Kyrrðarbænasamtökin bjóða í bíó!

Kyrrðarbænasamtökin bjóða í bíó!

Bíó Paradís 23. október kl. 19:00.

Kvikmyndin Thomas Keating: A Rising Tide of Silence vann áheyrendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Aspen (Aspen Film Festival) árið 2013.
Leikstjórar myndarinnar eru Elena Mannes og Peter C. Jones.

Í kvikmyndinni er dregin upp mynd af lífi Thomas Keating sem var einn helsti kennimaður innan hugleiðsluvíddar kristinnar trúar á síðustu áratugum. Thomas var trappistamunkur og einn af stofnendum Contemplative Outreach Ltd. sem eru móðursamtök Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi en samtökin voru stofnuð til stuðnings við iðkendur Kyrrðarbænarinnar (Centering Prayer).
Thomas var einn þriggja munka sem þróuðu aðferð Kyrrðarbænarinnar, sem er þögul bæn, meðal annars með 14. aldar ritið The Cloud of Unknowing að leiðarljósi.
Thomas er virtur höfundur yfir 30 bóka og hafa tvær þeirra verið gefnar út á íslensku; Vakandi hugur, vökult hjarta í þýðingu Nínu Leósdóttur og Leiðin heim í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar. Auk þess eru til fjölmargar myndbandsupptökur af fyrirlestrum hans. Thomas beitti sér fyrir því að koma á stað samtali á milli mismunandi trúarbragða.
Thomas fæddist í New York þann 7. mars 1923. Foreldrar hans voru auðugir og það varð fjölskyldunni töluvert áfall þegar hann ákvað að gerast munkur. Í kvikmyndinni segir Thomas frá köllun sinni, frá samskiptum við fjölskyldu sína, frá stjórnartíð sinni sem ábóti, trúarlegum upplifunum sínum meðal annars í tengslum við seinni heimstyrjöldina og mörgu fleiru.
Thomas hafði sterk tengsl við Ísland en þegar hann var ungur drengur var ung íslensk kona, Selma Ólafsson, á heimilinu sem hugsaði um börnin. Þegar fjölskylda hans brást illa við ákvörðun hans um að gerast munkur var það íslenska fóstra hans sem studdi hann dyggilega. Thomas kom til Íslands árið 2000 og margir Íslendingar hafa farið á kyrrðardaga í klaustrið í Snowmass, Colorado þegar hann dvaldi þar og fengu einstakar móttökur frá honum.
Thomas Keating lést árið 2018 þá 95 ára að aldri.
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi eru 10 ára gömul á þessu ári og að því tilefni er öllum áhugasömum boðið á þessa vönduðu og vel gerðu mynd um Thomas Keating sem sagði: „Þögnin er fyrsta tungumál Guðs, allt annað er léleg þýðing.“

Kvikmyndin er á ensku og verður sýnd með enskum texta mánudaginn 23. október kl. 19:00 í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, Reykjavík.
Frítt er inn á sýninguna og öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 94063

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband