Færsluflokkur: Bloggar

Leið mig ...

 

 

Leið mig frá táli til veruleika.

Leið mig frá myrkri til ljóss.

Leið mig frá dauða til ódauðleika.

 

 

Brihadaryaka Upanishad - 1.  3.28

 


Viðtal við Eckhart Tolle - 3. hluti (3 af 3)

 

Er ekki mögulegt fyrir alla að lifa í núinu? 

Það er mögulegt fyrir þá sem er tilbúnir að lifa í núinu en það eru samt enn ekki allir tilbúnir.


Hvernig væri það ef við lifðum öll í núinu? Hvað myndi gerast? Hefðum við rafmagn? Mundi allt virka?

Eitt er víst að tilveran væri mjög ólík því sem hún er núna. Við getum ekki gert okkur í hugarlund hvernig heimurinn myndi líta út ef við lifðum öll í öðru vitundarástandi, þar sem innri friður væri ríkjandi vitundarástandi. Hvernig menningu myndum við skapa þar sem innri  friður ríkti. Það er ómögulegt að segja. Líklega yrðu hlutirnir ekki eins flóknir og nú er. Fólk væri ekki að eltast við hluti sem eru að mestu leiti tilgangslausir. Líklega væri þetta ekki eins hávaðasöm menning og hún er núna. Engin menning hefur verið eins hávaðasöm og sú sem við búum við í dag. Það er einfaldlega vegna þess að það sem mannfólkið skapar hið ytra er endurspeglun á innra ástandi. Þannig erum við að menga plánetuna okkur því okkar innra sjálf en mengað af gríðarlegri neikvæðni, af stöðugri mótstöðu. Þannig er það ytra alltaf endurspeglun af því innra. Þannig að ef innri friður ríkir, sköpum við frið í ytri heiminum. Hvaða form yrði á því, vitum við ekki en líklega yrði heimurinn mun einfaldari, meira samræði og fegurð.


Er hægt að segja í fáum orðum, hver sé kjarninn í kenningum þínum?
 

Kjarninn er mjög einfaldur og væri hægt að kenna ungum skólakrökkum. Börnin eru mjög nálagt honum hvort sem er.  Við getum sett þetta fram á mjög einfaldan hátt en það einfaldasta er oft það öflugasta. Kjarninn er að gera núið að vini þínum, ekki óvini. Að spyrja sjálfan þig alltaf af því: “Hvert er samband mitt við andartakið núna? Hvert er innra samband mitt við núið? Er ég vinalegur gagnvart núinu eða er ég fjandsamlegur gagnvart núinu? Er núið óvinur minn”? Þetta myndi nægja til að valda breytingu vegna þess að þegar þú gerir þér grein fyrir að þú ert að gera núið að óvini þínum og veist um leið að núið er það eina sem þú munt nokkurn tíma eignast í lífinu, þá munt þú gera þér grein fyrir því að það er brjálæði að lifa á þennan hátt, að koma fram við þetta andartak eins og það væri fyrirstaða gagnvart því sem þú ætlaðir þér að fara og að þú munir aldrei komast þangað því það er jú alltaf þetta andartak. Þá breytist samband þitt við núið. Og samband þitt verður já samband í stað nei sambands gagnvart því sem er. Það merkir ekki að þú verðir óvirkur og að þú gerir aldrei neitt meir. (9:50) Það merkir einfaldlega að grunnurinn að öllu því sem þú gerir er JÁ gagnvart öllu sem er. Og ef  þú ert í JÁ ástandi hið innra gagnvart öllu sem er, er það ástand innri friðar. Og innri friður er mikið öflugri grunnur að réttum gjörðum en ástand mótstöðu og neikvæðni. Þetta er kjarninn. Finndu það ástand hið innra sem flúktar við (align) núið, sem kemur með JÁi og sjáðu síðan til hvað gerist, sjáðu hvernig heimur þinn breytist þar sem þú veitir því sem er í verunni ekki lengur viðnám.   

Þú segir einhverstaðar að þú hafir ekkert að kenna neinum eða eitthvað á þessa leið. Getur þú útskýrt þetta, hvernig þú sérð hlutverk þitt sem kennara? 

Í hefðbundnum skilningi merkir kennsla að ég veiti þér upplýsingar um eitthvað sem þú veist ekki. Ég bæti einhverju við þig. Þannig drekkur neminn í sig nýjar upplýsingar, safnar nýjum upplýsingum. En í andlegri kennslu bendir kennarinn eingöngu í áttina að sannleikanum sem er nú þegar í öllum manneskjum. Hann bendir einnig á það hvernig þessi sannleikur sem býr innra með öllum er hulinn. Og allir sem eru tilbúnir geta um leið borið kennsl á sannleika kennslunnar eins og þeir hefðu þekkt hann fyrir vegna þess að á einhverju stigi vissu þeir hann fyrir. Og það er vegna þessa sem ég segi að ég hafi í raun ekki neitt að kenna í þeim skilningi að bæta upplýsingum á þig. Það er ekkert sem þú verður að bæta við, til þess að finna þig og vera þú sjálfur. Þú getur bætt við þig á ytri sviðum, það er fínt að læra nýja hluti, það er ágætt að kanna þetta eða hitt. En í kjarna þínum þar sem þú ert það sem þú ert, þitt innsta sjálf, er svið verandans, svið kjarnans og þar skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í lífi þínu, hverjar lífsaðstæður þínar eru, það þarf ekki að bæta neinu við það sem þú ert. Þannig er andleg kennsla ekki viðbót við eitthvað meira sem þarf að bæta uppá, hún bendir einfaldlega á það sem er þegar þarna. Og þeir sem eru tilbúnir átta sig þá skyndilega á þessum sannleika. Að átta sig á, þýðir að þeir hafa vitað það fyrir og bera nú kennsl á það. Þetta er næstum eins og að muna eftir því; “ó, já”. Þá er engin spurning um þetta, það þarf ekki að sannfæra um neitt, þetta er skyndileg uppgötvun, og þá virkar andleg kennsla á þann hátt sem hún ætti að gera. Þetta er munurinn á hefðbundinni kennslu og andlegri kennslu. Á vissan hátt mætti segja að andleg kennsla sé andstaða hefðbundinnar kennslu. Ef eitthvað er tekur hún eitthvað frá þér, hún tekur í burtu frá þér það sem að hylmir yfir það sem þú ert. Það er ekki tekið í burtu af kennaranum, það er fjarlægt af þér sjálfum, þegar þú kemur auga á það og verður meðvitaður um það. 

Takk fyrir. Þakka þér.



 


Viðtal við Eckhart Tolle - 2. hluti (2 af 3)

 

Hefur þú einhverja skýringu á því af hverju kennslan nær svona vel til nútímamannsins?

 

Orðin sem notuð eru, hugtakanotkunin í kennslunni og orðin sem ég nota eru aðeins vísbendingar en ekki heimspekilegar útskýringar. Orðin eru tiltölulega hlutlaus. Þau bera ekki með sér þunga margra liðinna alda eins og fornar kenningar gera og eru ekki menningarlega skilyrt í þeim skilningi. Kennslan er tiltölulega hlutlaus og nær því til mjög margra óháð bakrunni einstaklingana. Það er hægt að ná til fólks með trúarlegan bakgrunn ef það er nógu opið og neita ég því ekki að það eru djúp sannindi í öllum trúarbrögðum. Þess vegna nota ég tilvitnanir í bókinni “Mátturinn í Núinu” úr búddisma og kristindómi. Kennslan nær jafnvel til einstaklinga sem hafa engan trúarlegan bakgrunn. Þetta er ef til vill ein af ástæðunum fyrir því að kennslan hefur náð til svona margra. Önnur ástæða er sú að “Mátturinn í Núinu” kemur út úr því vitundaástandi sem hún vísar á; bókin kom sjálfkrafa út úr ástandi innri friðar og viðurkenningar. Skrifin komu ósjálfrátt þrátt fyrir að ég bætti við svolítið að þeim skrifum sem ég hafði sett á blað í gegnum árin. Það var mjög sterk skapandi hvöt sem leiddi skrifin. Bókin inniheldur orku, sem hljómar e.t.v. dálítið dularfullt en margir hafa sagt þetta. Þegar fólk les bókina fara orðin handan við eintómt upplýsingagildi þeirra. Þess vegna getur maður lesið bókina aftur og aftur en samt fundist hún fersk og ný. Í hvert skipti sem þú lest, jafnvel ekki nema eina eða tvær blaðsíður, getur lesturinn sett þig aftur í ástand núvitundar eins og ég nefni það, vegna þess að það er sama hvað bókin talar um, það bendir á endanum að þessu innra ástandi sem flúktar við núið. Fólk getur því einfaldlega tekið upp bókina, lesið nokkrar síður og fundið hvernig hægist á hávaða hugarstarfsins. Fólk vaknar aftur upp með vakandi athygli í núinu, það skynjar frið innra með sér. Um þetta snýst málið. Þetta er að verki í bókinni og eining á hópfundunum.  Ég kem alltaf óundirbúinn á hópfundina, ég kem ekki með handrit, ég kem ekki einu sinni með neina hugmynd í höfðinu um hvað við ætlum að gera í dag eða tala um í dag. Þegar ég byrja, sest niður á stólinn hef ég jafnvel ekki hugmynd um það nokkrum sekúndum áður ég opna munninn hvað mun koma út úr honum. Í þeim skilningi má segja að orðin komi tafarlaust út úr andartakinu. Hvaða orð koma út veltur oft á því hvert orkusvið hópsins er. Og það eru gagnkvæm áhrif á milli kennslunnar, kennarans og þeirra sem kennt er. Það er fornt austurlensk orðatiltæki sem segir: “Kennarinn og þeir sem kennt er skapa saman kennsluna”. Þess vegna hefur kennslan mikinn mátt, vegna þess að hún kemur ekki frá samansafnaðri  þekkingu  hugans heldur kemur hún tafarlaust út úr andartakinu. Hún er ekki undirbúinn og jafnvel á samverustundum (retreat) sem byggjast upp á fjölmörum hópfundum sem dreifast á 3-5 daga er alls eingin fyrirfram ákveðin uppbygging. Þetta sprettur alltsaman lífrænt út úr andatakinu.

  

Þú talar um uppgjöfina og þjáningu sem eina leið, að gefast upp í núvitundinni? Já. Einnig segir þú að sumt fólk þurfi ekki þjáningu? Já. Þú segir líka að uppgjöfin nái út fyrir vilja og löngun. Hvað þarf til? Hvað með náðina, ég get ímyndað mér að það þurfi líka náð. Getur þú sagt eitthvað um þetta?

 Já, þú munt ekki gefast upp fyrir einhverju, sem þýðir að samþykkja þetta andartak eins og það er, fyrr en að þú ert búin að fá algerlega nóg af þjáningunni. Og á einhverju stigi munt þú átta þig á því að mest af þjáningunni er sjálfsköpuð. Hún er sköpuð með viðnámi við það sem er. Hún er búin til með túlkun á einhverju sem er, hún kemur frá hugsun, frá túlkun á aðstæðunum en ekki aðstæðunum sjálfum. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur fengið nóg af þjáningunni, og aðeins þegar þú hefur með sanni fengið nóga þjáningu í lífi þínu, er þér mögulegt að segja: “Ég þarf ekki lengur á henni að halda”.  Þjáningin er yndislegur kennari. Þjáningin er eini andlegi kennari flestra. Og þjáningin dýpkar þig. Smá saman tærir hún það sjálf sem hugurinn hefur búið til, egóið. Hjá sumu fólki kemur að þeim tímapunkti að það gerir sér grein fyrir að það hefur þjáðst nóg. Þannig er farið með flesta sem sækja andlegu samverustundirnar (retreat). Spyrji maður það, kemur í ljós að fólkið hefur allt fengið sinn skammt af þjáningunni. Annars væri það ekki opið fyrir boðskapnum. Það hefur fengið sinn skammt af mannlegri þjáningu og er orðið tilbúið að hlusta á þann boðskap sem segir að það sé hægt að lifa á annan hátt. Að til sé önnur leið þar sem þú getur lifað á þann máta að þú skapir ekki frekari þjáningu fyrir sjálfan þig. Mannfólkið skapar af stærstum hluta sína eigin þjáningu. Þegar þú er tilbúin þá heyrir þú þessi skilaboð, sem eru í raun skilaboð sem eru í öllum trúarbrögðum. Meginboðskapur búddisma er endir þjáningarinnar. Og jafnvel er inntak kristninnar að finna hina verðmætu perlu, að finna himnaríki sem er innra með þér, hér og núna eins og Jesú segir. En það er auðvitað endir þess að lifa í þjáningunni. Þannig getur maður sagt að þú þurfir þjáningu til þess að gera þér grein fyrir eða komast að þeim tímapunkti þar sem þú áttar þig á að þú þarft ekki að þjást lengur. Hér er þversögn. Ef að ég hefði ekki þjáðst, væri þessi kennsla ekki til staðar. Maður getur sagt að hún hafi að hluta til komið út úr mikilli þjáningu.

Sem manneskja hefði ég ekki þróast andlega ef ég hefði ekki þjást. Þannig var þjáningin minn aðalkennari og sama má segja um marga.  Síðan eru aðrir sem komast í samband við andlegan kennara þegar þeir eru tilbúnir. Slíkt getur hraðað ferli uppgötvunarinnar um að þú þurfir ekki lengur að þjást, þegar þú er tilbúinn að heyra þau skilaboð. Búdda talaði ekki um neitt annað fyrir 2600 árum síðan, en að það sé hægt að enda sjálfsáskapaða þjáningu. Mundu að hugur þinn lætur þig þjást meira en nokkuð annað, það eru venjulega ekki aðstæðurnar sjálfar, heldur túlkun þín á þeim. Hversu hræðilegt þetta sé allt saman. Þegar þú sérð þetta, sérðu að það er til önnur leið til að lifa, þar sem ég er ekki lengur hugrænt að þrasa við það sem er. En það er endir sjálfsskapaðrar þjáningar. Og ef ég veld ekki lengur þjáningu hjá sjálfum mér veld ég heldur ekki þjáningu hjá öðrum því þetta tvennt fer saman.

 

Hvað yrði þess valdandi að ég eða einhverjir aðrir tækju þetta skref? Er það bara viðurkenningin?

 

Já, það er viðurkenningin eða samþykkið á því sem er. En það kæmi ekki fyrr en þú værir búin að ná þessum tímapunkti innra með þér.  Það er vegna þessa sem ég reyni aldrei að sannfæra neinn um að það sem ég segi sé satt eða viðkomandi ætti að ástunda eitthvað. Ég segi aldrei: “þú ættir að gera þetta”, eða reyna að sannfæra einhvern sem vill ekki trúa því. Það er tilgangslaust. Aðeins þegar þú er tilbúin innra með þér fyrir þetta, eða það er líka hægt að segja, þegar þú hefur þjáðst nóg, þá ertu tilbúin, þá ertu opin fyrir þessu og þú sérð tafarlaust sannleikann í þessu. Þú sérð strax að þú ert völd að þjáningu þinni, það eru ekki aðstæðurnar heldur hugræn túlkun þín á aðstæðum þínum sem í flestum tilfellum er ákveðið form af viðnámi. Og það veldur þjáningunni. Þannig að þegar þú heyrir þessi orð og kemur ekki tafarlaust auga á sannleikann í þeim, ef það er innra þras þá er það allt í lagi. Það er ekkert “þú skalt” hér, kennslan segir aldrei það er svona sem þú átt að lifa. Það er aðeins ef þú heyrir sannleikan í þessu, sem þú sérð einhverja skynsemi í þessu og þá getur þetta hjálpað þér.  Þetta getur þess vegna aðeins hjálpað þeim sem eru tilbúnir innra með sér. En það eru mjög margir einstaklingar á lífi í dag sem eru tilbúnir. Þeim er mögulegt að heyra þetta í reynd og átta sig á; já þetta er satt. Það að sannfæra einhvern virkar aldrei.

 Elías Jón Sveinsson þýddi 

 


Viðtal við Eckhart Tolle - 1. hluti

HINN EINFALDI SANNLEIKUR

Lauslega þýddur hluti viðtals við Eckhart Tolle

Mér er kunnugt um að þér finnist persónuleg saga ekki mikilvæg en samt sem áður langar mig að spyrja þig nokkurrar spurningar um líf þitt og bakgrunn. Hvernig voru uppvaxtarárin þín, hvar ólstu upp og í hvers konar fjölskyldu?

Ég ólst upp í norð-vestur hluta Þýskalands þar til ég varð 13 ára. Faðir minn var blaðamaður og móðir mín húsmóðir. Foreldrar mínir skildu þegar ég var 12 ára og faðir minn yfirgaf hið hefðbundna líf og flutti til Spánar. Ég varð mjög óhamingjusamur í skóla og þegar ég varð 13 ára neitaði ég alveg að mæta í skólann. Þetta var eina uppreisnargjarna hegðun mín sem barns en ég var á heildina litið mjög auðmjúkur og hlýðinn. Eitthvað innra með mér kom í veg fyrir að ég héldi áfram í skóla, ég gat einfaldlega ekki gert það lengur og hætti. Móðir mín vissi ekki hvað hún ætti að gera við mig þannig að það var að lokum ákveðið að ég skyldi flytjast til föður míns til Spánar sem þá hafði gifst á nýjan leik og lifði mjög óhefðbundnu lífi. Hann lifði á sparifé sínu í nokkur ár en fór síðan að vinna þar. Ég varði því unglingsárunum frá 13 til 19 ára á Spáni og spænskan varð mitt annað tungumál. Ég var tekinn út úr þeirri menningu sem ég hafði búið í fyrstu 13 ár æfi minnar og komið fyrir í mjög ólíku umhverfi. Það var sennilega af hinu góða því að ef að maður ver öllu lífinu í einu ákveðnu menningarlegu umhverfi hefur maður tilhneigingu til að verða mjög skilyrtur af því umhverfi án þess að gera sér grein fyrir því. Ég held að e.t.v. hafi menningarleg skilyrðing mín ekki orðið eins djúp eða stíf þar sem ég fékk að upplifa ólíka menningarheima sem barn. Faðir minn var alltaf mjög óvenjuleg persóna og mundu sumir kalla hann sérvitring. Þegar ég kom til Spánar spurði hann mig hvort ég vildi fara í skóla og ég svaraði auðvitað með neii. Hann sagði þá allt í lagi farðu þá ekki í skóla og gerðu það sem þú vilt. Ég fékk því tækifæri til að lesa ákveðnar bækur sem mig langaði að lesa og nema.  Ég fór að lesa bókmenntir, fór í tungumálatíma seinni partinn og á kvöldin. Ég lagði líka stund á önnur viðfangsefni sem ég hafði áhuga á eins og stjörnufræði ofl. Ég ólst því upp á unglingsárunum án þess þrýstings sem flestir unglingar upplifa. Og þegar ég varð 19 ára flutti ég til Englands og fór að búa upp á eigin spýtur.

Fórstu þá til að mennta þig í Englandi?

Já, á Englandi var mér boðin vinna, þótt ég hefði ekki neina formlega menntun sem var hálfgert kraftaverk. Ég kenndi þýsku og spænsku í nokkur ár í tungumálaskóla. Síðan byrjaði nokkurs konar leit en jafnframt fór að þróast þunglyndi sem ég upplifði á tímabilum og ég fór að lifa í auknum kvíða, einhverskonar almennu kvíðaástandi. Ég fór að leita svara við lífsvandanum, og leitaði þeirra hjá heimspekinni og vitsmununum. Ég fór að lesa mikið og hélt að ég finndi svörin hjá háskólunum, að prófessorarnir hefðu svörin. Ég tók því prófin sem ég þurfti til að komast inn í háskóla, í kvöldskólanum. Síðan fór ég í Lundúnarháskólann og lagði stund á tungumál og bókmenntir. Ég varð óhamingjusamari og óhamingjusamari en hélt áfram leit minni og drakk í mig meiri og meiri þekkingu. Að lokum komst ég að því að þar voru ekki svörin við lífsvandanum.  Ég minnist þess að einn prófessorinn í Lundúnarháskóla sem ég kunni mjög vel við og fór í tíma hjá, var búinn að fremja sjálfsmorð þegar við áttum að mæta í tíma hjá honum á mánudagsmorgun.  Mér var mjög brugðið við þetta og ég gerði mér grein fyrir því að þetta fólk sem ég leitaði svara hjá hafði heldur ekki nein svör. En þunglyndið stigmagnaðist þrátt fyrir að það gekk vel hjá mér í prófunum, því ég lagði hart að mér við lærdóminn, í raun vegna ótta. Ég var drifin áfram af kvíða. Eftir að ég útskrifaðist úr Lundúnarháskóla gerði ég ekkert í eitt ár.  Þetta ár varð ég jafnvel enn óhamingjusamari og þunglyndari og innri breyting átti sér skyndilega stað innra með mér. Það var á 29. aldursári mínu sem ég vaknaði skyndilega upp, en það var ekki óvenjulegt fyrir mig að vakna upp um nætur í miklu þunglyndi og ótta á sama tíma. Það átti sér aftur stað þessa nótt og það kom upp hugsun hjá mér sem sagði: “Ég get ekki lifað lengur með sjálfum mér”. Þessi hugsun endurtók sig í huga mínum þessa nótt, en þá leit ég skyndilega á þessa hugsun.  Á vissan hátt bakkaði ég  út úr henni og leit á hana. Þetta er einkennileg hugsun! Ég get ekki lifað með sjálfum mér! Er ég einn eða er ég tveir? Þessi hugsun virtist sýna að það væru tvær manneskjur hérna. Ég og sjálfið sem ég get ekki lifað með. Ég hafði ekki svar við þessari spurningu, þetta var spurning sem olli mér heilabrotum. Löngu seinna minnti þetta mig á koan sem þeir hafa i Zen, sem eru ráðgátur sem notaðar eru til að stoppa hugann. Frægt koan er t.d. “hvernig hljóð heyrist þegar klappað er með annarri höndinni?” en við því er ekki vitsmunalegt svar. Þannig að spurningin sem vaknaði í huga mér hafði heldur ekki svar á vitsmunasviðinu. Hver er ég og hver er ég sjálfur, sem ég get ekki lifað með?  En þessi spurning hrinti af stað innri umskiptum, eitthvað innra með mér sem ég skildi ekki þá, hlýtur að hafa aðgreint sig frá sjálfinu, hinum óhamingjusama mér eins og ég kallaði það seinna.  Þannig að það var nokkurskonar aðgreining hið innra, svo að ég er, sem ég bar seinna kennsl á sem vitundina sem ég er, aðgreindi sig frá skilyrtu verunni, skilyrtu vitundinni sem sá mér fyrir skynjun á  sjálfskenni (identity), sjálfi. En sjálfskennið samanstóð að miklu leiti af óhamingjusamri sögu. Síðan var eins og ég hefði dregist inn í einhverskonar orkuhvirfil, eins og ég væri að hverfa í hann og það var engin mótstaða. Ég heyrði eitthvað sem var næstum eins og rödd innra með mér sem sagði; veittu engu mótstöðu og ég lét af allri móstöðu. Tilfinningin var eins og ég hyrfi inn í ekkertið og ég man ekki mikið meira þessa nótt. Eina sem ég veit er að næsta morgun þegar ég vaknaði, opnaði augun og horfði í kring um mig í herberginu virtist allt vera eins og ég væri að sjá það í fyrsta sinn. Ferskt, nýtt og lifandi. Ljósið sem kom inn um gluggana og kunnuglegir hlutir á borðinu, virtust ferskir nýir og lifandi. Ég fór á fætur og fór út í gönguferð og ég horfði í kringum mig, allt virtist svo friðsælt jafnvel umferðin í borginni virtist svo friðsæl. Og ég vissi að eitthvað furðulegt hefði gerst, allt var skyndilega fullt af lífi og ró,  og ég vissi ekki af hverju. Þetta hélt áfram og þessi innri friður sem var bakgrunnur allrar upplifunar og bakgrunnur allrar skynjunar, jafnvel bakgrunnur hugsunar minnar hefur ekki yfirgefið mig síðan. En það tók mig langan tíma að skilja þetta, geta sett þetta í orð. Skömmu síðar fór ég að kanna aðrar andlegar kenningar í fyrsta sinn, búddisma, kristni og andlegar samtímakenningar. Ég bar mjög fljótt kennsl á sannleikan sem er í mörgum tilfellum falinn undir niðri, stundum margra alda gömlum menningar útgáfum, túlkunum og mistúlkunum. Ég sá sannleikann sem er í upprunalegu kenningum búddisma og kristni sem vörpuðu ljósi á það sem hafði komið fyrir mig. T.d. tók ég upp nýja textamentið og las orð Jesú: “sá friður sem nær út fyrir allan skilning”. Þetta er nákvæmlega það sem ég finn fyrir, ég hef þennan frið sem ég skil ekki hvað er. Jesú hlýtur því að hafa fengið sömu upplifunina, frið sem átti sér enga ástæðu í hinum ytri heimi. Hann kom ekki vegna þess að eitthvað undursamlegt gerðist í umhverfinu. Þannig virtist hann ekki eiga sér neinar ytri orsakir. Seinna meir heimsótti ég Zen kennara og kom strax auga á sannleikann í Zen. Þeir hjálpuðu mér einnig að skilja hvað hafði komið fyrir mig og settu það í víðara samhengi. T.d. man ég eftir því að hafa talað við einn búddamunk sem sagði eða talaði um endinn á því að þurfa alltaf að vera að hugsa. Hann sagði að á endanum snýst Zen um að hugsa ekki. Ég gerði mér þá skyndilega grein fyrir því sem ég hafði ekki áttað mig á áður, að það hafði dregið úr hugsanaferlum  mínum um 80% síðan þarna um nóttina. Ég hugsaði í raun og veru ekki svo mikið lengur og þess vegna var friðurinn svona mikill. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þessi stöðugi hugræni hávaði eins og ég kalla hann núna, sem er hinar áráttukenndu og að miklu leiti gagnslausu hugsanir sem flestir virðast stöðugt skuldbundnir, hafði endað. Það komu enn fram einhverjar hugsanir og ég gat notað hugsun þegar ég þurfti á því að halda, og af og til komu hugsanir inn og út en það voru löng tímabil engrar hugsunar. Í þessum löngu bilum eða hléum engrar hugsunar var þessi undursamlega upplifun á innri friði. Ég áttaði mig á að innri friður hafði verið þarna áður jafnvel þegar ég var ennþá kvíðinn en hafði einfaldlega verið hulinn af kvíðanum og ofvirka huganum. Þetta þróaðist síðan smátt og smátt yfir í andlega kennslu.

Andlega kennslan leitast við að sýna fólki að það hefur nú þegar innra með sér það sem það er ef til vill að leita að fyrir utan sig. Lífsgleðin, friðurinn, skynjun á djúpri innri fullnægju er þegar til staðar í sérhverri manneskju, sem þeirra innsti kjarni. Þetta er ekki spurning um að þurfa að fá eða öðlast eitthvað nýtt sem er oft það sem andlega leitandi fólk leitar að. Allir eru að leita eftir að öðlast eitthvað til að fullnægja sjálfum sér. Það leitar á ýmsum sviðum,  í efnislegum hlutum, í upplifunum eða með að safna að sér þekkingu eða auðæfum. Andlegir leitendur vilja bæta við andlega reynslu sína á því hverjir þeir eru eða finna sjálfan sig á einhverjum tímapunkti í framtíðinni en þú getur það ekki. Vegna þess að ef þú lítur til framtíðarinnar til að finna sjálfan þig, þá ferðu nú þegar á mis við þig, kjarna þess sem þú ert sem þú finnur aðeins í núinu. Það tók mig mörg ár að skilja hvað hafði komið fyrir mig þarna um nóttina. Í ferlinu að skilja það, kom á sama tíma af og til fólk til mín og spurði spurninga. Þannig að smám saman gat ég farið að tala um það og ég fór að geta tekið eftir því sama og ég hafði farið í gegnum, hjá öðrum. Þetta er sami vandinn nema ef til að því undanskildu að ég þjáðist sárar en margir aðrir. Það er allt og sumt. Ég var jafnvel enn dýpra samtvinnaður hávaðasama huganum, tilfinningalegu ringulreiðinni en eðlilegt var, en sama gangverk er að störfum í öllum.

Elísa Sveinsson þýddi


Eckhart Tolle í Guðspekifélagshúsinu í kvöld, 7. desember

 

Dagskrá 7. desember: 4. Kafli  Role-playing: The Many Faces of the Ego.

 
Þögull Eckhart Tolle hugleiðsluhópur hófst 26. október
Í vetur verður áfram starfræktur þögull hugleiðsluhópur sem byggir á DVD myndefni með andlega kennaranum Eckhart Tolle (sjá http://www.eckharttolle.com/groups). Hópurinn kemur saman annað hvert sunnudagskvöld í vetur á annarri hæð í húsi Guðsepekifélagsins að Ingólfstræti 22 kl. 20. Húsið opnar kl. 19:30 og lokar kl. 20 og eru allir beðnir um að hafa hljótt um sig við komu og brottför. Byrjað er á þögulli hugleiðslu í uþb. 10 mínútur, síðan er horft á myndefni með Eckhart í uþb 1-1.5 klst og að lokum er þögul hugleiðsla í uþb. 10 mínútur. Í vetur verður byrjað á að sýna frá umfjöllun Eckhart Tolle og Opruh Winfrey á bókinni A NEW EARTH Awakening to Your Life´s Purpose  eftir Eckhart Tolle. Hópurinn, sem er öllum opinn, er í umsjón Elíasar Jóns Sveinssonar.  Hann veitir nánari upplýsingar í síma 897-8915. Einnig er unnt að hafa samband með tölvupósti (eliasj@centrum.is).  
Dagskrá vetrarins:
Dagskrá 26. október: 1. Kafli  The Flowering of Human Conciousness.
Dagskrá 9. nóvember: 2. Kafli  Ego: The Current State of Humanity.
Dagskrá 23. nóvember: 3. Kafli  The Core of Ego.
Dagskrá 7. desember: 4. Kafli  Role-playing: The Many Faces of the Ego.
Dagskrá 21. desember: 5. Kafli  The Pain-Body.
Dagskrá 4. janúar: 6. Kafli  Breaking Free.
Dagskrá 18. janúar: 7. Kafli  Finding Who You Truly Are.
Dagskrá 1. febrúar: 8. Kafli  The Discovery of Inner Space.
Dagskrá 15. febrúar: 9. Kafli  Your Inner Purpose.
Dagskrá 1. mars: 10. Kafli  A New Earth.
Bókin: A NEW EARTH
Bókin: Ný jörð


Það liggja margar leiðir upp fjallið

 

Það liggja margar leiðir upp fjallið og hver og einn verður að velja þá iðkun sem hann finnur í hjarta sér að er sönn. Það er engin nauðsyn fyrir ykkur að leggja mat á þær leiðir sem aðrir velja sér. Munið að sérhver iðkunarleið er aðeins aðferð til að þroska með ykkur gát, góðvilja og samkennd. Það er allt og sumt.

   Eins og Búdda sagði: ,,Maður þarf ekki að bera flekann á höfði sér eftir að hafa farið á honum yfir fljótið.” Við þurfum að læra að virða og nota ákveðna leið svo lengi sem hún gagnast okkur – sem í flestum tilfellum er mjög langur tími – en líta aðeins á hana sem slíka, þ.e. tæki eða fleka til að hjálpa okkur að komast yfir vötn efasemda, ruglings, löngunar og ótta. Við getum verið þakklát fyrir flekann sem við styðjumst við en samt gert okkur ljóst að þótt hann gagnist okkur þá nota hann ekki allir.

 

 

 

 

Jack Kornfield – Um hjartað liggur leið

 


Enjoy the roundness

 

Questioner: I’ve always been very interested and impressed by Buddhism and what it has to tell us about reality. I can’t imagine a superior outlook on life—but I can’t seem to find time for meditation. I want to meditate and I often promise myself I will get going with daily meditation, but then when I do get going it gets interrupted and I let weeks or months slip by. Can you give me some advice on this?

 

Ngak’chang Rinpoche: How much do you want to practice?

 

Q: It’s very important to me.

 

NR: That’s interesting. I wonder why that is? [pause] Let me see if I understand you correctly. You want to do something. It’s important to you—but you don’t do it. Have I understood you correctly? Was that the gist of what you said?

 

Q: Yes.

 

NR: Well, the answer is fairly simple then. When you want to meditate more than you want to use your free time in other ways, you’ll find less difficulty. I must apologize if that sounds somewhat blunt, but it’s a simple statement of the manner in which motivation functions. We could look at it another way. What if I told you, “I want to get thinner, but I keep eating too much and don’t exercise.” Your response might be the same: “You obviously like eating and not exercising more than you’d like to be thinner.”

 

Khandro Déchen: We’re not making a value judgment here either—we’re just saying, “Enjoy the roundness of your belly as much as the taste of your food.”

 

NR: Or enjoy your moderation as much as your envisioned thinness.

 

 

from the book Roaring Silence

 


Meditation - A foundation for living a fearless life

 

Meditation is a doorway to the timeless, unmanifest ground of being. Directly experiencing that primordial depth can become the foundation for a life of ceaseless transformation.

 

 

Andrew Cohen

 

 

Hér getið þið nálgast Meditation - A foundation for living a fearless life 2-CD set eftir Andrew

Cohen: http://www.enlightennext.org/magazine/meditation-cd/?ecp=tat-120308     


Hugleiðsla og kriya yoga námskeið í febrúar

 

Meditation has two aspects: one with eyes closed, experiencing the endless ocean of calm and peace, and the other with eyes open, to feel that calm everywhere.

 

Paramahansa Hariharananda

 

Swami Mangalanandaji kemur til landsins til að kenna kriya yoga dagana 31. jan. - 1.feb

Kynningarfyrirlestur verður að venju í sal Rósarinnar, Bolholti 4. Fyrirlesturinn verður föstudaginn 30. jan.

 

Sjá: www.kriyayoga.is

 

 

 


When you look at this life of action ...

 

When you look at this life of action—the growing tree, the bird on the wing, the flowing river, the movement of the clouds, of lightning, of machines, the action of the waves upon the shore—then you see, do you not, that life itself is action, endless action that has no beginning and no end. It is something that is everlastingly in movement, and it is the universe, God, bliss, reality. But we reduce the vast action of life to our own petty little action in life, and ask what we should do, or follow some book, some system.

 

Krishnamurti, Bombay 1958


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96753

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband