Færsluflokkur: Bloggar

Eckhart Tolle - Dagskrá sunnudaginn 18. janúar: 7. Kafli Finding Who You Truly Are.

 

Dagskrá sunnudaginn 18. janúar: 7. Kafli  Finding Who You Truly Are. 


 
 
Í vetur verður áfram starfræktur þögull hugleiðsluhópur sem byggir á DVD myndefni með andlega kennaranum Eckhart Tolle (sjá http://www.eckharttolle.com/groups). Hópurinn kemur saman annað hvert sunnudagskvöld í vetur  kl. 20 á annarri hæð í húsi Guðspekifélagsins að Ingólfsstræti 22.  Húsið opnar kl. 19:30 og lokar kl. 20 og eru allir beðnir um að hafa hljótt um sig við komu og brottför. Byrjað er á þögulli hugleiðslu í uþb. 10 mínútur, síðan er horft á myndefni með Eckhart  Tolle í 90 mínútur og að lokum er þögul hugleiðsla í uþb. 10 mínútur. Í vetur verður byrjað á að sýna frá umfjöllun Eckhart Tolle og Opruh Winfrey á bókinni A NEW EARTH Awakening to Your Life´s Purpose  eftir Eckhart Tolle. Hópurinn, sem er öllum opinn, er í umsjón Elíasar Jóns Sveinssonar.  Hann veitir nánari upplýsingar í síma 897-8915. Einnig er unnt að hafa samband með tölvupósti (eliasj@centrum.is). 
 


Meditation

 

Meditation is not a means to an end. It is both the means and the end.

 

Krishnamurti


Zen-hugleiðsla - Byrjendanámskeið fimmtudag 15. jan kl. 19

 

Byrjendanámskeið fimmtudag 15. jan kl. 19. Farið verður yfir grunnatriði zeniðkunar.

 

Umsjón: Óskar Ingólfsson og Mikhael Aaron Óskarsson

 

 

Sjá nánar hér: www.zen.is


Observe things as they are

 


The foolish reject what they see,
Not what they think;
The wise reject what they think,
Not what they see.
Observe things as they are
And don’t pay attention to other people.

Huang-po (9th cent.)

sjá: www.dailyzen.com


Þegar þú byrjar að hugleiða

 

Hægt er að nálgast hugleiðslu á tvenna vegu: að ná einhverju markmiði eða að losa sig við eitthvað. Til að byrja með er betra að losa sig við eða létta á sér. Viðhorfið "með því að hugleiða fæ ég eitthvað eða öðlast eitthvað " er ekki rétt. Að trúa því að eitthvað sé öðruvísi en það raunverulega er er rót glundroða og ruglings. Hugleiðsla ætti að gefa okkur tækifæri til að upplifa eða kynnast okkar náttúrulega ástandi . Hún þarf því að vera laus við þá fyrru sem felst í því að trúa einhverju sem ekki er. Þess vegna segjum við að hugleiðsla sé meira spurning um að losna við frekar en að öðlast eitthvað. Spurningin "Hvað fæ ég út úr þessu?" leiðir aðeins til óþarfa vandræða.

 

Hvernig hugleiðum við? Við byrjum á því að sitja upprétt og afslöppuð. Líkaminn á að vera uppréttur, en ekki of stífur, aðeins áreynslulaus. Ekki reyna að stjórna andardrættinum. Leyfðu honum að flæða eðlilega. Sama gildir um hugann - ekki halda í neitt. Leyfðu sjálfum þér að vera frjálsum og afslöppuðum. Hugleiðslu er oft lýst sem beitingu meðvitaðrar vitundar, þ.e.a.s. meðvitund um líkama, um tilfinningar eða kenndir, um hugsanir og fyrirbæri. Það þýðir einfaldlega að vera meðvitaður; leyfa athyglinni að vera rólegri, friðsælli og ótruflaðir. Vertu þér meðvitaður um hvernig þér líður, hvað þú ert að hugsa - hvað þú upplifir og hvernig þú upplifir það.

 

 

Að beyta vakandi athygli að líkamanum þýðir að þú verður þér meðvitaður um líkamann. Þegar þú situr ertu þér meðvitaður um hvort þú situr uppréttur eða hvort þú hallar til hliðar. Þú veist hvort þú andar að þér eða frá þér. Þegar þú gengur ertu þér meðvitaður um það þegar annar fóturinn fer fram fyrir hinn. Þú ert meðvitaður um hvert atriði sem á sér stað í athöfninni auk andardráttarins. Það er kallað að vea sér meðvitaður um líkamann. Í þessari hugleiðslu ímyndar maður sér ekki neitt, þar er engin fantasía. Við fylgjumst einungis með líkamanum. Þú sérð ekki neitt fyrir þér eða býrð til eitthvað sem ekki er þegar til staðar (t.d. gera sér upp samkennd eða ást) Hugleiðslan gengur einfaldlega út á það að vera eins og við erum.

 

 

Að taka eftir því hvað gerist nákvæmlega þegar þú gerir eitthvað er mjög einföld iðkun. Þegar þú drekkur úr kaffibolla, taktu þá eftir því sem þú ert að gerra: réttir handlegginn fram, tekur utan um bollann, setur hann upp að vörunum, bragðar á kaffinu, finnur hvernig það rennur inn í munninn, kyngir - og síðan hvernig höndin setur bollann aftur á borðið. Allt þetta gerist er það ekki? Þetta er ekki ímyndun eða tilbúningu, ekkert mystískt, ekki erfitt. Þetta er heldur ekki venjulegt meðvitundarleysi þar sem við hugsum um eitthvað annað á meðan við erum að drekka kaffið og tökum ekki eftir því hvað er í gangi. Hér er einfaldlega verið að fylgjast með því sem er að gerast.

 

 

Þegar við erum orðin vön því að veita líkama okkar athygli hættum við allskyns óþarfa pati sem venjulega tekur mestan okkar tíma. Við gerum það sem nauðsynlegt er og þegar ekkert kallar á aðgerðir slöppum við af. Sumir kennarra minna voru þannig. Þeir vissu hvað þeir voru að gera þegar þeir gerðu það. Þeir settu ákveðinn hlut á ákveðinn stað og síðar þegar þeir þurftur á honum að halda vissu þeir nákvæmlega hvar hann var vegna þess að þeir voru meðvitaðir þegar þeir settu hann niður til að byrja með. Ekkert rugl. Þeir voru heldur ekki of uppteknir af því að koma hlutum þannig fyrir að þeir litu vel út eða prófuðu sig áfram til að finna rétta staðinn. Þeir settu hlutinn einfaldlega niður og seinna tóku þeir hann upp til frekari nota. Mjög einfalt. Þeir voru hvorki úti að aka eða uppskrúfaðir. Framkvæmdu mjög nákvæmlega þegar aðstæður kölluðu á aðgerðir en voru samt mjög afslappaðir. Þegar við iðkum á þennan hátt þurfum við ekki að endurtaka hugsanir og gerðir. Ég tel að uþb. 30% af athöfnum okkar séu yfirborðskenndar. Við hugsum sama hlutinn aftur og aftur - "Ég ætti að gera þetta - ég ætti að gera hitt-" í stað þess að hugsa aðeins einu sinni og láta athöfnina fylgja beint í kjölfarið á hugsuninni. Með því losnum við undan óþarfa gerðum og hugsunum. Ef við sitjum föst í þeim komumst við aldrei lengra en fimm skref áfram , við náum aldrei sjötta eða sjöunda skrefinu. Við byrjum stöðugt upp á nýtt og förum sömu leið án nokkurrar ástæðu, en meðvituð athygli eyðir óþarfa venjubundnum siðum. Ég tala hér af eigin reynslu. Ég bý uppi á fjalli bakvið Swayambhu og þarf oft að fara í bílnum til Boudhanath. Þegar ég er á leiðinni hugsa ég oft um það sem ég þarf að gera í bænum en í hreinskilni sagt þá get ég ekki gert neitt af því á meðan ég er að keyra í bæinn. Þar sem ég er ekki kominn á staðinn er þetta hugsanamunstur algjör íoþarfi. Ég þarf ekki að hugsa aftur og aftur um nákvæmlega það sama. Meðvituð athygli getur losað okkur við þessar endalausu endurtekningar. Fyrir vikið höfum við meiri tíma og getum slappað af. Þegar við erum afslöppuð verðum við af sjálfum okkur friðsælli.

 

Carefree Dignity eftir Tsoknyi Rinpoche

 

Sjá: www.zen.is


Love is the capacity to take care, to protect, to nourish

 

Love is the capacity to take care, to protect, to nourish.  If you are not capable of generating that kind of energy toward yourself – if you are not capable of taking care of yourself, of nourishing yourself, of protecting yourself – it is very difficult to take care of another person.

 

 

Thich Nhat Hanh


I believe in zazen, I do not believe in buddhism or Buddha ...

 

I have always believed in zazen since the first time I practiced. And then I believe in zazen, I do not believe in buddhism or Buddha as a historical or mythical personage. I believed in zazen immediately because of zazen itself and because of Master Deshimaru who was embodying it.

 

 

I did not follow a sect, I did not idolise a man, I always had faith in zazen, I always wanted to awake myself through zazen, I always wanted the truth being revealed to me in the zazen.

 

And I believe in zazen for the human being as the most absolute and rapid and direct method.

 

And my mission still continues since many years, despite my mistakes, despite my incompetence, thanks to zazen, because it is zazen that holds all this.

 

And my teaching, people continue to listen to it because of zazen.

 

Master Kosen

 

Hér eru leiðbeiningar fyrir zazen: http://www.zen-deshimaru.com/EN/practice/zazen.html


Dagurinn í dag

 

Hugleiðing dagsins:
Tveir eru þeir dagar í viku hverri sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af, tveir dagar sem við ættum að hugsa um án ótta og kvíða. Annar þeirra er gærdagurinn, með mistökum sinum og áhyggjum, göllum og glappaskotum, verkjum og kvölum. Gærdagurinn er að eilífu horfinn undan yfrirráðum okkar. Allur auður veraldar gæti ekki fært okkur gærdaginn aftur. Við getum ekki afmáð eitt einasta viðvik. Við getum ekki tekið aftur eitt einasta orð sem við sögðum. Gærdagurinn er að eilífu liðinn. Hef ég enn áhyggjur af því sem gerðist í gær?
Íhugun dagsins:
"Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá." Trúin byggir ekki á sjón, heldur trausti. Um aldaraðir hafa verið uppi menn, sem höguðu lífi sínu eftir æðri forsjón, sáu ekki guð en trúðu á hann. Og þeir hlutu umbun fyrir trú sína. Á sama hátt fer fyrir þér. Góðir hlutir gerast hjá þér. Þú getur ekki séð Guð, en þú getur séð ávöxt trúarinnar í mannlegu lífi, séð það breytast úr óförum til sigurs. Náð Guðs er föl öllum sem trúna hafa, sem sjá ekki en trúa samt. Trúin getur veitt sigursæld og hamingju inn í lífið.
Bæn dagsins:
Ég bið að hafa nægan trúarstyrk til þess að trúa án þess að sjá. Ég bið að vera ánægður með ávöxt trúar minnar.
Úr 24 stunda bókinni

Námskeið í jóga, slökun og hugleiðslu hjá Skandinavíska yoga- og hugleiðsluskólanum

 

Námskeið í jóga, slökun og hugleiðslu. Einnig er boðið upp á jógakennaranám og hugleiðslukennaranám.

 

Sjá allt um málið hér: http://www.yogaretreat.is/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96753

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband