Lífspekifélagið

 

Á aukaaðalfundi Lífsspekifélagsins sem haldinn var í húsnæði félagsins þriðjudaginn 4. desember s.l. var ákveðið að hefja ferli til breytinga á skráningu félagsins sem lífsskoðunarfélags.

Á fundinum var Jón Ellert Benediktsson kosinn deildarforseti í stað Kristins Ágústs Friðfinnssonar, einnig var valin þriggja manna hópur til að vinna að þessari breytingu og leiða málið til lykta að því gefnu að meirihluti félaga styðji þau áform. Hópinn skipa þeir Einar Bergmundur, sem einnig var falið að gegna embætti fyrsta forstöðumanns, Haraldur Erlendsson og Leifur Heiðar Leifsson. Fundurinn ákvað að kanna afstöðu félaga til þessarar breytingar með póstkosningu og bréfi sem sent hefur verið félagsmönnum í pósti.

Forsaga málsins er nokkuð löng en á rætur í því að afsláttur af opinberum gjöldum af hálfu borgarinnar hefur ekki verið veittur um nokkurt skeið með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á afkomu. Með skráningu sem lífsskoðunarfélag fær félagið niðurfellingu á fasteignagjöldum og munar verulega um þau í rekstri. En þessi breyting er ekki eingöngu tilkomin til að komast undan gjöldum heldur hefur einnig myndast áhugi meðal félaga til að brúa það bil sem hefur myndast með tilkomu lífsskoðunarfélaga á borð við Siðmennt annarsvegar, þar sem æðri mætti er ekki skipað til hásætis og trúfélaga með vel skilgreindum guði og starfi í skýrum skorðum.

Töluverðar umræður hafa átt sér stað innan félagsins í Reykjavík og haldnir fundir um málið auk umræðuhóps á Facebook og málið rætt á nokkrum stjórnarfundum. Almenn ánægja hefur verið með þessa stefnu meðal félaga og stjórnar. En mikilvægt er að hafa skýrt umboð félagsmanna til að ljúka ferlinu í sátt og því ákveðið að gera ofangreinda könnun.

Það er ljóst að í okkar fjölbreytta og þenkjandi hóp sýnist sitt hverjum um lífsskoðanir og trú. Því er engum gert að breyta skráningu sinni í þjóðskrá frá því sem þeir hafa kosið.

Þeir sem álíta þennan kost vænlegan og telja sig eiga heima í lífsskoðunarfélagi sem byggir á forsendum Lífsspekifélagsins gefst kostur á að verða stofnfélagar í hinu nýja lífsskoðunarfélagi. Það þarf að lágmarki 25 einstaklinga til að skráning geti átt sér stað. Sóknargjöld þeirra renna þá til Lífsspekifélagsins í stað þeirra stofnana sem þau hingað til hafa runnið til. Ekki er um aukinn kostnað að ræða heldur aðeins tilfærslu sóknargjalda.

Það er rétt að árétta að engum er skylt að skrá sig í lífsskoðunarfélagið, það er ákvörðun hvers og eins. Þeir sem vilja halda áfram að vera í Þjóðkirkjunni eða öðru trúar- eða lífsskoðunarfélagi er það jafnfrjálst eftir sem áður.  

 

Einar Bergmundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 94121

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband