Færsluflokkur: Bloggar

Karma-yoga - Brot úr bókinni Starfsrækt eftir Swami Vivekananda

 

Karma-yoga segir þess vegna: Upprættu fyrst hneigðina til þess að skjóta fram fálmanga eigingirninnar, og þegar þú hefir öðlast mátt til þess að sporna við því, skaltu halda honum í skefjum og ekki leyfa huganum að komast í slíka ölduhreyfingu. Gakk síðan um heiminn, og starfaðu eins mikið og þér er unnt. Stattu í hverju, sem er. Lifðu þar, sem þig lystir. Þú verður aldrei ósnortinn. Þú verður eins og lótusblöðin í vatninu, sem vatnið getur ekki vætt. Þetta er nefnt ,,vairaghyam". Þetta er lögmál karma-yoga, fráhvarf. Ég hefi einmitt sagt yður, að án fráhvarfs getur ekkert yoga þrifist. Það er undirstaða alls yoga, og þetta er hin sanna merking þess að vera óháður.

 

Úr hausthefti Ganglera frá 1980 - Brot úr bókinni Starfsrækt eftir Swami Vivekananda

 


Dagskrá Lífspekifélagsins (Guðspekifélagsins) um helgina

 

Föstudaginn 4. mars kl. 20:30 Ragnar Önundarson: Táknmál og launsagnir í guðspjöllunum. Ýmis stef guðspjallanna sem veita innsýn í tengsl fornra trúarbragða og nýrra.

 

Á laugardögum er opið hús frá kl. 15 - 17 með dagskrá kl. 15:30.

 

Laugardaginn 5. mars Þorvaldur Friðriksson: Meira af Keltum.

 

Hugleiðing og fræðsluefni frá Sigvalda.Á laugardögum kl. 14.

 

 

 

 

 

Lífspekifélagið - Guðspekifélagið

Boðar engar kenningar en hvetur til hugsana- og skoðanafrelsis. Þær hugmyndir sem hér koma fram eru ekki á ábyrgð félagsins eða bindandi fyrir félagsmenn, en settar fram til að hvetja til umræðu og stúdíu um sjálfsrækt og andlega iðkun.Starfsemi félagsins fer fram á fundum, með fyrirlestrum, umræðum, í námshópum og námskeiðum og er öllum opin. Sjá nánar


Dagskrá Zen á Íslandi í mars

 

MARS


FIMMTUDAGUR 3.mars KL.20.00, HELGA KIMYO RÆÐIR UM ZEN. Fyrirlestur.


LAUGARDAGUR 5 mars SAMU


MÁNUDAGUR 7. mars KL. 19.00 ZAZEN LEIÐBEININGAR fyrir byrjendur.


LAUGARDAGUR 12. mars KAFFI (Halldór), KL. 10.15 HALLDÓR Á. /KÍNVERSK KLAUSTUR


LAUGARDAGUR 19.mars KAFFI (Ómar) og FRJÁLSAR UMRÆÐUR


LAUGARDAGUR 26.mars KAFFI (Gyða) ,10.15 LESHRINGUR/GYÐA DRÖFN

 

www.zen.is


Þeir, sem í raun og veru vilja gerast yogar ...

 

Þeir, sem í raun og veru vilja gerast yogar, verða í eitt skipti fyrir öll að hætta þessu narti í marga hluti. Gerðu þessa einu hugmynd að markmiði lífs þíns. Hugsaðu um hana, láttu þig dreyma um hana, lifðu samkvæmt þessari hugmynd. Fylltu heila þinn, vöðva, taugar og sérhvern hluta líkamana þíns af þessari hugmynd og láttu allar aðrar hugmyndir eiga sig. Með þessum hætti tekst það og með þessum hætti verða andlegir risar til.

Hugsaðu því sjálfstætt, náðu stjórn á huga þínum og líkama og mundu, að meðan þú ert ekki sýktur getur ekkert ytra vald náð tökum á þér. Forðastu alla, hversu miklir og góðir sem þeir kunna að virðast, sem biðja þig að trúa í blindni.

 

Swami Vivekanada

 


Dagskrá Lífspekifélagsins um helgina

 

Föstudaginn 25. febrúar kl. 20:30 heldur Jón E Benediktsson erindi: Dulspeki í guðspjöllunum

 

Á Laugardögum er opið hús frá kl. 15 - 17 með dagskrá kl. 15:30.

Laugardaginn 26. febrúar heldur Hrefna Steinþórsdóttir, erindi um danska dulspekinginn Martínus og verk hans. Hrefna rekur Reykjavík art gallerí.

 

________________________________________________________________________________________________________________________

Hugleiðing og fræðsluefni frá Sigvalda. Á laugardögum kl. 14

Á laugardögum kl. 14:00 verður áfram hugleiðingarstund í hálftíma í sal félagsins niðri í umsjá Birgis Bjarnasonar. Kl. 14:30 mun hann svo kynna fræðsluefni úr safni Sigvalda Hjálmarssonar til kl. 15:00. Þá mun taka við hefðbundin dagskrá uppi í bókasafni eins og áður. Unnt er að sleppa hugleiðingunni kl. 14:00 ef fólk vill og mæta kl. 14:30. Mun án efa mörgum þykja fengur að því að geta kynnst betur hinum mikla fróðleik og leiðbeiningum sem þarna er að finna.

 

 

,,Þú ert við vinnu þína, og skalt þá annað slagið staldra við og reyna að öðlast þá afstöðu að horfa á sjálfan þig vinna, horfa á hendurnar hreyfast, horfa á athöfnina og sjálfan þig inna hana af hendi, og reyndu að finna, að þú getur gert þetta án þess að láta það hafa áhrif á þig. Horfðu út um gluggann og líttu á umhverfið. Reyndu að gera þér grein fyrir, að þetta er bara mynd. Þú ert eins og barn, sem er að fletta myndabók, og gleymir sér. En rumskaðu nú. Láttu þér skiljast, að þú getur horft á umhverfi þitt eins og þú værir að horfa á kvikmynd, og þótt þú sjálfur sért einn af leikurunum, þá gerir það ekkert til, því að þú átt að reyna að horfa á líkama þinn eins og starfandi tæki, sjálfum þér óháð. Taktu líka þínar góðu og göfugu tilfinningar og horfðu á þær eins og ytri fyrirbæri. Þú átt að geta elskað án þess að drekkja þér í kærleikstilfinningunni. Þú átt að geta þráð þroska vegna þroskans sjálfs og eins og hann komi þér ekkert við. Og svo kemur að lokum að skynjanirnar verða eins og skuggamyndir á tjaldi, tilfinningarnar eins og næturgolan, sem leikur um andlit þér, og hugsanirnar eins og maður sé að teikna myndir eða leika á hljóðfæri."

 

Sigvaldi Hjálmarsson



Nokkur orð um búddíska sálarfræði - Anna Valdimarsdóttir

 

 „Kjarni Búddismans (EB) er hvorki trúarbrögð né heimspeki. Búdda gerði ekki tilkall til þess að vera nokkuð annað en manneskja og hélt því ekki fram að hann væri guð. Ekki einu sinni guð í mannslíki. Hann hélt því heldur ekki fram að hann væri innblásinn af guðlegum anda né nokkrum ytri mætti og frábað sér nokkra tilbeiðslu á sjálfum sér. Í grundvallarbúddisma (EB) er engan persónulegan guð að finna né ópersónulegt máttarvald. Þar eru engar trúarjátningar, dogma eða ritúöl, engin tilbeiðsla og ekkert sem þér er ætlað að taka trúanlegt. Framar öllu snýst kjarni búddismans um iðkun og rannsókn (free inquiry) þannig að maður geti sjálfur séð sannleiks- og notagildið í því sem Búdda kenndi. Búdda hafði engan áhuga á að koma á nýrri trú og samfélagið sem hann og lærisveinar lifðu og hrærðust í var menntasamfélag, ekki trúarsamfélag… Búdda sneiddi líka hjá heimspekilegum umræðum og var ekkert gefið um háspekilegar spurningar sem leiddu ekki til neinnar niðurstöðu eins og um sálina eða líf eftir dauðann. Honum var umhugaðra um að finna lausn á þjáningu mannanna hér og nú. Hvernig við getum hreinsað til í lífi okkar og þjálfað huga okkar. Iðkun er mikilvægari en heimspeki“.

 

Lesa greinina í heild hér


... happiness follow him like a shadow ...

 

All that we are is the result of what we have thought: it is founded on our thoughts. If a person speaks or acts with an evil thought, suffering follows him, as the wheel follow the hoof of and beast that draws the wagon.

All that we are is the result of what we have thought: it is founded on our thoughts and made up of our thoughts. If a person speaks or acts with a good thought, happiness follow him like a shadow that never leaves him.

Dhammapada


Dagskrá Lífspekifélagsins um helgina

 

Föstudaginn 18, febrúar kl. 20:30 heldur Þorvarður Helgason rithöfundur erindi: Um ábyrgð. Hugleiðingar um mikilvægi ábyrgðar

Á Laugardögum er opið hús frá kl. 15 - 17 með dagskrá kl. 15:30.

Laugardaginn 19. febrúar fjallar Birgir Bjarnason um: Mikilvægar spurningar 

www.lifspekifelagid.is

Égið er draugur sem við sjálf höfum vakið upp

 

Égið er draugur sem við sjálf höfum vakið upp og erum sífellt í vandræðum með. Hvers vegna skyldum við vera með hlut, hugrænan hlut innra með okkur sem við sjálf höfum búið til og erum sífellt í vandræðum með? Þetta er misskilningurinn sem allur misskilningur byggist á. Öll vandræði grundvallast á honum vegna þess að það er augljóst að églaus maður verður aldrei særður. Églaus maður getur ekki þjáðst sem einstaklingur.    

 

 

 

Birgir Bjarnason – Hugur, vitund og við

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

OM - ॐ

Höfundur

OM
                                          OM

 

 

 

 

Þessi síða er helguð andlegum málefnum

 

Ég segi mennina boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgast mig; því vegirnir, sem þeir velja sér, eru mínir vegir, hvaðan sem þeir liggja ... 

 

Bhagavad-Gita IV, 11

 

 

Netfang: leifurhl@gmail.com 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • FB IMG 1694031905677
  • Cohen
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1679170580329
  • FB IMG 1653925921669

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband