Yoga er í rauninni ekki fyrir aðra en þá sem eru tilbúnir að leggja mikið af mörkum fyrir lítið

 

Hvað hefur þú að segja um allar þessar yoga-hreyfingar sem sprottið hafa upp á Vesturlöndum síðustu áratugi?

„Ég þekki þessar hreyfingar tiltölulega lítið og get ekki lagt neinn dóm á þær. En eitt er víst, hátt yoga hefur aldrei verið fjöldahreyfing, svo hefur aldrei verið á Indlandi. Sá hópur manna á Indlandi sem hefur gengið í gegnum æðri stig yoga er harla fámennur. Ég held líka að ef yoga verður fjöldahreyfing þá sé hætt við að það þynnis tút. Eiginlegt yoga er varla þekkt á Vesturlöndum – það er yfirleitt fyrsta stig yoga, þ.e. hugrækt, sem menn eru að fást við.“

   Því er ekki að neita að hér á Vesturlöndum hafa alls konar spilagosar verið að kynna yoga og reynt að koma því í tísku – yoga er nefnilega útflutningsvara og hægt að hafa upp úr því peninga. Oft er reynt að telja fólki trú um að yoga sé eitthvað spennandi, en yoga er ekki spennandi. Það er erfitt og reynir á þolinmæðina. Yoga er í rauninni ekki fyrir aðra en þá sem hafa mystíska áráttu og eru tilbúnir að leggja mikið af mörkum fyrir lítið, frá almennu sjónarmiði.“

 

Brot úr viðtali við Sigvalda Hjálmarsson frá 1983 sem mun birtast í heild sinni í næsta hefti af Ganglera, tímariti Lífspekifélagsins. 

 

Sjá frekar um Ganglera hér: http://lifspekifelagid.is/gangleri/default.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 94236

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband