Hljómfall lífsins - Fyrirlestur á laugardaginn

 



Laugardaginn 1. október næstkomandi kl. 09:15 mun Helga Kimyo halda ræðu um Zen sem ber yfirskriftina ,,Hljómfall lífsins".

Í ræðu sinni mun Helga Kimyo m.a. fjalla um frægt samtal Dongshans (807-869), sem er almennt talinn vera annar af tveimur stofnendum Soto Zen hefðarinnar, sem hann átti við kennara sinn Yunyan. Samtal þetta er gert að umtalsefni í nýlegri bók um Zen sem ber heitið Just This Is It, eftir bandaríska Zen kennarann og þýðandann Taigen Dan Leighton.

Allir eru velkomnir og athugið að aðgangur er ókeypis. 


Tilgangur

 

Er tilgangur með lífinu? Er tilgangur með lífi hverrar manneskju? Er þetta tvennt tengt?

Hér er valið að nálgast viðfangsefnið innan frá, útfrá því sem við erum, út frá reynslu fremur en hugmyndum eða ímyndunum. Við erum líkami sem er hverfull, við höfum tilfinningar sem sveiflast, koma og fara. Við erum með hvatir og langanir sem vakna og hjaðna. Við erum hugarverur sem skapa tímabundnar hugsanir um hvað- eina. Við höfum persónulegan vilja sem sprettur frá huganum. Allt er þetta hverfullt og virðist farið með dauða. En meginspurningin er hvort við séum eitthvað meira eða annað og meira.

Flestir kalla þetta annað og meira sál, anda eða sjálf. Hér er reynt að nálgast svar gegnum upplifun. Hvernig er upplifun manna af sál? Einhver eða eitthvað „hið innra“ upplifir tilveruna, veruleikann. Skynjar hið upplifaða og túlkar. Fyrst svo er tengjum við þetta eitthvað við hugann, teljum að hugurinn upplifi vegna þess að hann túlkar. Eðli hugans er ma. að formgera og hann tengir saman skynjun og sköpun sína og kallar það sál. Þetta er að mati undirritaðs aðeins hugtak og óljóst um innihald þess. Nær er hægt að komast broti af skilningi með því að skipta um hugtak. Hugtakið vitund virðist skárra sé það skilgreint á annan hátt en sál. Sál tengist persónu okkar og enga haldfasta vitneskju höfum við um tilveru hennar eftir dauðann. Vitund eins og hún er hér skilin er ótengdari persónu, er eiginlega bæði persónuleg og handan persónuleikans.

Hvaða upplifun eða reynsla liggur hér að baki? Eru einhver rök fyrir þessu?

Að baki vitundar liggur djúp reynsla sem tengir saman þann sem upplifir og hið upplifaða í órjúfanlega heild. Þessi reynsla er handan rökhugsunar og hvers konar túlkana heilans. Í þessari heild smækkar sá sem upplifir meðan hið upplifaða verður meira og víðfeðmara. Að lokum verður sá sem upplifir hluti þeirrar heildar sem er veruleikinn, hann verður ekkert aðgreint sjálfur og því ekki hann sjálfur frekar en allt annað. Þetta er nálgun frá reynslu frekar en hugmyndasafni. Þetta er vitund; ótakmörkuð upplifun á lífinu eða veruleikanum í heild, ekki endilega tengd huganum.

Út frá þessu má tala um tilgang með tilveru manna og einstaklinga. Tilgangur lagskiptist með misvíðfeðmari reynslu. Hér er gengið út frá endanlegum tilgangi. Tilgangur líkamans er að vera heilbrigður, tilgangur tilfinninga er að dýpka, hreinsast og umfaðma, tilgangur hugans er sömuleiðis að hreinsast en opnast og kyrrast um leið, tilgangur viljans er að renna saman við hið fíngerða og ópersónulega afl sem dvelur í tilverunni.

Endanlegur tilgangur manna er að renna saman við veruleikann, tilgangur lífsins er að búa vitund umgjörð og farveg til að vera veruleikinn í heild sinni. Allt annað er tímabundið, hverfullt og takmarkað.

Hér hefur verið imprað á reynslu eða upplifun sem er öllum mönnum opin, hið eina sem er að er að við lokum á þessa reynslu eða hirðum ekki um hana.

 

Birgir Bjarnason 


Bloggfærslur 29. september 2016

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 94134

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband