Viltu kenna börnum núvitund? Kennaranámskeið í núvitund

 

Viltu kenna börnum núvitund?

Í ágúst og september 2015 verður haldið námskeið fyrir kennara í námsefninu „Heilshugar – núvitundarþjálfun fyrir börn“. Dagana 27. og 28. ágúst verður farið yfir námsefni fyrir börn á aldrinum 8-12 ára og 3. og 4. september fyrir 12-16 ára unglinga.

Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að læra skemmtilegar og hagnýtar æfingar fyrir börn og unglinga í núvitund. Farið verður í námsefni fyrir 8 tíma núvitundarþjálfun sem er sérsniðin að börnum í þessum aldurshópum. Farið verður gaumgæfilega yfir alla tímana og þáttakendur fá sjálfir að upplifa hverja kennslustund og spreyta sig á að því að kenna námsefnið. Auk þess verður tími til umræðna og farið yfir hvernig takast megi á við óvæntar uppákomur.

Eftir námskeiðið geta kennarar strax farið að notað efnið í kennslu með nemendum sínum og fá í kjölfarið handleiðslu á störf sín og tækifæri til að miðla af sinni reynslu og spyrja spurninga.

Innifalið í námskeiðinu er:
- Kennararéttindi í Heilshugar
- Handbók kennara (ekkert skriflegt námsefni er í Heilshugar)
- Hvernig kenna megi Heilshugar svo vel sé (t.d. góð ráð til að ná til barna með frávik í tilfinninga- eða taugaþroska)
- Allar æfingarnar í Heilshugar (andrýmisæfingar, líkamsvitund, samhæfingarleikir og fleira)
- Aðgang að upptökum að æfingum og leiðbeiningar um hvernig þátttakenndur geta útbúið sínar eigin upptökur.
- Ábendingar um ítarefni
- Handleiðslu í kjölfar námskeiðsins
- Kaffiveitingar

Fjöldi þátttakennda er takmarkaður við 10 kennara á hvort námskeið. Þátttakenndur verða að hafa lokið 8 vikna núvitundarnámskeiði (MBCT eða MBSR) auk þess að stunda sjálfir núvitund reglulega í a.m.k. sex mánuði fyrir námskeiðið. Núvitundarkennsla skilar mestum árangri ef þeir sem kenna efnið hafa sjálfir persónulega reynslu af æfingum í núvitund. Mikilvægt er að kennarar í núvitund geti verið fyrirmyndir nemenda sinna og geti sýnt byrjendum skilning og gefið leiðbeiningar byggða á eigin reynslu. Auk þess er mikilvægt að þátttakendur hafi mikinn áhuga á núvitund og kennslu þess.

Námsefnið Heilshugar var hannað af Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur og Hildi Jónsdóttur sálfræðingum. Tinna Baldursdóttir (kennari og mastersnemi í félagsvísindum) aðlagaði efnið að unglingum. Tinna Baldursdóttir gerði rannsókn á námsefninu fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í mastersritgerð sinni. Niðurstöður verða birtar í ritrýndum tímaritum og því er ekki hægt að birta þær eins og stendur. Fyrstu niðurstöður lofa góðu en hún bar saman fjölda kvíða- og þunglyndiseinkenna fyrir og eftir námskeiðið og kannaði hvort almenn líðan og hvernig unglingar bregðast við hinum ýmsu aðstæðum batnaði í kjölfar námskeiðsins.

Námið kostar 75.000 kr fyrir þá sem skrá sig fyrir 15. júní 2015. Námið er um 22 stundir í endurmenntun en til viðbótar bætast við 32 stundir (samtals 54 stundir) en gerð er krafa um 8 vikna námskeið í núvitund eins og fram kom að ofan. Skráið þáttöku á vakandiathygli@gmail.com

Kennarar á námskeiðinu verða Sólveig, Hildur og Tinna en þær hafa allar reynslu af því að vinna með börnum og unglingum og hafa haldið fjölmörg námskeið í núvitund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 94059

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband