Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Dagskrá Lífspekifélagsins um helgina

 

Föstudagur, 8. apríl, kl. 20

Melkorka Edda Freysteinsdóttir: Hvað gerist fyrir og við dauðastundina? Erindi er byggt á rannsóknum Peters Fenwicks taugalæknis og taugasálfræðings

 

Laugrdagur, 9. apríl 

 

Þórgunna Þórarinsdóttir leiðir hugleiðingu og les valda kafla úr Bókinni um gleðina með þeim Dalai Lama og Desmond Tutu.


... við megum ekki trúa því sem sagt er ...

 

LÁVARÐUR BÚDDHA HEFUR SAGT að við megum ekki trúa því sem sagt er aðeins vegna þess að svo er sagt; né arfsögnum vegna þess að við höfum þær úr fortíðinni; né orðrómi sem slíkum; né skrifum spekinga af því spekingar skrifuðu svo; né hugdettum sem við höldum að engill hafi blásið okkur í brjóst (það er að segja því sem við teljum andlegan innblástur); né hugmyndum sem við fáum frá tilviljanakenndum ályktunum sem við kunnum að hafa dregið; né vegna þess sem virðist nauðsynlegt af hliðstæðum; né því sem byggist aðeins á áhrifavaldi kennara okkar eða meistara. En við eigum að trúa þegar ritverkið, kenningin eða ummælin eru studd af okkar eigin skynsemi og vitund. „Þess vegna,“ segir hann að lokum, „kenndi ég ykkur að trúa ekki vegna þess eins að þið hafið heyrt, heldur þegar og ef þið trúið samkvæmt ykkar innri vitund, að bregðast þá kröftuglega við í samræmi við það.“

(Secret Doctrine, III. Bindi, bls. 401)

 

Tekið úr bókinni Vitundarvígsla manns og sólar. Svo segir á Facebook-síðu Lífspekifélagsins: Sveinn Freyr Rögnvaldsson gamall félagi fór í sína síðustu för þann 28. s.l. Hann var mikill áhugamaður um Alice A. Bailey og þýddi með áhugamönnum um þróunarheimspeki eina bókina: Vitundarvígsla manns og sólar. Þessi bók mun liggja fram í félaginu sem gjöf frá honum fyrir þá sem vilja þiggja.


Lífspekifélagið um helgina

 

Föstudagurinn 1. apríl

Jón Ellert Benediktsson flytur erindi sem hann nefnir Hvað gerist á dauðastundinni? og byggir á bókinni The Tibetan Book of Living and Dying eftir Sogyal Rinpoche.

 

Laugardagurinn 2. apríl

Birgir Bjarnason leiðir hugleiðingu og Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldufræðingur, menntaður á Bretlandi og hjá Gottman stofnuninni, talar um mikilvægi feðra og hvernig megi styrkja þá enn frekar í föðurhlutverkinu.

 

 


... there is practice, and there is enlightenment ...

 

If you think you will get something from practicing zazen, already you are involved in impure practice. It is all right to say there is practice, and there is enlightenment, but we should not be caught by the statement. You should not be tainted by it. When you practice zazen, just practice zazen. If enlightenment comes, it just comes. We should not attach to the attainment. The true quality of zazen is always there, even if you are not aware of it, so forget all about what you think you may have gained from it. Just do it. The quality of zazen will express itself; then you will have it.
 
 
Shunryu Suzuki

Dagskrá Lífspekifélagsins helgina 24.- 25. mars

 

Föstudagurinn 24. mars 

Rósa Björg Helgadóttir: Hrinlist. Úr fræðum Rodolfs Steiner.

 

 

Laugardagurinn 25. mars

Bjarnheiður Bjarnadóttir leiðir hugleiðingu. Gunnar Másson fjallar um Vedaritin.

 

Fréttablað Lífspekifélagsins: https://gudspekifelagid.is/Mundilfari/MUNDILFARI%20jan22.pdf


Lífspekifélagið um helgina - Umræður um Lífspekifélagið og myndband með Sigvalda Hjálmarssyni

 

Föstudagurinn 18. mars. 

Umræður um starf og stefnu Lífspekifélagsins

Umræður um leiðir til að efla Lífspekifélagið föstudaginn 18. Mars að Ingólfsstræti 22.

Við þurfum að eiga okkur draum um hverju þarf að breyta, hvert á að stefna og hvernig við viljum starfa.
Við þurfum öflugt starf næsta vetur.
Fræðsla, iðkun og samvera.
Félagið sem vettvangur fyrir samræður og skoðun á andlegum vaxtar leiðum á Íslandi.
Ath. áður auglýstur fyrirlestur fellur niður vegna forfalla.
 
 
Laugardagurinn 19. mars, kl. 15
 
Á háu nótunum. Myndband með Sigvalda Hjálmarssyni. 
 

Andleg efnishyggja

 

Við erum hið guðlega alveg eins og gangstéttarhellurnar sem við göngum á eða dauð trjágrein við vegarbrúnina. Í rauninni er enginn munur á djúpeðli veru okkar og hvaða hlutar sem er. Aðeins er um að ræða mismunandi „yfirborð". Í okkar augum er þessi mismunur mjög mikilvægur. Við höfum svo rækilega samkennt okkur þessum mismuni að hann markar allt okkar viðhorf og gerir okkur að því sem við erum. Þetta er upphafið á sorgarleik okkar andlegu fátæktar.

   En við hrökkvum við þegar við heyrum að steinn eða dauð trjágrein feli í sér hið guðlega, en það stafar af því að við vitum ekkert um hið raunverulega eðli þessara hluta. Það sem við höfum í huga er einungis huglæg túlkun á útliti og ytra borði þessara hluta eins og skynfæri okkar skynja þá. En þeirra raunverulegi efnislegi veruleiki er gjörólíkur þessu. Jafnvel hið litla sem nýjustu rannsóknir og uppgötvanir í eðlisfræði hafa leitt í ljós hafa gefið okkur mikið og margt til þess að hugsa um.

   Þekkingarskortur á raunverulegri gerð efnisins olli svartsýninni sem einkenndi sum form efnishyggju á liðnum öldum. Við getum tekið þannig til orða að efnishyggjumenn fortíðarinnar hafi tilbeðið guð sem þeir þekktu ekki. En nú er svo komið að „guð efnisins" hefur tekið ofan grímu hins jökulkalda óhreyfanleika, og sjá! hann hefur breytzt í undursamlega hreyfingu, sem er fljótandi, óáþreifanleg orka. Svipur hans sem áður var myrkur og þungbúinn, lýsist nú æ betur upp í geislandi skírleika. Hið þögla, lýsandi ævintýraland sem birtist í hinu smæsta sandkorni tekur langt fram stórfenglegustu flugeldasýningu sem við getum ímyndað okkur.

   Myndin sem eðlisfræðingarnir draga upp fyrir okkur af innri gerð efnisins fær á sig svo andlegan blæ að engu er líkara en að nútímaeðlisfræði sé farin að stuðla að myndun andlegrar efnishyggju.

 

Robert Linssen

 

 

Efnið að ofan er tekið úr Ganglera frá árinu 1969. Hægt er að kaupa gömul hefti af Ganglera í Lífspekifélaginu fyrir 100 kr. 

 

Sjá efnisskrá Ganglera frá 1926 hér: https://www.gudspekifelagid.is/gangleri/Efnisskra-%20Ganglera.pdf 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband