Dagskrá Lífspekifélagsins um helgina

 

Föstudaginn 25. febrúar kl. 20:30 heldur Jón E Benediktsson erindi: Dulspeki í guðspjöllunum

 

Á Laugardögum er opið hús frá kl. 15 - 17 með dagskrá kl. 15:30.

Laugardaginn 26. febrúar heldur Hrefna Steinþórsdóttir, erindi um danska dulspekinginn Martínus og verk hans. Hrefna rekur Reykjavík art gallerí.

 

________________________________________________________________________________________________________________________

Hugleiðing og fræðsluefni frá Sigvalda. Á laugardögum kl. 14

Á laugardögum kl. 14:00 verður áfram hugleiðingarstund í hálftíma í sal félagsins niðri í umsjá Birgis Bjarnasonar. Kl. 14:30 mun hann svo kynna fræðsluefni úr safni Sigvalda Hjálmarssonar til kl. 15:00. Þá mun taka við hefðbundin dagskrá uppi í bókasafni eins og áður. Unnt er að sleppa hugleiðingunni kl. 14:00 ef fólk vill og mæta kl. 14:30. Mun án efa mörgum þykja fengur að því að geta kynnst betur hinum mikla fróðleik og leiðbeiningum sem þarna er að finna.

 

 

,,Þú ert við vinnu þína, og skalt þá annað slagið staldra við og reyna að öðlast þá afstöðu að horfa á sjálfan þig vinna, horfa á hendurnar hreyfast, horfa á athöfnina og sjálfan þig inna hana af hendi, og reyndu að finna, að þú getur gert þetta án þess að láta það hafa áhrif á þig. Horfðu út um gluggann og líttu á umhverfið. Reyndu að gera þér grein fyrir, að þetta er bara mynd. Þú ert eins og barn, sem er að fletta myndabók, og gleymir sér. En rumskaðu nú. Láttu þér skiljast, að þú getur horft á umhverfi þitt eins og þú værir að horfa á kvikmynd, og þótt þú sjálfur sért einn af leikurunum, þá gerir það ekkert til, því að þú átt að reyna að horfa á líkama þinn eins og starfandi tæki, sjálfum þér óháð. Taktu líka þínar góðu og göfugu tilfinningar og horfðu á þær eins og ytri fyrirbæri. Þú átt að geta elskað án þess að drekkja þér í kærleikstilfinningunni. Þú átt að geta þráð þroska vegna þroskans sjálfs og eins og hann komi þér ekkert við. Og svo kemur að lokum að skynjanirnar verða eins og skuggamyndir á tjaldi, tilfinningarnar eins og næturgolan, sem leikur um andlit þér, og hugsanirnar eins og maður sé að teikna myndir eða leika á hljóðfæri."

 

Sigvaldi Hjálmarsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband