merkimiða á innri upplifanir áður en við sleppum þeim kemur í veg fyrir að við festumst í niðurrifshugsunum og -tilfinningum. Merkmiðar sem hægt er að nota eru m.a.: gagnleg/ekki gagnleg hugsun, tegundir hugsana (skipulagshugsanir, ótti, dómur, upprifjun) eða líkamleg skynjun (t.d. hiti, streita, óróleiki ofl.)

2. Að dæma ekki hugsanir og tilfinningar heldur samþykkja þær getur hjálpað okkur við að þróa hlutlausara viðhorf gagnvart okkur sjálfum og taka okkur í sátt.

3. Að hafa athyglina í núinu á opinn hátt getur forðað okkur frá því að festast í sjálfsgagnrýni sem tengist yfirleitt atburðum í fortíðinni eða framtíðinni. Við eyðum oft dýrmætum sekúndum lífs okkar í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um fortíðina.

4. Að fylgjast með hugsunum og tilfinningum koma og fara eins og ský á himni án þess að bregðast við þeim. Þetta geta verið hugsanir eins og „Mér er kalt“, „Ég á eftir að kaupa í matinn“, „Hvað ætli Nonni hafi meint með þessu?“. Við getum verið hlutlaus áhorfandi að þessum hugsunum.

Gott er að setja spurningamerki við hugsanir sínar og breyta sambandi sinni við þær. Við erum ekki hugsanir okkar eða tilfinningar. Þær eru ekki góðar eða slæmar, þær bara eru og líða svo hjá. Þær eru ekki staðreyndir og endurspegla ekki endilega raunveruleikann, og það er ávallt hægt að breyta þeim. Það sama á við um hugarfar og hegðun. Við getum breytt athöfnum okkar hvenær sem er.

 

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Ingrid_Kuhlman/vid-erum-ekki-hugsanir-okkar 


Establishing a Daily Meditation

 

Select a regular time for practice that suits your schedule and temperament.  If you are a morning person, experiment with a sitting before breakfast. If evening fits your temperament or schedule better, try that first.  Begin with sitting ten or twenty minutes at a time.  Later you can sit longer or more frequently. Daily meditation can become like bathing or toothbrushing.  It can bring a regular cleansing and calming to your heart and mind.

Jack Kornfield


Zen ræða á laugardaginn

 

Image result for zen ring

 

Laugardaginn 5. nóvember mun Ástvaldur Zenki vera með zen ræðu (Dharma talk) í húsnæði félagsins að Grensásvegi 8. Ræðan byrjar kl. 9:15 og stendur í um klukkustund.

 

Zen á Íslandi 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband