Fćrsluflokkur: Trúmál og siđferđi

Námskeiđ í núvitund, jóga og hugleiđslu međ Acharya Shree Shankar, 23. - 24. febrúar

 

Athugiđ ađ námskeiđiđ fer fram á ensku.
*the workshop will be taught in English.
Námskeiđ í núvitund, jóga og hugleiđslu
međ Acharya Shree Shankar

Dagskrá
Saturday
10:00-11:30 Pranayama (breathing techniques)
11:30-12:00 Surya Namaskara (yoga, sun salutations)
12:00-12:45 Meditation chakras using mudras
12:45-13:00 Aum meditation
13:00-15:00 Lunch break
15:00-15:45 Mantra Chanting
15:45-16:15 Discourse on Spiritual numbers
16:15-16:45 Yoga nidra
16:45-17:00 Tea break
17:00-18:00 Satsang

Sunday
10:00-11:00 Pranayama (breathing techniques)
11:00-11:30 Chandra Namaskara (yoga, moon salutations)
11:30-13:00 Discouse on Asthanga yoga sutras
13:00-15:00 Lunch break
15:00-15:30 Here and now meditation
15:30-16:30 Nadabrahma Meditation (with music)
16:30-17:00 Tea break
17:00-18:00 Satsang

Hćgt er ađ fara inná eftirfarandi slóđa sem segir ţér meira frá Acharya Shree Shankar:
http://www.acharyashreeshankar.org/
Ţessi slóđi leiđir ţig beint á ţetta námskeiđ:
http://www.acharyashreeshankar.org/home/yoga-meditation-workshop-iceland-reykjanesbae-near-reykjavik-samedi-23-fevrier-2019-10-00-00
Eftirfarandi slóđi er ađ fésbókarsíđu hans:
https://www.facebook.com/GurujiAcharyaShreeShankar/


Lífspekifélagiđ um helgina - Stćrđ veraldar og undarleg fyrirbćri

 

Föstudagur 8. feb. kl. 20:00
Heldur Pétur Halldórsson erindi: Stćrđ veraldar og undarleg fyrirbćri.

 

Laugardagur 2. feb. kl 15:00

Framhald frá kvöldinu áđur. 

 

 

Um Íslandsdeild Lífspekifélagsins

Fundir og námskeiđ 
Í Reykjavík hefur vetrarstarf Lífspekifélagsins birst almenningi undanfarna áratugi í formi funda og námskeiđa í húsi félagsins Ingólfsstrćti 22, frá byrjun október og fram til 8. maí. Opinberir fundir eru á hverju föstudagskvöldi kl. 20,00. Ţar eru haldin erindi eđa samrćđur um fjölbreytt efni er snertir andlega viđleitni, heimspeki, visindi, og listir af félagsmönnum eđa gestafyrirlesurum. Hugleiđslustund er vikulega og hugrćkt fyrir byrjendur hefur veriđ í formi námskeiđs eđa opinna funda undanfarin ár. “Opiđ hús" hefur veriđ á laugardögum, milli kl. 15.30 og 17. Einnig hafa veriđ í gangi innri fundir, ţar sem fjallađ er um valiđ efni nokkra fundi eđa vetrarlangt. Öllum er heimil ţátttaka í ţessum fundum endurgjaldslaust. Reglulegt fundarstarf hefur veriđ í gangi yfir veturinn á Akureyri, og Kópavogi , hálfsmánađarlega eđa sjaldnar.

Sumarsamvera 
Yfir sumarmánuđina liggur starfiđ niđri ađ mestu nema hvađ sumarsamvera er haldinn, venjulega í lok júní. Á sumarsamverunni hafa félagar tćkifćri til ađ koma saman til náms, iđkana og samveru. Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og inniheldur hugleiđslu, erindi, umrćđur og frjálsar samverustundir. Oft eru fengnir til erlendir fyrirlesarar á sumarskólann.

Gangleri, bćkur og útgáfustarfsemi 
Lífspekifélagiđ gefur út tímaritiđ Ganglera 
einu sinni á ári og er 196 bls. Áskrifendur eru mun fleiri en félagsmenn. Deildin rekur bókaţjónustu sem pantar erlendar bćkur fyrir félagsmenn. Deildin á bókasafn međ frćđibókum um andleg málefni. Bókaútgáfa deildarinnar, Hliđskjálf, hefur gefiđ út nokkrar bćkur. Ţá gefur deildin út lítiđ félagsblađ Mundilfara, sem kemur út 3 sinnum á ári og flytur fréttir af starfseminni.

Innganga 
Inntökuskilyrđi í félagiđ eru ađ einstaklingurinn verđur ađ hafa náđ lögaldri og međ undirskrift sinni á inntökubeiđni lýsir hann yfir samúđ međ eđa er samţykkur stefnuskrá ţess. Hann getur ţess hvort hann óskar ađ vera skráđur í sérstaka stúku eđa vera utan ţeirra og skuldbindur sig til ađ fara eftir lögum félagsins. Deildarforseti gefur síđan út félagsskírteini í umbođi forseta félagsins. Sá sem gengur í Lífspekifélagiđ hefur ekki gert annađ en lýsa yfir áhuga sínum á ađ kynnast innihaldi trúarbragđanna, meiningum heimspekistefna og niđurstöđum vísindarannsókna, ásamt ţví ađ gera einstaklingsbundnar athuganir á öflum og möguleikum sem leynast kunna međ manninum. Samt er ţetta síđur en svo tilfinningalaus frćđistarfsemi, ţví félaginn lýsir einnig viđurkenningu á allsherjar brćđralagi mannkynsins.

Félaginn og heimurinn 
Lífspekifélaganum er ekki sama hvernig heimurinn er. Hann er í senn áhorfandi og ţátttakandi. Hann vill skođa mannlífiđ, einkum mannshugann, eiga ţátt í myndun jákvćđra viđhorfa, ţví allir menn eru fyrst og fremst menn ţrátt fyrir ýmsa meira eđa minna tilbúnar skiptingar. Enginn einn getur skorast undan hlutdeild sinni í ábyrgđ heildarinnar - af ţví hann lítur á brćđralagiđ sem stađreynd.

Hvers vegna félagsađild? 
Í hundrađ tuttugu og sjö ár hafa lífspekisinnar um heim allan stutt starf ţess og tilgang. Margir ganga í félagiđ til ađ taka ţátt í viđleitni ţess og til ađ verđa hluti alheimsfélagsskapar sem tengir saman fólk af mismunandi menningu, trú og ţjóđerni. Félagsađild býđur hins vegar upp á fleira en tćkifćri til ađ láta gott af sér leiđa. Hún gefur stórkostlegt tćkifćri til náms, međ ţví ađ félagiđ kappkostar ávallt ađ leggja félagsmönnum til fágćtt úrval andlegs námsefnis.

Engin kenning er sannleikanum ćđri 
Í Lífspekifélaginu geta menn kynnst á tiltölulega stuttum tíma, straumum og stefnum í andlegum málum, ţeir frétta um athyglisverđar bćkur og tímarit og kynnast öđru fólki sem hefur svipuđ áhugamál, ţeir lćra af reynslu annarra og miđla um leiđ sínum eigin skilningi. Lífspekifélagiđ er ekki varnargarđur utan um einhverjar kenningar eđa átrúnađ; ţađ bođar enga kenningu og getur ţar af leiđandi ekki sóst eftir áhangendum. Ţađ er ţví ekki trúfélag né “dulspekifélag" eins og margir virđast halda. Félagiđ er samtök venjulegs fólks sem hefur ţađ óvenjulega áhugamál ađ vilja kanna leyndardóma mannsins og vitundar hans, fólks sem vill nema eftir sinni eigin getu og í samrćmi viđ eigin persónulega hćfileika. Forsenda slíkrar leitar eđa náms er innra frelsi, frelsi til ađ leita, sem er ađ vera óbundinn af trúarsannfćringu og frelsi til ađ tjá skilning sinn.

Lífspekifélagiđ er vettvangur einstaklinga sem vilja sameinast um spurningar en ekki um svör, 
sem vilja leita eftir skilningi en ekki sannfćringu.

ÁHUGASVIĐ LífSPEKISINNANS

Allt frá stofnun félagsins áriđ 1875 hefur megin markmiđ ţess veriđ ađ kynna hugmynd, sem var afar nýstárleg á ţeim tíma - allsherjar brćđralag mannkynsins. Síđan ţá hefur hugtakiđ "einn heimur" náđ mikilli útbreiđslu međal hugsandi fólks. Mikill hluti mannkynsins getur nú fallist á fyrsta stefnuskráratriđi félagsins, en allt of oft er ađeins um "samţykki í orđi" ađ rćđa.

Heimurinn á augljóslega ennţá erfiđa tíma framundan og höfuđ markmiđ lífspekisinnans er enn sem fyrr ađ ýta undir gagnkvćman skilning međal fólks af öllum menningarheildum, ţjóđerni, heimspekihugsun og trúarbrögđum. Önnur markmiđ guđspekisinnans eru međal annars:

Umburđarlyndi gagnvart öllum trúarbrögđum.
Einstaklingsbundiđ frelsi í leitinni ađ sannleikanum.
Einstaklingsbundin ábyrgđ á öllum sviđum tilverunnar.
Iđkun hugleiđingar og heilbrigt líferni.
Kćrleiksrík ţjónusta í ţágu annarra.

Lífspekifélagiđ reynir ađ forđast kreddur og óbilgjarnar skođanir, en lítur í stađinn til uppsprettu einingar handan alls mismunar. Félagar ţess um allan heim sameinast ţrátt fyrir mismunandi trú og menningaruppruna í sameiginlegri leit ađ tilgangi lífsins.

Ţegar lesandi ţessarra síđna lítur yfir hina mismunandi kafla, sér hann vćntanlega ađ mest af efninu vísar til ţeirra grundvallarhugmynda, ađ lífiđ sé eining, ađ allir hlutir séu samtengdir og allt sé á langri ţróunarbraut til hinnar guđdómlegu uppsprettu alls sem er.


Stjórn félagsins

Ađalstarf félagsins fer fram í húsi félagsins Ingólfsstrćti 22 í Reykjavík.

Stjórn félagsins skipa forseti og 4 stjórnarmenn auk ţriggja varamanna, sem kosnir eru á ađalfundi félagsins í maí ár hvert.

Í stjórn félagsins eru:
 

Jón Ellert Benediktsson forseti

Birgir Bjarnason, varaforseti
Leifur H. Leifsson, ritari
Brynja S. Gísladóttir
 , međstjórnandi
Magni Sigurhansson, gjaldkeri
Í varastjórn:
Melkorka Edda Freysteinsdóttir 
Haraldur Erlendsson
Helgi Ásgeirsson

 





Átta greinar félagsins tengjast höfuđstöđvunum. Ţćr eru:

Baldur - Formenn: Árni Reynisson og Ţórarinn Ţórarinsson 

Blavatsky - Formađur: Jón E Benediktsson 

Dögun - Formađur: Ţórgunna Ţórarinsdóttir og Anna Katrín Ottesen

Mörk - Formađur:    Hrefna Steinţórsdóttir 

Reykjavíkurstúkan - Formađur: Gísli Jónsson 

Septíma - Formađur: Gunnar Máson

Veda - Formađur: Birgir Bjarnason, 

Systkinabandiđ, Akureyri - Formađur: Sólrún Sverrisdóttir

 


Lífspekifélagiđ

 

Á aukaađalfundi Lífsspekifélagsins sem haldinn var í húsnćđi félagsins ţriđjudaginn 4. desember s.l. var ákveđiđ ađ hefja ferli til breytinga á skráningu félagsins sem lífsskođunarfélags.

Á fundinum var Jón Ellert Benediktsson kosinn deildarforseti í stađ Kristins Ágústs Friđfinnssonar, einnig var valin ţriggja manna hópur til ađ vinna ađ ţessari breytingu og leiđa máliđ til lykta ađ ţví gefnu ađ meirihluti félaga styđji ţau áform. Hópinn skipa ţeir Einar Bergmundur, sem einnig var faliđ ađ gegna embćtti fyrsta forstöđumanns, Haraldur Erlendsson og Leifur Heiđar Leifsson. Fundurinn ákvađ ađ kanna afstöđu félaga til ţessarar breytingar međ póstkosningu og bréfi sem sent hefur veriđ félagsmönnum í pósti.

Forsaga málsins er nokkuđ löng en á rćtur í ţví ađ afsláttur af opinberum gjöldum af hálfu borgarinnar hefur ekki veriđ veittur um nokkurt skeiđ međ tilheyrandi neikvćđum áhrifum á afkomu. Međ skráningu sem lífsskođunarfélag fćr félagiđ niđurfellingu á fasteignagjöldum og munar verulega um ţau í rekstri. En ţessi breyting er ekki eingöngu tilkomin til ađ komast undan gjöldum heldur hefur einnig myndast áhugi međal félaga til ađ brúa ţađ bil sem hefur myndast međ tilkomu lífsskođunarfélaga á borđ viđ Siđmennt annarsvegar, ţar sem ćđri mćtti er ekki skipađ til hásćtis og trúfélaga međ vel skilgreindum guđi og starfi í skýrum skorđum.

Töluverđar umrćđur hafa átt sér stađ innan félagsins í Reykjavík og haldnir fundir um máliđ auk umrćđuhóps á Facebook og máliđ rćtt á nokkrum stjórnarfundum. Almenn ánćgja hefur veriđ međ ţessa stefnu međal félaga og stjórnar. En mikilvćgt er ađ hafa skýrt umbođ félagsmanna til ađ ljúka ferlinu í sátt og ţví ákveđiđ ađ gera ofangreinda könnun.

Ţađ er ljóst ađ í okkar fjölbreytta og ţenkjandi hóp sýnist sitt hverjum um lífsskođanir og trú. Ţví er engum gert ađ breyta skráningu sinni í ţjóđskrá frá ţví sem ţeir hafa kosiđ.

Ţeir sem álíta ţennan kost vćnlegan og telja sig eiga heima í lífsskođunarfélagi sem byggir á forsendum Lífsspekifélagsins gefst kostur á ađ verđa stofnfélagar í hinu nýja lífsskođunarfélagi. Ţađ ţarf ađ lágmarki 25 einstaklinga til ađ skráning geti átt sér stađ. Sóknargjöld ţeirra renna ţá til Lífsspekifélagsins í stađ ţeirra stofnana sem ţau hingađ til hafa runniđ til. Ekki er um aukinn kostnađ ađ rćđa heldur ađeins tilfćrslu sóknargjalda.

Ţađ er rétt ađ árétta ađ engum er skylt ađ skrá sig í lífsskođunarfélagiđ, ţađ er ákvörđun hvers og eins. Ţeir sem vilja halda áfram ađ vera í Ţjóđkirkjunni eđa öđru trúar- eđa lífsskođunarfélagi er ţađ jafnfrjálst eftir sem áđur.  

 

Einar Bergmundur


Ólafur Stefánsson verđur međ fyrirlestur í Lífspekifélaginu, föstudaginn 1. febrúar, kl. 20:00

 

Föstudagur 1. feb. kl. 20:00

heldur Ólafur Stefánsson handboltakappi erindi: Veruleikur Gleymnu Óskarinnar og hver fađmar Guđ?

 

Laugardagur 2. feb. kl 15,00

Kvikmynd um skammtafrćđi: Hvađ vitum viđ eiginlega? Engin hugleiđing.


Jógadagur í húsi Lífspekifélagsins 3. febrúar

 

 

Jógadagur verđur haldinn í húsi félagsins ađ Ingólfsstrćti 22 sunnudaginn 3. febrúar. Fariđ verđur yfir hluta af tantrahefđinni Sri Vidya (Bala) sem Sigvaldi Hjálmarsson flutti til Íslands á áttunda áratugnum. Hugleiđingar og ţulur á hina heilögu móđur Tripura Sundari og innstillingar á líkaman. Gott ađ hafa međ sér smá matarbita og drykk til ađ deila. Fundinn er haldinn fyrir nýja tungliđ. Fundurinn hefst klukkan eitt og lýkur um fimm leitiđ. Ţađ verđur skipst á hatha yoga teygjum og möntrum. Haraldur Erlendsson leiđbeinir. Allir velkomnir sem eru tilbúnir ađ reyna (nćr) daglegar hugleiđingar.

 


Skammtafrćđi og andlegur dans í Lífspekifélaginu um helgina

 

Föstudagur 25. jan kl 20:00 


Heldur Einar Bergmundur erindi: Skammtafrćđi í ljósi ţróunar í skammta- og strengafrćđum síđan bókin Quantum Gods var rituđ.


Laugardagur 26. jan. kl 15:00


Ţórgunna Ţórarinsdóttr leiđir andlegan dans og hugleiđingu fyrir kaffiđ.

 

Bókaţjónustan er opin á föstudögum kl. 19:00 til 20:00.

Frá byrjun okt. og til loka apríl.
Á sama tíma er bókasafniđ opiđ.
Athugiđ ađ tíminn hefur veriđ fćrđur um dag frá 
ţví sem áđur var.

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1755205790198
  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 96738

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband