Lífspekifélagið 24. mars - Fjögur fræðsluerindi um helgar plöntur og andlega reynslu

 

Fjögur fræðsluerindi um helgar plöntur og andlega reynslu

Í tilefni af helgarsamveru um andlega reynslu og hvað læra má að helgum plöntum munu fara fram fjögur stutt erindi, föstudagskvöldið 24.mars og eru þau hugsuð sem einskonar opnun inn í helgina. Aðgangurinn er ókeypis og á eftir verður boðið upp á kaffi og kruðerí á efri hæð hússins.
 
Erindin verða eftirfarandi:
 
HARALDUR ERLENDSSON
Haraldur Erlendsson, geðlæknir, mun ræða andlega reynslu og það sem guðspekin kallar fyrstu vígsluna eða vöknun til andlegs veruleika. Hann mun ræða um aðferðir sem notaðar hafa verið til að virkja reynslu með hugvíkkandi efnum svo sem með sóma og amrita á Indlandi og Kykeon í Elyseum launhelgum Grikkja. Þá mun hann minnast á nýjustu rannsóknir á hugvíkkandi efnum og hlutverk andlegri reynslu og upplifana í heilunarferli einstaklingsins.
 
HELGI GARÐAR GARÐARSSON
Helgi Garðar Garðarsson, geðlæknir, mun ræða um heilunarferlið hjá Carl Gustaf Jung sem endar í Individuation (samsömun, heildun). Það ástand er að mörgu leyti líkt andlegri reynslu. Pétur Pétursson guðfræði prófessor emeritus mun ræða um andlega reynslu fjögurra þekktra manna. Þá mun Séra Kristinn Jens Sigurþórsson flytja fyrri hluta erindis síns um hugvíkkandi efni í gyðingdómi og forn kristni. Tobias Klose mun fjalla um mikilvægi andlegrar reynslu í heilunarferli með hugvíkkandi efnum í rannsóknum á lækningarmætti þeirra tengt áföllum, þunglyndi og fíkn.
 
PÉTUR PÉTURSSON, prófessor Emeritus og doktor í guðfræði og félagsfræði
Pétur mun fjalla um andlega reynslu fjögurra einstaklinga út frá kenningum William James og Carl Gustav Jung, en það eru Íslendingarnir Þórbergur Þórðarson rithöfundur, Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari, Matthías Ólafsson bóndi og hjálpræðisherforingi, og loks Páll postuli og tjaldagerðarmaður. Í öllum tilfellum má segja að reynslan hafi verið sterk og hafi haft áhrif á líf viðkomandi einstaklinga.
TOBIAS KLOSE, tónlistarmaður og tölvufræðingur
Tobias mun ræða rannsóknir á meðferðum með hugvíkkandi efnum og mikilvægi andlegrar reynslu í slíkum meðferðum við heilun sálarinnar.
 
ENGLISH:
Tobias will discuss how to define Mystical Experience and mention how it can be measured. He will further in relationship with recent research discuss how the Mystical Experience relates to the betterment of mental disorders in psychedelic assisted psychotherapy.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 94103

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband