Helgarsamvera í Lífspekifélaginu, 25. - 26. mars, um andlega reynslu og það sem læra má af helgum plöntum

 

Helgarsamvera um andlega reynslu og það sem læra má af helgum plöntum

 

Í tilefni nýs tungls á vorjafndægri og að hætti grísku launhelganna í Elyseum munum við efna til helgarsamveru og þar sem flutt verða erindi um andlega reynslu, samfélag þar í kring og það sem læra má af helgum plöntum. Erindin verða í bland á íslensku og ensku.
Haraldur Erlendsson, sem stendur fyrir helgarsamverunni, á bakgrunn sinn í geðlækningum og er starfandi geðlæknir en enn fremur ólst hann upp við að andleg mál voru mjög ofarlega á baugi hjá foreldrum hans. Faðir hans, Erlendur Haraldsson, prófessor í dularsálfræði, varð sjálfur endurtekið fyrir djúpri andlegri reynslu og sama gildir um Harald.
Haraldur hefur lengi vitað að andleg reynsla getur skipt sköpum í geðheilbrigði en að framkalla slíkar upplifanir án langvinnra andlegra iðkana á borð við jóga, bænir og fleira, er ekki eitthvað sem hægt hefur verið að gera með einföldum hætti, þar til nú að lækningarleið býðst sem hefur síðustu áratugi hefur verið bönnuð en á næstu tveimur til þremur árum koma lyf á markaðinn sem geta aðstoðað fólk við að eignast djúpa heilandi reynslu.
   Yfir helgina skiptist á fræðsla, hreyfing, hugleiðing, tónlist, kakaó athafnir og svo verður borðað saman á veitingastaðnum Mama þar sem veittur er 30% afsláttur. Erindin verði að jafnaði um tuttugu mínútur og svo umræður í kjölfarið.
Skráning takmarkast við 40 þáttakendur. Skráningargjald fyrir helgina (Laugardag og Sunnudag) er 15.000kr.
Borðað verður hjá Mama við Skólavörðustig á laugardeginum og sunnudeginum og þar er boðið upp á 30% afslátt. Þá verða kakaó athafnir báða helgardagana. Auk þess verður boðið upp á te og kaffi og smá snarl með því.
Til að kaupa miða skal leggja 15.000 kr inn á:
kt. 580169- 4739
0111-26-517509
VINSAMLEGA SENDIÐ STAÐFESTINGU Á FORSETI@LIFSPEKIFELAGID.IS
ATH: Upphitun fyrir helgina hefst með hugleiðslum á mánudeginum þar sem við hugleiðum inn á vorjafndægur og á þriðjudag fer fram hugleiðsla við eld á nýju tugli. Á föstudagskvöldið verður inngangur fyrir helgina og aðgangur er ókeypis á alla viðburðina mánudag, þriðjudag og föstudag.
 
Tónlistarfólk:
Arnmundur Bachmann, Inga Bylinkina, Óli Ben, Lea Karitas Gressier, Kolbrún Elma Schmidt, Valgeir Skagfjörð, Tobias Klose. Þau spila tónlist og stýra söng og dansi.
 
Eigin andleg reynsla:
Arnmundur Bachmann, Óli Ben, Valgeir Skagfjörð og Þór Guðnason segja frá eigin reynslu af hugvíkkandi plöntukennurum og áhrifum þeirra.
 
Fræðsla og umræður:
Frímann Kjerúlf, Haraldur Erlendsson, Inga Bylinkina, Juan Ásthildar, Séra Kristinn Jens Sigurþórsson, Lea Karitas Gressier, Óli Ben Ólafsson, Tobias Klose, Valgeir Skagfjörð.
 
NÁNAR UM DAGSKRÁNA:
 
Haraldur Erlendsson, geðlæknir.
Haraldur talar fyrst um Elyseum launhelgar grikkja og síðar meira almennt um launhelgar Búddista, Hindúa og forn-Egypta og notkun hugvíkkandi efna hjá þeim. Hann mun minnast á nýjustu rannsóknir á heilunarmætti hugvíkkandi efni og mikilvægi andlegrar reynslu í því ferli. Grunn helgisiður Hindúa er eldfórnin þegar Brahmínarnir drekka sóma sem er hugvíkkandi drykkur. Í Tantrismanum er amrita drukkið bæði hjá Hindúum og Búddistum. Íslenska heiðnin á sömu fornu rætur í Indógermanskri menningu. Mjöðurinn helgi hjá Óðni er miðlægur í heiðninni og er nefndur í annarri vísu Völuspár: Ég man mjötvið mæran fyrir mold neðan. Þar kann vera vísað til hugvíkkandi sveppsins.
 
Frímann Kjerúlf
Frímann mun tala um ýmsar rannsóknir á gagnsemi hugvíkkandi efna og segja frá þinginu sem haldið var í Hörpu í janúar 2023:
ENGLISH:
Since ancient times, classic psychedelics have been used as a sacred substance often in a religious context, as they seem to lubricate the connection with the divine, the spiritual aspect of humanity. Mystical types of experiences have for centuries been reported in this context, with plausible positive outcomes for the individual. These experiences can now for the first time be resourced with some accuracy since classical psychedelics seem to reliably occasion mystical experiences. And according to research, these experiences can lead to improved psychological outcomes in both healthy individuals as well as the patient population. Here we will explore what defines a mystical experience, review research on their benefits, and contemplate whether a mystical experience in a religious context is indeed comparable to a drug-induced experience.
 
Inga Bylinkina - Teacher on longevity diet in Chinese Medicine and Zouk dancing.
Inga mun kynna föstur með plöntum og deila reynslu sinni með Noya Rao plant dieta. Hún mun segja almennt frá þessari hefð sem grasalæknar í mið og suður Ameríku nota til að ná sambandi við plöntukennara og skilja betur og hlusta betur á fræðslu og heilunarmátt þeirra.
ENGLISH:
„In many earth-centered spiritual cultures around the world there are special herbal diets that are practiced as a rite of passage, a deep inner journey of self-discovery, renewal and connection with special plants, called Master Plants. In her session she will explore: - traditions and practices around fasting with herbs in different spiritual cultures as a way to heal, expand the consciousness and increase the capacity to sense and work with the energies of nature – through the Master Plant Dietas. She will discuss who it is for and two ways to work with them. What do you do if you are feeling the call to connect deeper to a specific plant spirit.”
 
Juan Ásthildar, ljóðskáld og sögumaður - “The alliance between humans and plants for cultural regeneration”
Juan, sem hefur mastersgráðu í trúarfræðum, mun tala um mikilvægi hugvíkkandi efna í andlegum samfélögum framtíðarinnar og hvernig nýjar launhelgar þurfa að þróast til að mæta þörfum nútímamannsins.
 
Séra Kristinn Jens Sigurþórsson, guðfræðingur - „Öll svokölluð ofskynjun felur einfaldlega í sér nýja tegund skynjunar”
Umfjöllunarefni sr. Kristins Jens verða aðallega tvær bækur, sem hafa að viðfangsefni mögulegan þátt slíkrar skynjunar í frumkirkjunni. Um er að ræða bækurnar “The Sacred Mushroom and the Cross” eftir John M. Allegro og “The Psychedelic Gospels - The Secret History of Hallucinogens in Christianity” eftir hjónin Jerry B. Brown og Julie M. Brown. Einnig mun koma við sögu umfjöllun um bók J.R. Irvin, “The Holy Mushroom - Evidence of Mushrooms in Judeo-Christianity”.
ENGLISH:
“Cultural regeneration is an imperative of our times if we are to survive the sixth mass extinction and the consequences of the Anthropocene. Master plants so popular nowadays contain a vegetal wisdom that can assist us in such a process of regeneration and repair. They can help us to reconnect with the parts of ourselves that have been obscured and discriminated against by the utilitarian and control-freak rationality enabling our perception to expand and recover a wholesome understanding of our participation in a living cosmos.”
 
Lea Karitas Gressier
Lea mun tala um mikilvægi þess að setja upp heilagt rými og hvað það þýðir þegar kemur að því að vinna með plöntukennara eða hugvíkkandi efni í heilunar/þerapíu umhverfi. Og svo mun hún tala um bænina, hvað er bæn og hvernig getum við nýtt okkur bænina og að opna á samskipti okkar við æðri mátt með bæninni.
 
Óli Ben Ólafsson
Óli ben talar um sína reynslu af andlegum kennurum víða um heim. Meðal annars af með Golden Drum Community í NY. Hann mun leiðar Cacao seremóníur og slá trumbur og leiða söng.
Tobias Klose, tónlistarmaður og tölvufræðingur
Tobias mun ræða rannsóknir á meðferðum með hugvíkkandi efnum og mikilvægi andlegrar reynslu í slíkum meðferðum við heilun sálarinnar.
ENGLISH:
Tobias will discuss how to define Mystical Experience and mention how it can be measured. He will further in relationship with recent research discuss how the Mystical Experience relates to the betterment of mental disorders in psychedelic assisted psychotherapy.
 
Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður
Valgeir hefur öðlast djúpa andlega reynslu með hjálp plöntukennara á borð við Ayahuasca, San Pedro og psilocybin sveppi hérlendis sem erlendis. Hann hefur sótt athafnir hjá reyndum andlegum kennurum í Portúgal, Perú, Þýskalandi og hér á landi. Valgeir segir frá reynslu sinni og hvernig þessi fyrrnefndu plöntulyf hafa hjálpað honum að öðlast dýpra vitundarsamband við Guð eins og hann skilur hann um leið og hann hefur orðið fyrir hugarfarsbreytingu sem hefur fært hann nær sjálfum sér og gefið honum aukinn skilning á tilvist sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 94224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband